Morgunblaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 10
PRUFUTÍMINN Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Vertu svona aðeins krútt-legri, settu stút á munn-inn og þá er oft auðveld-ara að gera röddina barnalega. Gefðu svo allt í botn.“ Það er ekki auðvelt að tala fyr- ir lítinn krúttlegan hvolp og Rósa Guðný Þórsdóttir leikstjóri hjá Sýr- landi reyndi að leiðbeina mér eftir bestu getu. Hún átti ekki í vand- ræðum með að tala krúttlega en ég hljómaði eins og Kjartan í Strump- unum. Það er mikil vinna að talsetja teiknimyndir. Talsetjarinn situr inni í hljóðveri með teiknimyndina á skjá fyrir framan sig. Heyrnartól eru á eyrunum þar sem hlustað er á hljóðið í myndinni og fyrirmæli frá hljóðmanni og leikstjóra sem sitja í næsta herbergi. Talsetjarinn þarf að horfa á skjáinn, lesa handritið og leika, oft með afbrigðilegri röddu, allt í einu. Þetta var of mikið fyrir mig; að horfa á teiknimyndina og passa að talið lenti á réttum stað og væri í takt við munnhreyfingar per- sónunnar, um leið og ég las af hand- ritinu á íslensku var ég með enska talið í eyrunum og um leið þurfti ég að muna eftir að breyta röddinni og leika af krafti. Svo þarf að gera aft- ur og aftur og aftur eða þangað til það kemur rétt. Auðvitað kemur þetta með æfingunni og þjálfaðir leikarar renna í gegnum eina teikni- mynd án vandræða en þetta var of margt að hugsa um fyrir mig svona í fyrsta skipti. Enda var ég ekki bú- in að fá að lesa handritin yfir fyrir- fram og steingleymdi að prófa hvað röddin mín býður upp á. Ég vissi ekkert hvort ég ætti hvolp eða geit í mér. Púl að vera Diego Ég fékk að talsetja dýramynd- ina Sveitasælu og talaði þar fyrir hvolp og geit og svo fékk ég að tala fyrir Diego í samnefndri teikni- mynd. Hvolpurinn í Sveitasælu gekk ekki alveg nógu vel hjá mér, ég náði ekki að vera eins krúttleg og ég vildi og svo var mikið að ger- ast hjá hvolpinum sem hafði týnt tístidótinu sínu. Auk þess þurfti ég ekki bara að tala heldur líka mása eins og hundur í sumum setning- unum. Ég fékk síðan að prófa geit- ina Gogga og það fór ágætlega, jarmið í talanda hans átti betur við mig auk þess sem Goggi var yf- irvegaður og enginn blaðrari. Diego var svo annað mál, drengurinn er náttúrulega ofvirkur, talar bæði á íslensku og ensku og þarf að vera sjúklega hress. „Diego er orkumikill strákur, settu meiri kraft í hann,“ sagði Rósa og hvatti mig áfram. Í þessum þætti var Diego að djamma með lundum á Grænlandi og talaði stanslaust. Svo söng ég fyrir lunda í lofsöng þeirra um fisk og þeir sungu rosalega hratt og hátt og mikið og skrækt og ég náði aldrei nema öðru hverju orði. Diego var púl. Eftir þessa talsetningartilraun var ég aðframkomin en mikið af- skaplega held ég að þetta sé skemmtilegt þegar þjálfunin er komin. Ég fékk síðan að horfa á þá búta sem ég talaði inn á og ef satt skal segja var asnalegt að sjá og heyra dýrin og hinn fræga Diego tala með minni röddu. Ég held samt að ég sé efni í góðan talsetning- armann, ef ég fengi þjálfun. Svo er líka örugglega rosalega gaman að hlusta á sjálfan sig í morg- unsjónvarpinu um hverja helgi, monta sig við makann og börnin og leika svo persónurnar heima öðrum til skemmtunar. Frekar jarmandi geit en krúttlegur hvolpur Í framhaldi af síðasta prufutíma, þar sem ég gerðist útvarpsmaður, ákvað ég að ljá fleirum mína fögru rödd og fékk að prófa að talsetja teiknimyndir í Stúdíó Sýr- landi. Það þarf að huga að mörgu í talsetningunni og fengu hvolpur, geit og ævin- týrastrákur smekk af því hvernig er að tala með minni röddu. Sveitalíf Blaðamaður horfir á myndina og talar fyrir hvolp og geit. Hlegið Rósa leikstjóri og Baldvin hljóðmaður hafa gaman af tilburðunum. