Ný saga - 01.01.1997, Síða 10

Ný saga - 01.01.1997, Síða 10
✓ Jón Olafsson ust evrópskir kommúnistaflokkar gegn sósíal- demókrötum af gífurlegu ofstæki. Sósíaldemó- kratar voru sagðir „höfuðstoð borgarastéttar- innar“ og jafnan nefndir „sósíalfasistar“. Stef- án og fylgismenn hans vildu mildari afstöðu.29 í Moskvu átti Stefán að gera grein fyrir sínum málum og endurskoða skoðanir sínar. Þegar til Moskvu kom skrifaði Stefán sjálfsgagnrýni að hætti bolsévika. Sjálfsgagnrýnin virðist ekki hafa þótt rista nógu djúpt og um vetur- inn var Stefán eggjaður til að bæta úr þessu.30 En Stefán virðist hafa þrjóskast við og að lokum vakið of mikla athygli á andstöðu sinni við Kominternlínuna. Hann gerðist of laus- máll við sænskan félaga, Tage Larson, og sagði honum meðal annars að Komintern væri að leggja flokk sinn í rúst og eina leiðin til bjargar væri að snúast gegn sambandinu. Larson klagaði hann til starfsmannadeildar Kominterns sem sneri sér óðara til Ottos Kuusinens, eins af leiðtogum sambandsins, og stakk upp á því að Stefán yrði sendur „í fram- leiðsluna“. Stefán virðist hinsvegar hafa verið orðinn var um sig þegar þetta gerðist. Það má ráða af orðalagi bréfs starfsmannastjóra Kominterns að hann hafi verið búinn að sækja um brottfararleyfi og verið farið að lengja eftir því. Skömmu síðar gaf hann sig fram við danska sendiráðið og fékk hjálp þess við að komast úr landi áður en ráðrúm gæfist til að handtaka hann.31 „Lenín, Stalín, Straumland”32 í persónulegum gögnum Andrésar Straum- lands er að finna merkar heimildir um námið á Lenínskólanum, því að Andrés varðveitti stílabækur sínar úr skólanum auk dagbóka og fjölritaðra kennslugagna. Miðað við það sem af þeim gögnum má ráða voru námsgreinarn- ar í ensku deildinni þessar: Grundvallarrit Lenínismans, Hvað ber að gera?, saga Komm- únistaflokks Rússlands, saga verkalýðshreyf- ingarinnar, díalektísk efnishyggja, söguleg efnishyggja, saga Kominterns. Það er athyglisvert að þótt Andrés væri við Lenínskólann eftir að Stalín náði undirtökun- um í rússneska kommúnistaflokknum og ein- angraði hægri andstöðuna svokölluðu, þá voru rit Búkharíns enn notuð við kennslu. Lesefnið var annars fyrst og fremst verk Leníns og klassísk rit marxismans og fyrir- rennara hans, svo sem Feuerbachs og Hegels.33 Greinilegt er að miklum tíma hefur verið varið í að greina og rökræða málefni líð- andi stundar og leiðbeina nemendunum við að komast að kórréttum niðurstöðum. Dagbækur Andrésar eru ekki síður merki- legar. Hann hóf að skrifa þá fyrri um það leyti sem ferðalagið til Moskvu hófst. Fyrstu dag- bókarfærslurnar eru fullar af eftirvæntingu og spenningi og hápunktur ferðarinnar að koma til Rússlands um finnsku landamærin: lítil brú, hvít Finnlandsmegin, en rauð Rússlandsmegin - vopnaðir hermenn gæta brúarinnar. Húrra! rússnesk grund, fasist- arnir að baki, kommúnistarnir - félagarnir framundan - inn í vagninn til okkar koma tveir rauðliðar. Við reynum að tala við þá - árangurslaust - þeir reykja hjá okkur sígar- ettur og hlæja - á næstu stöð fara þeir; þeir þrýsta hönd okkar og brosa er þeir kveðja. Við finnum að við erum komin meðal fé- laga.34 En því miður hætti Andrés dagbókarfærslun- um fáeinum dögum eftir að hann byrjaði í skólanum og byrjaði ekki aftur að skrifa dag- bók fyrr en um vorið þegar hann var sendur í kynnisferð um Norður-Rússland ásamt skóla- félögum sínum. Seinni dagbókin er gjörólík hinni fyrri. Þar lýsir Andrés því sem fyrir augu og eyru ber án nokkurra persónulegra vangaveltna og skrifar á ensku.35 f þessari dagbók segir frá fundum og sam- tölum við verkamenn og fulltrúa þeirra í verksmiðjum, flokks- og héraðsráðum. Lenínskólanemendurnir áttu að kynnast verkalýðsmálum og störfum og kjörum sov- éskra verkamanna „af eigin raun“. Ætlast var til að menn notuðu tækifærið og skrifuðu greinar meðan á ferðinni stóð til birtingar í flokksblöðum sínum og undirbyggju sig undir áróðursstörf heima fyrir, innan flokka sinna og í verkalýðshreyfingum. Eins og geta má nærri var ekki nóg að menn hefðu fengið til- hlýðilega skólun í kommúnískum fræðum, jafn mikilvægt var að þeir hefðu „rétta" mynd af því sem var að gerast í Sovétríkjunum. í heilan mánuð var dólað með hópinn á milli staða norður af Moskvu og endað í Ark- 8
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.