Morgunblaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2010 Elsku afi og langafi. Það kvað vera fallegt í Kína. Keisarans hallir skína hvítar við safírsænum. En er nokkuð yndislegra – leit auga þitt nokkuð fegra – en vorkvöld í vesturbænum? Því þá kemur sólin og sest þar. Hún sígur vestar og vestar um öldurnar gulli ofnar. Og andvarinn hægir á sér. Ástfangin jörðin fer hjá sér, uns hún snýr undan og sofnar. Því særinn er veraldarsærinn, og sjálfur er vesturbærinn heimur sem kynslóðir hlóðu, með sálir sem syrgja og gleðjast og sálir sem hittast og kveðjast á strönd hinnar miklu móðu. (Tómas Guðmundsson) Guð geymi þig, elsku afi okkar. Bjarni Már, Eva Rakel og Embla Björk. Frændi var yngstur systkina sinna, alinn upp í samheldinni fjöl- skyldu með báðar ömmurnar á heimilinu. Hann gekk í Landakots- Einar Leifur Pétursson ✝ Einar Leifur Pét-ursson fæddist í Reykjavík 1. mars 1925. Hann lést á Minni-Grund í Reykjavík 12. sept- ember 2010. Útför Einars fór fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 17. september 2010. skóla, fór þaðan í MR og útskrifaðist sem stúdent 1944. Í sjötta bekk var hann kjörinn inspector scholae. Hann fór í lagadeild Háskóla Íslands og varð cand. jur. 1949. Hann var greindur og tilfinninganæmur þó að hann bæri ekki til- finningar sínar á torg og var hrókur alls fagnaðar í fjölskyldu- boðum. Frændi erfði mikla tónlistarhæfi- leika og lærði ungur á hljóðfæri hjá föður sínum. Hann nennti ekki að læra að lesa nótur en bað systur sína að spila lög fyrir sig, eftir nót- um, til að geta spilað þau eftir eyr- anu. Þessum eiginleika hélt hann alla tíð og spilaði eins og engill. Ógleymanlegar eru þær stundir þegar hann settist við píanóið og hóf að leika af fingrum fram. Það hefur bara verið einn Frændi. Hann kall- aði okkur elstu systkinadætur sínar GÓL, SÓL og LÓL. Hann fjölritaði fyrir okkur afmælisboðskort, gaf okkur Andrés blöð á dönsku og fór með okkur í ísbúðina Fjólu á Vest- urgötu. Hann var sálfræðingur af Guðs náð og lét vel að sinna börnum. Eitt sinn kom ég á fljúgandi ferð inn í eldhúsið í Hofi og sagðist hafa gleypt flugu. Svar Frænda var: „Hafðu hana bara steikta næst.“ Þegar ég var tveggja ára kenndi Frændi mér að syngja Litlu flug- una. Eftir það var Litla flugan lagið okkar. Fimm ára dvaldi ég í Hofi um skeið. Þá var ég orðin læs og las allt sem ég náði í. Frænda tókst á undraverðan hátt að koma undan blöðum með fréttum sem ekki voru fyrir lítil börn. Á þeim tíma kenndi hann mér margföldunartöfluna aft- ur á bak og áfram. Frændi var gamansamur og einu sinni þegar hann svaraði síma í Hofi heyrði ég hann segja að nóg væri til af lærum stórum og smáum, feitum og mögrum, áður en hann gerði við- mælanda grein fyrir því að þetta væri ekki kjötbúðin. Frændi háði baráttu við Bakkus og beið nokkra ósigra í þeirri glímu. Við vorum þá oft ósammála og tókumst á. Þegar af honum bráði var hann alltaf samur, hlýr og notalegur og sagði sögur af fólki sem hann hafði kynnst. Hann sagði að þetta væri mannkynssaga og hún var mun skemmtilegri en sú sem ég lærði í skóla. Hann átti auð- velt með að segja frá og sjá spaugi- legar hliðar á málum. Hann var orðsins maður og setti saman vísur þegar vel lá á honum. Á efri árum