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2010 Vefsíðunni Barn.is er haldið úti af Umboðsmanni barna á Íslandi en hann vinnur að því að bæta hag barna og unglinga og gætir þess að tekið sér tillit til réttinda barna, þarfa og hagsmuna á öllum sviðum samfélagsins. Þótt embættið heyri undir stjórnsýsluna er enginn stjórnsýslubragur á vefsíðunni, hún er virkilega aðgengileg og lifandi. Sérsíður eru þarna fyrir börn og unglinga og þar geta þau gengið að upplýsingum um réttindi sín, tekið þátt í skoðanakönnunum, sent inn spurningar og margt fleira. Á forsíðunni má lesa fréttir og til- kynningar og alls konar fróðleik sem viðkemur börnum og ungling- um, til dæmis má sjá niðurstöður úr könnun um líðan barna og atriði sem tekin hafa verið saman og gott er fyrir foreldra að hafa í huga þeg- ar barn þeirra byrjar í grunnskóla. Barnasáttmála Sameinuðu þjóð- anna er hægt að lesa á síðunni í heild sinni eða í styttri útgáfu og fleiri alþjóðlega sáttmála sem tengj- ast börnum og unglingum. Barn.is er virkilega góð síða og er ótalmargt þar að finna sem for- eldrar, börn og unglingar ættu að kynna sér. Vefsíðan www.barn.is Morgunblaðið/Ernir Fjársjóður Umboðsmaður barna gætir að réttindum barna og unglinga. Réttindi barna og unglinga Í dag klukkan tvö verður opnuð sýn- ingin Bráðum koma blessuð jólin … í Safnarahorni Gerðubergs. Safnari sýningarinnar er Guðrún Þ. Guð- mundsdóttir sem leggur til mikinn fjölda fallegra jólakorta frá fyrri helmingi tuttugustu aldar. Kortin færa okkur anda liðins tíma, mynd- efni þeirra er fjölbreytt og fallegt auk þess sem í sumum tilvikum má sjá þær hlýju jólakveðjur sem kortin prýða. Á sýningunni er einnig mikið af gömlum leikföngum frá sama tíma- bili úr safneign Árbæjarsafns og til að fullkomna sýninguna eru þar líka skreytt gömul jólatré. Verslunin Fríða frænka og hinir og þessir leggja til einstaka sýningarmuni til að gera sýninguna að veruleika. Fram á sumar gefst gestum Gerðubergs kostur á að upplifa þessa jólastemningu og þá gleði sem fylgir því að skoða gömul leik- föng en sýningin stendur til loka júnímánaðar 2011. Sýningin er opin virka daga frá kl. 11-17 og kl. 13-16 um helgar. Endilega … … skoðið jólasýningu í Gerðubergi Gamalt jólakort Það er ekki seinna vænna en að fara að huga að jólum. Nýverið kom út táknmálsútgáfa af barnabókinni Sprellað í sveitinni með gröllurunum Glingló, Dabba og Rex og er það í fyrsta sinn sem ljóð á táknmáli eru gefin út fyrir börn. Markmið með útgáfunni er að stuðla að því að heyrnarlaus börn geti einn- ig nýtt sér efnið til fróðleiks og skemmtunar. Það var Samskipta- miðstöð heyrnarlausra og heyrnar- skertra sem sá um gerð táknmáls- útgáfunnar. Táknmálsþulur er Kolbrún Völkudóttir sem mörg börn kannast við í hlutverki Tinnu tákn- málsálfs. Bókina á táknmáli og lesmáli má nálgast á heimasíðunni www.grall- arar.is. Sprellað í sveitinni er fjórða bókin í bókaflokknum Grallarasögur. Sög- urnar eru í vísnaformi og ætlaðar börnum á aldrinum 2-6 ára. Barnabækur Sprellað í sveitinni á táknmáli Meirapróf Upplýsingar og innritun í síma 567 0300, 894 2737 Næsta námskeið byrjar 22. september 2010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.