Morgunblaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.09.2010, Blaðsíða 30
Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Gamanmyndin Sumarlandið, eftir leikstjórann Grím Hákonarson, verð- ur frumsýnd á föstudaginn en hún er fyrsta kvikmynd Gríms í fullri lengd. Grímur hefur átt velgengni að fagna í stuttmyndagerð, stuttmynd hans Bræðrabylta var m.a. valin ein af þremur bestu stuttmyndunum á nor- rænu kvikmyndahátíðinni Nordisk Panorama árið 2007. Grímur segir það „gang lífsins“ að færa sig úr stutt- myndum yfir í kvikmyndir í fullri lengd. „Ég myndi segja bara rökrétt framhald, þetta er kannski markmið hjá flestum sem fara út í þetta, að gera kvikmynd í fullri lengd,“ segir Grímur. Handritið að Sumarlandinu samdi Grímur með Ólafi Agli Egilssyni og er umfjöllunarefnið yfirskilvitlegt, ef svo mætti segja. „Þetta fjallar um fjölskyldu sem rekur sálarrann- sóknarfélag og er með álfa- og draugatengda ferðaþjónustu. Mamman er miðill, skyggn, sér drauga og álfa og pabbinn sér um reksturinn og dóttirin vinnur á símanum. Þetta er fjölskyldufyrirtæki. Pabb- inn trúir ekki á álfa en hefur mikinn áhuga á því að markaðssetja þjóðtrúna og græða pening. Einn daginn fá þau fá tilboð í álfastein sem er í garð- inum, gamalgróinn stein sem hefur verið þarna frá því þau fluttu inn í húsið og móðirin heldur mikið uppá. Þá kemur upp ágreiningur milli þeirra, hvort þau eigi að taka álfa- trúna og gildi hennar fram yfir eða græða smá pening og koma sér út úr skuldunum,“ segir Grímur um sögu- þráðinn. Hjónin leika Ólafía Hrönn Jóns- dóttir og Kjartan Guðjónsson en dóttur þeirra leikur Hallfríður Þóra Tryggvadóttir og son þeirra Nökkvi Helgason. Þá leikur þýski listamað- urinn Wolfgang Müller þýskan mann sem áhuga hefur á því að kaupa álfa- steininn. Müller er mikill áhugamað- ur um álfa og hefur samið erótískar álfasögur og gefið út í Þýskalandi. Gengur aftur til að birta grein í Morgunblaðinu – Hver er kveikjan að þessari sögu? „Ja, kveikjan að þessari sögu kem- ur úr mörgum áttum. Að einhverju leyti kynni mín af þessum sálarrann- sóknarheimi á Íslandi, ég hef alltaf haft áhuga á þessu þó ég hafi aldrei kafað ofan í þetta. Ég gerði stutt- mynd fyrir nokkrum árum sem fjallar um gamlan mann sem gengur aftur til að birta grein í Morg- unblaðinu, hún hét Síðustu orð Hreggviðs,“ segir Grímur. Þá mynd hafi hann byggt á sögum sem hann hafi heyrt. „Ég reyni að blanda sam- an yfirnáttúrulegum hlutum og ís- lenskum hversdagsleika. Fólkið í Sumarlandinu rekur sálarrannsókn- arfélag heima hjá sér, það talar við drauga á meðan það borðar ristað brauð og flettir Mogganum. Íslend- ingar trúa mikið á álfa og drauga en eru einnig á kafi í efnishyggjunni og ég tek þessar andstæður fyrir í Sum- arlandinu. Mér finnst þetta hljóma hálf tæki- færissinnað.“ – Þetta er eitthvað sem margir hlæja að en er þó fúlasta alvara fyrir öðrum? „Já og þetta er mjög þjóðlegt, ég er dálítið í þessum þjóðlegu pælingum, með glímuhommana t.d. (Bræðra- bylta). Svo eru það Six Feet Under þættirnir, það er dálítið svipuð pæl- ing, fjölskylda sem rekur útfararstofu í þeim og þarna er fjölskylda sem rekur sálarrannsóknarfélag og býr í sama húsi.“ Að selja auðlindir úr landi – Í ljósi umfjöllunarefnisins, urðu nokkur óhöpp við tökur? „Nei, það er spurt að þessu í hvert skipti en við urðum ekki vör við neitt. Ekki nema að stundum þegar við vor- um að klippa myndina, eitthvert tæknibögg, tölvan fór að bila.“ – Draugur í vélinni? „Já. En ég hef spjallað við miðla og þeir eru allir voða jákvæðir gagnvart myndinni, segja að hinir framliðnu séu alveg sáttir við þetta,“ segir Grímur kíminn. – Trúir þú sjálfur á þetta? „Já, ég geri það nú alveg að ein- hverju marki. Ég kýs nú kannski frekar að líta á svona álfatrú sem hluta af íslenskri þjóðarvitund og menningu. Ég nálgast þetta frekar þannig.