Morgunblaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.09.2010, Blaðsíða 42
42 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2010 Orð dagsins: Sá sem vill elska lífið og sjá góða daga, haldi tungu sinni frá vondu og vörum sínum frá að mæla svik. (1Pt. 3, 10.) Víkverji er kartöflubóndi. Hann erhins vegar frekar utan við sig sem slíkur og gleymdi að setja kart- öflurnar niður þar til allt í einu hann mundi það hinn 17. júní sl. Það verður þó ekki af Víkverja tekið að hann brá skjótt við og var útsæðið jarðað þremur dögum síðar. Víkverji fékk að heyra að hann væri vonlaus bóndi, ekkert myndi koma undan grösunum (sem reyndar urðu skuggalega há- vaxin). x x x Víkverji hefur nú kveðið niðurþessar efasemdaraddir enda bú- inn að kíkja undir nokkur grös og viti menn, stærðarinnar kartöflur liggja þar undir og bíða þess eins að komast á disk. Þar hafið þið það! x x x Sonur Víkverja er nýbúinn að fábílpróf og keypti sér í kjölfarið druslu. Sú á það til að verða raf- magnslaus þegar mikið liggur við (lesist: á morgnana þegar ungling- urinn hefur sofið yfir sig og er að flýta sér í skólann). Víkverji býr í námunda við útrásarvíking. Sá á eflaust ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en hefur þó unnið hug og hjarta ung- lingsins á heimilinu. Nýverið þegar bíllinn varð rafmagnslaus á bílastæð- inu kom útrásarvíkingurinn til bjarg- ar, bauðst til að ýta bílnum í gang sem hann og gerði. „Ég fíla þennan gaur,“ tilkynnti unglingurinn. Vík- verja fannst það góð áminning um að þótt einhverjir séu ásakaðir um að setja banka á hausinn geti komið sér vel að búa í nágrenni við þá. x x x Víkverji fór á kaffihús í vikunni ogþangað stormaði inn maður með tvo litla hunda. Ferfætlingarnir sátu stilltir til borðs meðan eigandinn sótti sér kaffi og beyglu. Þeir sátu svo og fylgdust með mannlífinu þar til eig- andinn hafði lokið við beygluna. Svona eiga hundar að vera! Víkverji elskar furðulegar uppákomur sem enginn veit hvernig á að taka á. Ekki var nokkurt tilefni til að vísa eiganda hinna veluppöldu hunda út svo þarna sátu þeir og nutu lífsins. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 krummi, 4 álút, 7 stygg, 8 gangi, 9 launung, 11 lögmætt, 13 sála, 14 odd- hvasst ísstykki, 15 gaffal, 17 glötuð, 20 lágvaxin, 22 ljós- færið, 23 blaði, 24 híma, 25 fugl. Lóðrétt | 1 í samræmi við, 2 kærleikshót, 3 nálægð, 4 skemmtun, 5 andvarinn, 6 hafna, 10 sigruðum, 12 kvendýr, 13 rödd, 15 ágjörn, 16 hjólaspelar, 18 fiskinn, 19 kjarklausa, 20 venda, 21 svanur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 kunngerir, 8 letur, 9 iðnar, 10 Rín, 11 norpa, 13 senna, 15 hollt, 18 frísk, 21 ell, 22 látum, 23 erill, 24 banastund. Lóðrétt: 2 urtur, 3 nýrra, 4 efins, 5 innan, 6 flón, 7 orka, 12 pól, 14 eir, 15 hola, 16 litla, 17 temja, 18 flest, 19 ísinn, 20 kúla. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 18. september 1939 Skömmtun hófst á brauði, korni, kaffi og sykri, skömmu eftir upphaf síðari heimsstyrj- aldarinnar. Mánaðarskammt- ur af kaffi var 250 grömm á mann. 18. september 1977 Jón L. Árnason, 16 ára menntaskólanemi, varð heims- meistari sveina í skák. Hann tapaði aðeins fyrir Garry Kasparov sem lenti í þriðja sæti. Jón varð stórmeistari ár- ið 1986. 18. september 1993 Landslið Íslands í handknatt- leik, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, varð í þriðja sæti á heimsmeistaramóti í Kaíró í Egyptalandi. Meðal leikmanna voru Ólafur Stefánsson og Sig- fús Sigurðsson. 