Ný saga - 01.01.1997, Page 15

Ný saga - 01.01.1997, Page 15
í læri hjá Komintern hætti - Lenínskólanum, var að þjálfa almenna flokksstarfsmenn. Þótt fáeinir norrænna kommúnistaleiðtoga hafi verið nemendur í Lenínskólanum, þá var algengara að leiðtog- arnir litu inn til að halda fyrirlestra eða kenna eða væru þar í einskonar rannsóknarleyfum. Það var ekki flokkselítan sem þurfti á mennt- un að halda heldur vinnumenn flokksins. Slíkt fólk þurfti að kunna að taka við fyrir- mælum, hafa reynslu af bolsévísku starfi og geta dregið réttar ályktanir. Síðast en ekki síst, þessir starfsmenn flokkanna þurftu að kunna aðferðir kommúnísks flokksstarfs, til dæmis þurftu menn að kunna „konspíra- sjón.“48 Konspírasjón er í stuttu máli listin að villa um fyrir andstæðingnum. Þetta varð mikilvæg tækni á seinni hluta þriðja áratugarins og á þeim fjórða, fyrst með því að flokksstarf í kommúnistaflokkum varð stöðugt leynilegra. Síðar, þegar línan breyttist og kommúnistar tóku að sækjast eftir samstarfi við aðra vinstriflokka, varð mikilvægt að kommúnísk- ur armur flokks eða samfylkingar kynni að villa um fyrir öðrum flokks- eða fylk- ingarörmum ef nauðsynlegt reyndist. Það má sjá merki konspirasjónar í Sósíalistatlokknum svo seint sem 1968. Þá trúði Einar Olgeirsson sovéska sendiherranum í Reykjavík fyrir því að nauðsynlegt hafi reynst að beita kon- spíratórískum aðferðum til að ekki spyrðist um fjárstuðning sovéska Kommúnistaflokks- ins við fyrirtæki sem var nátengt Sósíalista- flokknum.49 Þegar því er haldið fram að í flokksskólum rússneska Kommúnistaflokksins og Kom- interns á þriðja áratugnum hafi fyrst og fremst verið þjálfaðir njósnarar og undirróð- ursmenn er litið framhjá hinu augljósa. Vissu- lega þurftu Sovétríkin og þar með hin alþjóð- lega kommúnistahreyfing á njósnurum og undirróðursmönnum að halda, en þegar til lengri tíma var litið var þó mikilvægara að þjálfa sveitir dyggra flokksmanna sem þekktu réttan hugsunarhátt, starfsaðferðir og bolsé- vfskar venjur. Flokksskólanemarnir voru und- ii' ströngu eftirliti og þeir sem ekki stóðust kröfur voru lálnir fara. Slíkir nemcndur áttu sér yfirleitt ekki viðreisnar von í flokkum sín- um. Flinir sem tóku réttum framförum og sýndu þau viðhorf sem ætlast var til voru sendir til síns heima að námi loknu og flokk- um þeirra gefnar ábendingar um hvers kyns störf best væri að fá þeim. Á milli 20 og 30 félagar í Kommúnista- flokki íslands stunduðu nám í Moskvu á fjórða áratugnum. í þessari grein hef ég reynt að gera örlitla grein fyrir því hvað fólst í þessu námi. Enginn þeirra Islendinga sem luku ein- hverri hinna almennu námsbrauta Vesturhá- skólans og Lenínskólans urðu forystumenn í íslenskri vinstrihreyfingu en flestir störfuðu ötullega fyrir flokkinn til dauðadags. Og þótt ekki hafi borið mikið á þessu fólki, þá væri barnaskapur að gera lítið úr áhrifum þess á flokkstarf og þróun íslenskrar vinstrihreyfing- ar frá Kommúnistaflokki Islands til Alþýðu- bandalagsins. Tilvísanir 1 Komintern 495-177-15, bls. 25. Bréf Hendriks til G. Zinovievs þáverandi forseta Alþjóðasambands kommún- ista. Um það leyti sem Sovétríkin voru að liðast í sundur og einkum eftir að tilvist þeirra lauk var farið að leyfa út- lendingum að kynna sér sögulegar heimildir um Komm- únistaflokk Sovétríkjanna og Alþjóðasamband Komm- únista sem áður höfðu ýmist verið leynilegar, eða aðeins opnar tryggum og sovéthollunr flokksmönnum. Suntrin 1992, 1994, 1995 og 1996 átti höfundur þessarar greinar kost á að vinna um skeið í nokkrum þeirra skjalasafna sem geyma þessar heimildir í því skyni að safna efni í bók um tengsl íslenskra sósíalista við Kommúnistaflokk Sov- étríkjanna og Komintern. 1 þessari grein er einkurn stuðst við heimildir úr skjalasafni Komintcrns sent varð- veittar eru í fyrrurn Aðalskjalasafni Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, sem nú ber heitið Rússnesk miðstöð varð- veislu og rannsókna á heimildunr í nútímasögu (Rossiiskii Tsentr Khraneniia i Izucheniia Dokunientov Noveishei Istorii, RTsKhlDNI). Þessar heimildir eru á þýsku, rússnesku og Noröurlandamálum. Einnig er vísað til yngri heimilda úr Skjalasafni miðstjórnar Kommún- istaflokks Sovétríkjanna, sem nú ber heitið Miðstöð vörslu á samtímaheimildum (Tsentr khraneniia sovre- mennoi dokumentatsii, TsKhSD) og úr Skjalasafni utan- ríkisráðuneytis Rússlands. Allt efni í þessum tveimur síð- artöldu söfnum er á rússnesku. 2 Það fer ýmsurn sögurn af því við hverja þeir félagar töl- uðu á þessu þingi eða hvort þeir töluðu við nokkurn mann utan þeirra sem af einhverjum ástæðum slæddust inn á herbergi til þeirra, en þeirra á meðal var bandaríski Mynd 18. Andrés Straumland og Lilja Halblaub. Þau voru bæði á flokksskóla í Moskvu. Mynd 19. Eggert Þorbjarnarson heldur ræðu á útifundi. 13
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.