“ Grímur segir að lokum að sjá megi ákveðna myndlíkingu í hugmyndinni um að selja álfastein úr landi, þ.e. fyr- ir þann gjörning að selja útlendingum auðlindir landsins. Hinir framliðnu eru sáttir  Kvikmyndin Sumarlandið verður frumsýnd á föstudaginn  Á að selja álfastein úr landi? er stóra spurningin 30 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. SEPTEMBER 2010  Dularfullar myndir prýða nú Fés- bókarsíðu rokkarans og fiðluleik- arans Roland Hartwell. Talað er um að sveit hans, Cynic Guru, und- irbúi nú næstu „árás“ á Ísland. Guð má vita hvað nákvæmlega er meint, en vonum að hún sé hljóðhimnulega eðlis. Hvað er Cynic Guru nú að bralla? Fólk Hip-hop hljómsveitin Original Melody send- ir frá sér sína aðra plötu, Back & Fourth, þann 1. október næstkomandi. Þó svo að enn séu rúmar tvær vikur í að herlegheitin líti dagsins ljós hafa meðlimir sveitarinnar ákveðið að gefa aðdáendum sínum forskot á sæluna í lok vikunnar. „Við vorum að leggja lokahönd á okkar fyrsta tónlistarmyndband sem verður frumsýnt í Íslandi í dag næsta föstudag við lagið „Cosa Say“, sem finna má á nýju plöt- unni. Í framhaldinu verður þetta spilað á öllum sjónvarpsstöðvum og svo á internet- inu líka,“ segir Ívar Schram, meðlimur hljómsveitarinnar. „Það er svolítið auðvelt að gera kjánaleg hip-hop myndbönd en þetta verður vonandi til þess að lagið kemst í spilun. Við erum fjórir í bandinu og fengum fjóra karlmenn á aldrinum 60-80 ára til þess að leika okkur sjálfa. Lagið fjallar svolítið um það hversu mikla vinnu við leggjum í þetta og hversu ruglaður maður verður í hausnum við að vera lengi í stúdíóinu. Myndbandið teiknar svolítið upp þá mynd og setur hana fram eins og við séum búnir að vera þarna í langan tíma og orðnir það klikkaðir í hausnum að við erum farnir að sjá hver annan sem gamla karla. Það er vonandi að það komi skemmtilega út.“ Áhugasamir geta fengið nasasjón af plötunni Back & Fourth áður en hún kem- ur í búðir því hljómsveitin mun troða upp á skemmtistaðnum Nasa 25. september, á plötusnúðakeppni. Hljómsveitin Original Melody gaf út frumraun sína, Fantastic Four, í apríl 2006 og hlaut hún góðar viðtökur. Má þar nefna að lag plötunnar „Regrets“ komst í spilun hjá sænskri útvarpsstöð undir stjórn tón- listarmannsins Timbuktu. hugrun@mbl.is Verða gamlir karlar af hip-hop-ofspilun Original Melody Ný plata er væntanleg með þeim félögum.  Rokksveitin Who Knew mun halda tónleika 25. september næst- komandi á hinum vinsæla rokkbar Magnet í Berlín. Sveitin er á mála hjá berlínsku útgáfufyrirtæki, en það sem meira er, þá mun kan- adíska gæðasveitin Wolf Parade leika á þessum tónleikum, og einnig FM Belfast (sem eru aðalnúmerið ásamt Wolf Parade, ef marka ber auglýsingu). Who Knew eru undir þó nokkrum áhrifum frá hinni kan- adísku sveit og hafa Who Knew- menn ábyggilega fagnað gríðar- lega þegar þessum áfanga var land- að. Who Knew leikur með Wolf Parade  Samkvæmt FLASS Fm er breski rapparinn Tinie Tempah væntan- legur hingað í nóvember. Hann hef- ur vakið mikla athygli í heimland- inu að undanförnu og hitaði upp fyrir stórstirnið Rihönnu á dög- unum. Fyrsta plata hans kemur út í sama mánuði, og er hann því sjóð- andi heitur um þessar mundir. Breski rapparinn Tinie Tempah til landsins Kópavogsbúinn Grímur Hákonarson vakti fyrst verulega athygli á kvikmyndasviðinu fyrir stuttmyndina Klósettmenning sem hann gerði ásamt félaga sínum Rúnari Rúnarssyni (Síðasti bærinn í dalnum, Smáfuglar t.d.). Grímur gerði síðan Varði Goes Europe árið 2002 þar sem fylgst var með trúbad- úrnum Varða og ævintýrum hans í Evrópu. Stuttmyndirnar Slavek the Shit (2005) og Bræðrabylta (2007) vöktu svo á honum alþjóðlega athygli en þess má geta að Bræðrabylta vann til 25 verðlauna á kvikmyndahátíðum út um allan heim. Úr klósettinu í hulduheima FERILL GRÍMS HÁKONARSONAR Trans Ólafía Hrönn Jónsdóttir fer með annað aðalhlutverkið í myndinni ásamt Kjartani Guðjónssyni. Reffilegur Grímur Hákonarson, til í slaginn.  Nýjasta Fésæðið er að nefna 15 uppáhaldsplöturnar sínar á jafn mörgum mínútum. Hinir og þessir eru nú að pósta listum á netið, bæði frægir og ófrægir. Egill Örn Rafns- son trymbill er búinn að henda inn sínum lista og má m.a. finna Bítl- ana, Grafík og Cardigans innan um þungarokk af hinu og þessu taginu. 15 plötur á 15 mínútum á Fésinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.