18. september 2000 Lagt var hald á rúmlega fjór- tán þúsund e-töflur á Keflavík- urflugvelli, sem var meira en nokkru sinni áður. Töflurnar voru í fórum hollensks manns sem var á leið til Bandaríkj- anna. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… „Í fyrramálið [í dag] ætlum við að fara snemma af stað því að félagi okkar í ferðaþjónustunni á Vest- urlandi, Arngrímur Hermannsson, var að bjóða okkur að koma með sér á Langjökul,“ sagði Kjart- an Ragnarsson leikstjóri sem er 65 ára í dag. Um kvöldið ætla Kjartan og kona hans, Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, að hitta son Kjartans, Ragnar og fjölskyldu hans, í sumarbústað við Ferjubakka. Vetrardagskrá Landnámsseturs, þar sem Kjart- an starfar, er að fara af stað. Um næstu helgi verð- ur leikritið Hetja frumsýnt í Landnámssetrinu. Þetta er einleikur í flutningi Kára Viðarssonar, en verkið byggist á Bárðar sögu Snæfellsáss. Í byrjun október heldur Gunnar Þórðarson áfram með sýningu sem kallast Lífið og lögin. Í haust hefjast líka sýn- ingar að nýju á einleikjunum Brák og Mr. Skallagrímsson sem Bryn- hildur Guðjónsdóttir og Benedikt Erlingsson flytja. Kjartan sagði að búið hefði verið að gefa út að sýningum á þessum verkum væri lokið, en Brynhildur og Benedikt hefðu, eftir gott sumarfrí, áhuga á að sýna og fólk væri enn að spyrja um hvort framhald yrðu að þessum vinsælu sýningum. Áhuginn væri því enn fyrir hendi. egol@mbl.is Kjartan Ragnarsson leikstjóri 65 ára Stefnir á ferð á Langjökul  Þyrnir Hálf- dán Þyrnisson safnaði flösk- um og dósum í Mosfellsbæ og seldi. Hann færði Rauða krossinum andvirðið, 1.500 kr.  Agnes Björk Brynjarsdóttir og Ásdís Milla Magnúsdóttir máluðu steina og seldu í Garðabæ. Þær söfnuðu 8.043 kr. og gáfu Rauða krossi Íslands ágóðann. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þér finnst þú vera aðframkominn og vilt helst láta aðra um alla hluti. Leggðu þig heldur fram um að bæta samskiptin því mað- ur er manns gaman. (20. apríl - 20. maí)  Naut Einblíndu á hagnýt smáatriði í dag. Reyndu að aðskilja sjálfan þig frá því hvernig hlutverk þitt í sambandi við aðra er skilgreint. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Búðu þig undir eitthvað óvænt á heimilinu eða í fjölskyldunni. Reyndu að sýna þolinmæði og umburðarlyndi. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Gagnrýni frá vini þínum kemur þér úr jafnvægi og dregur úr sjálfstrausti. Uppbótin sem þú færð fyrir að hætta þér út í óvissuna felst í forfrömun og árangri. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þér finnst þú eiga gott skilið fyrir verk þín. Farðu þér hægt því tíminn vinnur með þér og ryður öllum hindrunum úr vegi. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú getur séð sjálfa/n þig í öðrum. Sér- stakar aðstæður verða til þess að varpa ljósi á dulda hæfileika þína. Gerðu það sem þú þarft til þess að gera þig sýnilegri. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú hefur raunhæfar hugmyndir um það hvernig þú getur gert umhverfi þitt meira að- laðandi. Frestaðu ónauðsynlegum innkaupum til morguns. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Gamla reglan um að tala ekki um trúarbrögð og stjórnmál í kurteis- issamræðum stendur enn. Fólk er upptekið af því að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það er til rétt aðferð til takast á við hlutina, og önnur rétt leið og enn önnur. Ertu að stefna að þínum markmiðum eða læturðu umhverfið hafa of mikil áhrif á þig? (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þig langar til að eyða deginum í draumalandi, en hagsýna hlutanum af þér finnst það tímaeyðsla. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Valdamikið fólk í vinnunni er ekki sammála þér í dag. Tengsl þín við yfirboðara batna til muna á næstunni. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Finnst þér þú vera að bíða eftir réttu manneskjunni til að leyfa þér að halda áfram upp á við? Þú getur hætt að bíða. Leitaðu á önnur mið því það er fullt af fiskum í sjónum. Stjörnuspá Sif Jónsdóttir, Laxamýri í Suð- ur-Þingeyjar- sýslu, verður fer- tug á morgun, 19. september. Í tilefni dagsins ætlar hún að fara í bíltúr með fjöl- skyldunni og verður því að heiman á afmælisdaginn. 40 ára Sudoku Frumstig 8 5 8 5 7 2 6 2 4 1 7 1 3 6 2 4 5 1 3 8 7 4 2 3 1 8 4 7 9 3 5 6 9 3 2 3 4 7 6 5 4 6 9 8 9 2 7 6 3 6 4 5 1 6 6 3 9 7 8 2 7 6 7 5 4 8 4 5 3 8 2 5 4 6 8 9 6 8 3 1 5 7 2 4 5 1 7 9 2 4 8 3 6 4 3 2 7 8 6 1 9 5 2 7 1 4 9 8 6 5 3 3 8 5 1 6 2 4 7 9 6 4 9 5 3 7 2 8 1 1 2 4 8 5 9 3 6 7 7 9 6 2 4 3 5 1 8 8 5 3 6 7 1 9 4 2 9 2 1 7 4 5 8 6 3 5 4 6 3 1 8 7 2 9 7 8 3 9 2 6 4 1 5 8 1 5 2 9 3 6 4 7 6 3 2 8 7 4 9 5 1 4 7 9 6 5 1 2 3 8 2 5 8 4 3 7 1 9 6 3 9 7 1 6 2 5 8 4 1 6 4 5 8 9 3 7 2 9 6 3 8 5 1 4 2 7 7 2 5 9 3 4 8 6 1 4 8 1 6 2 7 5 9 3 5 1 7 3 8 2 9 4 6 3 9 6 1 4 5 2 7 8 2 4 8 7 6 9 1 3 5 8 7 2 5 9 3 6 1 4 6 3 4 2 1 8 7 5 9 1 5 9 4 7 6 3 8 2 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 18. september, 261. dagur ársins 2010 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Be7 4. Bd3 c5 5. dxc5 Rf6 6. De2 O-O 7. Rgf3 Rfd7 8. Rb3 a5 9. a4 Ra6 10. Be3 dxe4 11. Bxe4 Rdxc5 12. Rxc5 Rxc5 13. Bxc5 Bxc5 14. O-O Ha6 15. Had1 Hd6 16. Hxd6 Dxd6 17. Hd1 Db6 18. b3 Hd8 19. Bd3 Dc7 20. g3 b6 21. Be4 Hxd1+ 22. Dxd1 Dd6 23. Dxd6 Bxd6 24. Rd4 f5 25. Bc6 e5 26. Rb5 Bc5 27. Bd5+ Kf8 28. Ra7 Bd7 29. Rc6 Bd6 30. c3 g5 31. b4 Bc7 32. f3 Kg7 33. Kf2 Kf6 34. Ke3 h5 35. Kd3 h4 36. Ke2 h3 37. Kf2 Be6 38. Bxe6 Kxe6 39. Ke3 Staðan kom upp á franska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu í Belfort. Emmanuel Bricard (2478) hafði svart gegn Hicham Hamdouchi (2600). 39… b5! 40. axb5 a4 41. Kd2 Kd7 42. c4 a3 43. Kc2 e4! 44. fxe4 fxe4 45. Rd4 Bxg3! 46. Rb3 Bxh2 47. Rc5+ Kc8 48. Rxe4 Be5 og hvítur gafst upp. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Framsýni. Norður ♠9854 ♥KG1074 ♦K102 ♣6 Vestur Austur ♠ÁD32 ♠G76 ♥-- ♥532 ♦G98 ♦ÁD53 ♣ÁK10754 ♣D93 Suður ♠K10 ♥ÁD986 ♦764 ♣G82 Suður spilar 4♥. Í sagnbaráttu er mikilvægt að horfa fram í tímann og spyrja sig: hver er lík- leg þróun? Lítum til vesturs. Suður opnar á 1♥. Hvað á vestur að segja? AV eru í hættu, NS utan. Spilið kom upp í sveitakeppni. Á öðru borðinu doblaði vestur og norður stökk í 4♥. Austur treysti sér ekki í dobl og vestur vildi ekki yfirmelda með öðru dobli eða skjóta blint á 5♣. Fyrir vikið fékk suður að fara hægt og hljótt þrjá niður í 4♥, ódobluðum. Gjafaprís. Vesturspilarinn á hinu borðinu meldaði af meiri framsýni. Hann sagði einfaldlega 2♣ við 1♥. Norður stökk líka í 4♥, austur sagði pass og suður einnig, en nú gat vestur með góðri samvisku doblað út á fjórlitinn í spaða. Austur valdi að breyta í 5♣, sem unn- ust með tveimur yfirslögum. Söfnun Flóðogfjara 18. september Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 3.04 2,8 9.22 1,5 15.44 3,2 22.06 1,3 6.59 19.45 Ísafjörður 5.26 1,5 11.30 0,8 17.46 1,8 7.03 19.52 Siglufjörður 1.09 0,5 7.58 1,1 13.16 0,7 19.31 1,2 6.46 19.35 Djúpivogur 6.02 0,8 12.56 1,8 19.06 0,9 6.29 19.15 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.