flutti hann á Minni Grund, að mestu hættur að drekka, og undi glaður við sitt. Tók að sér að fylgja minnisskertum til borðs, spila á píanóið, gera innkaup fyrir heim- ilismenn í ákveðinni búð niðri í bæ og láta taka við sig viðtöl. Það var aðdáunarvert hve vel hann naut líð- andi stundar og var ekki að velta sér upp úr því sem liðið var. Nú er blessaður Frændi farinn, hann sem var svo órjúfanlegur hluti af tilveru okkar systurdætra hans, síðastur af systkinunum í Hofi. Honum fylgja hlýjustu kveðjur og ómælt þakklæti fyrir samveruna. Innilegustu sam- úðarkveðjur færum við systurnar, Sigga Lóa, Finna Petra og ég, Ólaf- íu, Ingólfi og afabörnunum. Lára Guðleif Hansdóttir. Nú er skarð fyrir skildi í ört smækkandi vinahópi. Góður vinur frá blautu barnsbeini, Einar L. Pét- ursson, er látinn. Haustið 1932 hitt- umst við og hófum saman skóla- göngu í Landakotsskóla en Ólafía, móðir Einars, kenndi þar ensku og nunnur og prestar dönsku og þýsku. Við vorum strax miklir mátar og urðum samferða næstu átján árin eða þangað til við útskrifuðumst sem lögfæðingar, cand. juris frá Há- skóla Íslands veturinn 1949-1950. Ég naut þess alltaf að ræða við Einar um málefni líðandi stundar og var pólitíkin oft efst á baugi. Einar var ávallt mikill sögumaður og á stríðsárunum áttum við ófáar stund- ir saman með spilastokknum um leið og MR-árin voru kortlögð. Einar hlaut þann frama að verða inspector í sjötta bekk og að vera kosinn í Stúdentaráð HÍ. Einar sótti námið af kappi og var lagaspekin honum allt að því í blóð borin. Hann var eðlisgreindur og lauk laganáminu í HÍ með láði. Ein- ar sótti síðan framhaldsnám í sjó- rétti við háskólann í Osló. Hdl.-rétt- indin komu auðveldlega í kjölfarið ásamt löggildingu til sóknar opin- berra mála í héraði. Einar starfaði m.a. hjá sakadómaranum í Reykja- vík, Reykjavíkurborg og við ýmis lögmannsstörf. Þegar ég nú lít yfir farinn veg er vinsemd Einars í minn garð og fjöl- skyldu minnar mér efst í huga. Hin síðari ár eftir að Einar var kominn á Grund hittumst við þar og áttum til að fara saman í bíltúra um æsku- slóðirnar. Það var stutt á milli heim- ila okkar á Sólvallagötunni og voru góðar stundir á heimili Einars að Hofi oft rifjaðar upp. Árin áður en Einar flutti á Grund átti hann heim- ili hjá Jóni Friðrikssyni skólabróður okkar að Hólatorgi í næsta ná- grenni. Jón sýndi Einari mikla ræktarsemi á erfiðum tímum ágjaf- ar í lífsins ólgusjó. Ég þakka Einari einlægni, hlýju og sérstaklega trygglyndi í minn garð alla tíð. Oft var sótt í smiðju Einars og þegin góð ráð um ýmsar mikilvægar greinar eða bréf. Hann var mér góður málfarsráðunautur og las prófarkir af meiri nákvæmni og natni en flestir aðrir menn. Votta ég Ólafíu, Ingólfi, börnum þeirra og fjölskyldu, vinum og vandamönnum samúð mína og fjöl- skyldu minnar. Blessuð sé minning vinar míns, Einars L. Péturssonar. Niels P. Sigurðsson Nafni minn Einar Leifur Péturs- son er nú fallinn frá. Fyrstu minn- ingar mínar af Einari og fyrrverandi konu hans Kristjönu eru heimsókn- irnar í Hof að Sólvallargötu 25. Það var spennandi fyrir lítinn gutta að heimsækja þá höll og kynnast því fólki sem þar var og þá sérstaklega nafna. Þetta var sannkallaður æv- intýraheimur. Húsið eitt það reisu- legasta