Ný saga - 01.01.1997, Side 27

Ný saga - 01.01.1997, Side 27
Landnámið eftir landnám að nýta nema gjöfulustu hlunnindin - lax- og silungsveiði, varp og fuglatekju, sel og kóp - þá hafa ekki endilega legið margar vinnu- stundir að baki hverjum málsverði sem aflað var. Sennilega bæði minni vinna og miklu til- breytingarríkari en seinna varð, þegar matar var aflað með þrálátu striti við heyskap, gegn- ingar og sjóróðra. Enda mun það gilda nokk- uð almennt allt fram til iðnbyltingar að land- búnaður hafi verið vinnufrekur miðað við vciðiskap eða aðra hlunnindanýtingu; hann hafði það hins vegar fram yfir að leyfa fastari byggð og margfaldan fólksfjölda. Þannig hef- ur aðdráttarafl íslands ekki aðeins fólgist í því að þar væri gott undir bú, heldur í því að ekki þyrfti að hlíta búskapnum einum. Sama sjón- armið hefur dreift frumbyggðinni um alla hluta landsins, og síðar laðað landnema frá Is- landi til Grænlands - og á Grænlandi frá Eystribyggð norður í Vestribyggð. Hins vegar sýna elstu fornleifar ekki annað en bændabyggð, svo að fólk hefur - bæði á ís- landi og Grænlandi - snemma lagt kapp á að koma upp búskap í samræmi við hefðir sínar, með mjólkurmat sem uppistöðu fæðunnar, korn til hátíðabrigða og hlunnindin meira sem búbót en aðalatvinnu. Má því telja víst að landnámsmenn hafi látið sínum litla bústofni fjölga nokkurn veginn eins og hann hafði náttúru til. En varla er ofætlað að fjölda bú- fjár megi að jafnaði tvöfalda á fimm árum.9 Tvöföldun á fimm árum myndi þýða hund- raðföldun á röskum þrjátíu árum. Augljós- lega þurfti það ekki að taka landnámsmenn nema fáeina áratugi að koma upp öllum þeim bústofni sem þeir kærðu sig um og réðu við. í gróðursæld landnámsaldar hafa frávill- ingar af sauðfé og geitfé sjálfsagt komist all- vel af utan mannabyggðar og myndað villi- hjarðir. Þær gátu kannski haft einhverja stað- bundna þýðingu fyrir landnám í einstaka af- skekktum byggðum. En um viðgang búfjár í landinu í heild hefur villiféð litlu breytt, enda hefur því vafalaust fjölgað miklu hægar en þeim bústofni sem naut aðhlynningar manns- ins. Ekki endilega af því að heyfóður og húsa- skjól hafi verið fénu lífsnauðsyn - þó að það væri að vísu betra en ekki. Heldur af því að sauðkindin, upprunnin í suðlægum fjallalönd- um, hefur náttúru til að bera alltof snemma á vorin fyrir íslenskar aðstæður. Viðgangur hennar er því mjög háður því að maðurinn hafi vit fyrir henni um fengitímann. Mynd 3. Upprekstrarlönd Brattahlíðarbænda. Eiriksfjörður og Búrfellið í baksýn. Þótt kolefnistímatal hafi vakið spenn- andi efasemdir um upphaf landnáms, er það gjóskulaga- tímatalið ásamt ískjarnarannsóknum á Grænlandi sem að svo stöddu ber tímatali landnáms- aldar Ijósast vitni. Þannig hefur aðdráttarafl Islands ekki aðeins fólgist í því að þar væri gott undir bú, heldur í þvi'að ekki þyrfti að hlíta búskapnum einum 25
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.