Ný saga - 01.01.1997, Síða 31

Ný saga - 01.01.1997, Síða 31
Landnámið eftir landnám mennur, tók bæði ættingja sína og skjólstæð- inga og annað fólk sem fegið vildi fá tækifæri til íslandsferðar. Sérstaklega karlmenn sem vanir voru sjóferðum - fornmönnum leið best á sjó með mikinn fjölda háseta, kannski eink- um til að geta ausið nógu ört í mikilli ágjöf - og þeir voru þá um leið vanir vopnaburði. Maður kom sem sagt til nýja landsins með fullar hendur fjár og dálítinn herflokk. Á þeim tvöfalda grundvelli mátti standa nokkuð keikur framan í landsmönnum sem fyrir voru. Fór fólk að koma sem farþegar? Nú er þar komið sögu að eitthvert samfé- lag var farið að skríða saman á íslandi sem hafði margvíslegar þarfir fyrir samband við umheiminn. Verslun var kannski ekki nauð- synleg, en mjög æskileg til að gera lífið fjöl- breyttara og líkara því sem menningararf- leifðin ætlaðist til. Meðan landrými var nóg hefur bændum haldist illa á vinnufólki og for- ráðamenn byggðarlaga haft áhuga á að fjölga skjólstæðingum sínum eða landsetum, þannig að menn hafa skynjað þörf fyrir innflutt fólk ekki siður en vörur. Nóg var af haffærum skipum sem eigendur hafa annaðhvort haft áhuga á að nýta eða verið tilbúnir að selja, leigja og lána. Menn hlutu líka að vita að í grannlöndunum, þar sem áhugi var á íslands- ferðum, var beinlínis eftirspurn eftir upplýs- ingum um ísland, um siglingaleiðina þangað, staðhætti þar og hinar síbreytilegu aðstæður í vaxandi byggðum landsins. Með einhverjum hætti hljóta þessar aðstæður að hafa kallað fram siglingar, ekki bara til íslands, heldur fram og til baka milli þess og grannlandanna. Einn hagkvæmur kostur hefur verið fyrir Islending (eða hóp íslendinga) að útvega sér skip, ferma það innlendum afurðum, halda því til Noregs eða Orkneyja, selja þar bæði farminn og hlut í skipinu, en kaupa fyrir and- virðið dýrar vörur sem ekki l'ylllu nema hluta skipsins á heimleiðinni. Kaupandinn að hin- um hluta skipsins væri á leið til íslands sem sjálfstæður innflytjandi með eigin leiðangur; samnýting á skipinu tryggði honum bæði leið- sögn yfir hafið og viss tengsl þegar til landsins kæmi. Þetta er annar möguleikinn. Hinn er sá að Islandsfarar hafi einfaldlega tekið farþega og látið þá borga fargjald. Veruleikinn hefur trú- lega verið einhver blanda af þessu tvennu, ákvörðuð af því hvort eftirspurn eftir íslands- ferðum kom fremur frá mönnum sem höfðu metnað og bolmagn til að gera út eigin leið- angra, eða almúgafólki sem setti markið lægra. Farþegar af þessu tagi hafa farið til ís- lands sem einstaklingar eða í smáhópum, haft með sér gjaldmiðil ef þeir gátu til að koma undir sig fótunum, en einnig má vera að fólk hafi varið aleigunni til fargjalds, stefnt á að ráða sig í vistir hjá bændum þegar til íslands kæmi og vonast til að komast þannig að ódýru jarðnæði þegar fram í sækti. Eða sem verslunarvara? Svo var auðvitað þriðji möguleikinn. Ef ís- landsfarar voru hvorki umsetnir af mektar- mönnum sem ólmir vildu kaupa skip þeirra til að gera út landnámsleiðangra til Islands, né af múgamönnum sem jafnólmir vildu kaupa sér far að kjötkötlum vinnumarkaðarins á ís- landi, þá hlutu þeir að sjá sér hag í að flytja inn vinnuaflið, sem vaxandi sveitabyggð ís- lands hungraði í, í forrni þræla. Þrælahald er eitt al' þeim lykilatriðum ís- Mynd 5. Fyrstu tímamótin í sögu Islands urðu þegar búfé var orðið svo margt í byggðum landsins að auð- veldara var fyrir inn- flytjendur að kaupa það en flytja með sér. Eðli landnáms- ins hlýtur að hafa gjörbreyst og inn- flytjendastraumur sennilega vaxið. Maður kom sem sagt til nýja landsins með fullar hendur fjár og dálítinn herflokk 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.