í bænum, fullt af allskyns skúmaskotum að leika sér í, og inn- anstokksmunir sem maður hafði aldrei kynnst áður. Man ég þar sér- staklega eftir mínum manni að spila bæði á píanóið og orgelið, hrókur alls fagnaðar. Einar Leifur var mikill Reykvík- ingur og eftir að ég fluttist sjálfur í miðbæinn fannst mér alltaf gaman að heimsækja hann á Minni-Grund. Hann þekkti borgina sína vel og í hverri heimsókn var hann með ein- hverja kómíska söguna um mann- lífið í borginni. Einar var líka alltaf sérlega áhugasamur um ferðir mín- ar til útlanda og í mínum huga var hann sá mesti heimsborgari sem ég hef kynnst og sögurnar eftir því. Einar Leifur barmaði sér ekki, var ávallt hress og var í raun hálfgerður unglingur alla tíð. Ég hef því litlar áhyggur af honum. Þakka bara fyrir okkar kynni og votta fjölskydu hans og vinum samúð mína. Einar var al- ger toppmaður. Einar Bragi Jónsson. ✝ Jóhann Þor-steinsson fædd- ist á Siglufirði 26. september 1942. Hann lést á á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 6. sept- ember 2010. Jóhann var sonur hjónanna Guð- bjargar Valdadótt- ur frá Vest- mannaeyjum, f. 12. október 1914, d. 27. apríl 2007 og Þor- steins Aðalbjörns- sonar frá Siglufirði, f. 7. maí 1912, d. 18. janúar 1981. Jóhann átti 6 systkini. Þau eru hér talin í aldurröð: Heiðar, f. 15. apríl 1935; Kristinn Erlendur f. 6. ágúst 1938, d. 29. apríl 2002; Guð- rún, f. 10. september 1939; Leo Jóhannes, f. 25. september 1948; Valbjörn Óskar, f. 7. mars 1953; Jón, f. 24. febrúar 1955. 1997 og Jóhann Alexander, f. 4. maí 2005. 3) Björn Þórhallur, f. 3. september 1967. Fyrri eiginkona hans var Margrét Marísdóttir, f. 6. apríl 1969. Þau skildu 2003. Börn þeirra eru Kristófer Már, f. 11. nóvember 1987, Jóhann Helgi, f. 23. ágúst 1990, sonur hans er Þórhallur Ingi, f. 3. janúar 2009 og Bjarni Freyr, f. 7. apríl 1995. Seinni kona Þórhalls er Perla Svandís Hilmarsdóttir, f. 15. mars 1969. Sonur hennar er Hilmar Kristófer Hjartarson, f. 23. ágúst 1989. 4) Hlynur, f. 16. júní 1971. Eiginkona hans er Þórhildur Jónsdóttir, f. 16. desember 1975. Þeirra börn eru Ámundi Georg, f. 1. júní 1995, Sunneva Rós, f. 3. ágúst 1999 og Kató Hrafn, f. 29. janúar 2008. 5) Njörður, f. 10. september 1975. Eiginkona hans er Berglind Elva Lúðvíksdóttir, f. 7. júlí 1975. Þeirra börn eru Íris Björk, f. 2. október 1999 og Ró- bert Ingi, f. 23. maí 2004. Jóhann verður jarðsunginn í dag, 18. september 2010, að Út- skálakirkju, Garði, og hefst at- höfnin klukkan 14. Jóhann kvæntist eftirlifandi eig- inkonu sinni, Helgu Sigurbjörgu Bjarnadóttur, 22. apríl 1962. Þau bjuggu allan sinn búskap í Garðinum að undanskildum 8 yndislegum árum sem þau áttu á Spáni. Syni áttu þau fimm. Eru þeir tald- ir hér í aldursröð: 1) Bjarni, f. 11. jan- úar 1962, d. 28. október 1991. Unnusta hans var Sigrún Högna- dóttir, f. 19. júní 1969. Áttu þau eina dóttur, Ásdísi Björgu, f. 22. ágúst 1991. 