Morgunblaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/RAX Másandi Blaðamaður horfir einbeittur á handritið og másar fyrir hvolpinn. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2010 „Svona sirka 10:00 – Vakna heima hjá mömmu og pabba, á Fáskrúðs- firði og bregð mér í snögga sturtu, fæ mér léttan morgunmat (helst te og ristað brauð með einhverju góm- sætu áleggi). Eftir morgunmatinn tek ég kassagítarinn úr töskunni og renni yfir eitt til tvö lög, sem ég á að kunna en verð að viðurkenna að ég kann ekki nógu vel. Um 12:00 – Tek fram sparifötin og athuga hvort þurfi að renna yfir skyrtuna með straujárni, þó svo að það sé afskaplega hæpið. Ég elska straufríar skyrtur. Um 13:30 – Legg af stað heim til Guðbjargar litlu systur, en hún er að fara að skíra frumburðinn sinn í dag. Um 14:00 – Kem ættingjunum gíf- urlega á óvart með því að syngja lít- ið lag í skírnarathöfninni. Um 15:00 – Athöfninni lokið og komið að því að undirbúa veisluna á eftir. Að sjálfsögðu hjálpast fjöl- skyldan að við þetta, annað væri bara rangt. 16:00 – Skírnarveisla með tilheyr- andi tertuáti og sætindaneyslu. Knúsum og kossum varpað á ætt- ingja sem ég hitti því miður allt of sjaldan. 17:00 – Sparifötunum og gítarnum pakkað niður aftur og Daði bróðir plataður til að keyra mig upp í Eg- ilsstaði þar sem ég þarf að ná flugi til Reykjavíkur. 18:10 – Fer í loftið. Þakka mínum sæla fyrir að hafa einstakan hæfi- leika til að sofa í flugvél þannig að ég verð líklega sofnaður innan 5 mínútna. 19:10 – Lending í Reykjavík. Vakna við að hjól vélarinnar strjúka flug- brautina. Næ í gítarinn og sparifötin og held heim. Ég hugsa að ég leggi mig bara í smá stund í viðbót. 21:00 – Vakna og byrja að taka mig til fyrir kvöldið. Sturta, tannbursti, hárgel og rakakrem eru meðal þeirra fjölmörgu hluta sem verða mundaðir í þessu flókna en hálf- sjálfvirka ferli. 22:30 – Haldið í Kópavoginn, nánar tiltekið á Players þar sem hljóm- sveitin mín, Góðir Landsmenn, leik- ur fyrir dansi fram eftir nóttu. Ég mæti ferskur og endurnærður og klár í slaginn. Fer yfir minn hluta af þeim tækjum og tólum sem notuð verða við flutning eðal 80’s tónlist- ar í nótt, syng í hálfum hljóðum eitt eða tvö létt lög til að brýna radd- böndin. 23:30 – Stíg á svið, gríp mér míkró- fón í hönd og gef tóninn fyrir næstu 4 tímana eða svo. 00:00 – Formlegum laugardegi lýk- ur, en fjörið heldur áfram svona fram undir 5 í fyrramálið.“ Jónas Friðrik Steinsson Tölvunarfræðingur, sirkusdýr og söngvari Hvað ætlar þú að gera í dag? Góðir landsmenn Jónas ásamt öðrum meðlimum hljómsveitarinnar Góðir landsmenn. Hann er t.h. fyrir miðju ásamt söngkonunni Katrínu Ósk. Skírn á Fáskrúðsfirði, ball á Players Rósa Guðný Þórsdóttir er yfirleikstjóri hjá Sýrlandi og sér um talsetningarnar. Hún segir að talsettar séu um tólf til fjórtán teiknimyndaþættir hjá þeim á viku auk bíómynda. „Við erum með tólf leikara á föstum samningi og svo helling af lausráðnum leikurum, börnum og unglingum,“ segir Rósa. „Mesti tíminn hjá mér fer í að finna rétta fólkið í hlutverkin. Það skiptir öllu að finna réttu röddina eða leikara sem nær persónunni best, en við eltum voða mikið fyrirmyndina, sem er eðlilegt. Stundum ráðum við ekki sjálf röddunum, þeir sem framleiða þættina eða myndirnar vilja samþykkja raddirnar í aðalhlutverkin og þá þarf að senda prufur út. Sýrland heldur talsetningarnámskeið reglulega, á haust- og vorönn, bæði fyrir börn og fullorðna og þar finnum við oft hæfileikaríka krakka en við notum mestmegnis atvinnuleikara í fullorðinsdeildina,“ segir Rósa. „Góður talsetjari þarf að geta beitt röddinni á fjölbreyttan hátt, notað mismunandi orku og svo er þetta spurn- ing um tímasetningar og því geta söngvarar oft komið mjög vel út í talsetningum því þeir hafa tilfinningu fyrir að koma inn á réttum stað og fyrir lengd á setn- ingum. Þetta er mikil þjálfun og það þarf einbeitingu, enda margt sem þarf að gera í einu; horfa, hlusta, lesa og leika. Leikarar geta undirbúið sig og séð handritið og mynd áður en talsett er en þjálfaðir leikarar þurfa þess ekki, sérstaklega ef þeir eru búnir að kynnast karakternum. Erfiðast er að talsetja leikið efni, þá er erfiðast að láta talið falla sem best að varahreyfingunum.“ Beðin um ráðleggingar fyrir þá sem vilja talsetja segir Rósa: „Aðalatriðið er að halda ekki aftur af sér. Það þarf að halda uppi orkunni, tala skýrt og stundum hratt og beita röddinni vel. Gott er að ímynda sér að einhver sé að hlusta eins og alltaf þegar talað er í hljóðnema. Það þarf að leika af lífi og sál og svo verður að hafa gaman af þessu. Þetta er ekki einfalt mál.“ „Þetta er ekki einfalt mál“ TALSETNING Skoðið yfirhafnir á laxdal.is HAUSTYFIRHAFNIR Í ÚRVALI Laugavegi 63 • S: 551 4422 Diego Fjörugur drengur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.