2) Þorsteinn, f. 27. júlí 1963. Eiginkona hans er Ing- veldur Ásdís Sigurðardóttir, f. 8. apríl 1973. Börnin þeirra eru þrjú, Sólveig Helga, f. 1. febrúar 1995, Elísabet Ósk, f. 5. febrúar Elsku pabbi. Skiljast leiðir að sinni. Það er erfitt að kveðja, það er erfitt að sætta sig við að þú ert far- inn frá okkur fyrir fullt og allt. All- ar góðu stundirnar sem við áttum saman, stundum bara tveir eða með fjölskyldunni. Hvað þessar minn- ingar lifa glatt í huga mér og lifa vonandi um ókomna framtíð. Lífið var þér ekki alltaf auðvelt, pabbi minn, en alltaf stóðst þú óbeygður eftir og brosmildur. Mér er ofarlega í huga léttleikinn og já- kvæða og skemmtilega viðhorfið sem þú hafðir til lífsins og fjölskyld- unnar. Þú varst nú þannig að þér var ekkert vel við það að láta hafa mikið fyrir þér og lýsir það sér best síðustu dagana á sjúkrahúsinu þeg- ar þú komst með skemmtilegar at- hugasemdir til þeirra sem þig heim- sóttu í þeim eina tilgangi að létta þeim skapið. Þeim átti sko ekki að líða illa vegna veikinda þinna. Ég er þakklátur fyrir að hafa haft tækifæri til að eiga samleið með þér í tæp 40 ár. Tíminn er búin að lærdómsríkur, skemmtilegur og gefandi. Þú hefur kennt mér svo margt. Þú hefur gefið mér svo margt, þú hefur gefið fjölskyldunni minni svo margt og fyrir það getur maður aðeins verið þakklátur og auðmjúkur. Mér eru minnisstæðar margar samverustundir okkar tveggja, við að veiða, við að verka hákarl og harðfisk, við að tína fallegt grjót sem þú bjóst til hinar ýmsu ger- semar úr, útivera í náttúrunni, að horfa á góða hasarmynd saman eða hreinlega bara að sitja saman og tala um ýmis málefni. Þessar stundir eru mér verðmætar og ég vona að þú hafi notið þeirra jafn- mikið og ég gerði. Ég er þakklátur fyrir allt sem þú og mamma hafið gefið mér og Þórhildi frá byrjun okkar sambúðar og þá ást og alúð sem þið hafið sýnt börnum okkar alla tíð. Án efa hefur það átt þátt í því að gera þau að þeim sterku ein- staklingum sem þau eru í dag. Ég kveð að sinni pabbi minn, með trega í hjarta, tár í augum og söknuð, þakklæti og auðmýkt í huga. Það hefði ekki verið hægt að óska sér betri pabba, tengdapabba og afa fyrir fjölskyldu mína. Þinn sonur, Hlynur. Söknuður er það sem kemur í huga mér þegar ég hugsa til þín, pabbi minn, ég hugsa mikið til þín og rifjast upp margar góðar minningar. Margar minningar mínar eru oft um okkar á ferðalögum og þegar fjöl- skyldan var saman komin og var þá oft glatt á hjalla. Sá tími sem þið mamma áttuð á Spáni var ómetan- legur og á ég og mín fjölskylda margar hlýjar minningar frá þeim heimsóknum sem við áttum til ykkar á Spáni, börnin að draga afa á milli tækja í Tivoli og slá hann um aur hér og aur þar. Gott var að fá ykkur aft- ur heim og geta litið inn til ykkar og þegið eitthvað gott með sunnudags- kaffinu og rætt málin. Ekki var nú verra þegar þú skelltir á þig svunt- una og eldaðir fyrir alla og sást til þess að allir fóru heim með þrengri buxnastreng . Hvort sem um er að ræða góða tíma eða erfiða mun ég ávallt verða þakklátur fyrir að eiga samhelda og ástríka fjölskyldu sem alltaf er hægt að treysta á og hefur staðið saman í gegnum súrt og sætt. Þú áttir mörg áhugamál sem áttu hug þinn allan og var oft gaman að fá að taka þátt í þeim þótt að ekki væri nú mikil hjálp frá forvitnum strák sem hafði gaman að forvitnast um gang mála. Ég á alltaf von á að hitta þig þegar ég kem við í Garðinn og er það skrít- in tilfinning sem kemur upp þegar ég sé þig ekki. Ég mun sakna þín, elsku pabbi minn, en veit að þú fylgir mér alla daga þó að ég muni ekki sjá þig aftur. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæll á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Þinn sonur Njörður. Kæri tengdapabbi. Það er erfitt að hugsa til þess að við eigum ekki eftir að hitta þig aftur og enn erfiðara að koma orðum að söknuði okkar. Þegar við hittum þig og Sibbu í fyrsta skipti var vel tekið á móti okkur, við vorum frá upphafi hluti af fjölskyldunni. Gleðin, húm- orinn og léttleikinn var alltaf í fyr- irrúmi þó svo að erfiðir tímar steðj- uðu að. Það var ávallt gott að leita til þín, sama hvert tilefnið var. Þú hlustaðir á það sem okkur lá á hjarta, hvattir okkur áfram og studdir þær ákvarðanir sem við tók- um hverju sinni. Eldamennska var þín ástríða og ósjaldan var leitað ráða hjá þér hvernig ætti að mat- reiða. Ef um veislu var að ræða hjá einhverjum í fjölskyldunni varst þú alltaf tilbúinn til þess að rétta hjálp- arhönd, þar varst þú á heimavelli. Gaman var líka að sjá hvað þér fannst spennandi að prófa nýja hluti í eldamennskunni og ekki fannst þér það leiðinlegt að prófa nýjan og framandi mat sem ekki allir myndu kæra sig um að leggja sér til munns. Mörgum stundum eyddir þú í bíl- skúrnum þar sem töfraðir voru fram margvíslegir hlutir úr steinum og grjóti sem urðu á vegi þínum. Marg- ir fallegir hlutir prýða heimili okkar í dag sem þú hefur búið til og eins eiga börnin okkar muni eftir afa sinn. Þessi verk munu ávallt minna okkur á þig og gleðja okkur um ókomna tíð. Við höfðum nú gaman af því að stríða þér af „orðaforða“ þínum þeg- ar illa gekk eða hlutirnir fóru ekki alveg eins og þú vildir. Oft voru barnabörnin í kringum þig og end- urtóku orðin sem voru ekki alveg í þeim orðaflokki sem við foreldrarnir vildum að þau lærðu. Þú varst fljót- ur að snúa þessu upp í grín en sumt breytist aldrei. Við eigum margar ljúfar og góðar minningar um þig. Ein minning sem mun ávallt lifa í hjörtum okkar er þegar við heimsóttum ykkur hjónin á Spáni þegar þið bjugguð þar. Til- hlökkunin var mikil við að sjá ykkur taka á móti okkur með bros á vör á flugvellinum, með kæliboxið í far- teskinu fullt af vatni og gosi til þess að svala þorsta ferðalanganna. Þeg- ar búið var að koma fólkinu í hús voruð þið hjónin búin að útbúa dýr- indis máltíð handa okkur öllum. Ef við dvöldum í öðru húsi en hjá ykkur var búið að fylla ísskápinn af mat og búið að hugsa fyrir öllu, alveg í anda Sibbu og Jóa. Þó svo að okkur hafi öllum þótt gaman að heimsækja ykkur hjónin til Spánar, þá þótti öll- um gott að fá ykkur aftur heim. Ekki fékkst þú þó mikinn tíma eft- ir heimkomu, aðeins eitt ár. En við fengum að sjá þig eins oft og við vildum og erum við þakklátar fyrir það. Ekki síst barnabörnunum, sem þótti alltaf gaman að gantast við afa sinn. Elsku Jói, þó þú sért búinn að kveðja þennan heim vitum við að þú ert örugglega búinn að knúsa hann Bjarna þinn, þá munt þú ávallt lifa áfram í hjörtum okkar allra. Ástarkveðja Berglind, Ingveldur, Perla og Þórhildur. Jóhann Þorsteinsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi. Þú varst besti afi í heimi. Við erum svo glöð að þú varst afi okkar. Við elskum þig. Hvíldu í friði. Ámundi Georg, Sunneva Rós og Kató Hrafn Hlynsbörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.