Ný saga - 01.01.1997, Side 36

Ný saga - 01.01.1997, Side 36
Helgi Skúli Kjartansson 5 Þessar hugleiðingar mínar eru að ýmsu leyti sprottnar af ritum Gunnars Karlssonar, meðal annars kennslubók- um hans um tímabilið sem ég hef lesið með kennaranem- um; auk þess á ég Gunnari að þakka athugasemdir við frumdrög þessarar greinar sem urðu tilefni til gagngerra breytinga. Helga Þorlákssyni á ég líka að þakka gagnleg- an yfirlestur. 6 Grein hans, „Uppruni íslenskra húsdýra", hefur birst þrívegis undir sama nafni en í ólfkum gerðum, síðast í er- indasafninu Um landnám á íslandi. Fjórtán erindi (Reykjavík, 1996), bls. 73-80, sem byggt er á ráðstefnu- fyrirlestrum frá 1990. Niðurstöður Stefáns eru hér lítt breyttar frá kafla hans í íslenskri þjóðmenningu I (Reykjavík, 1987), en að nokkru studdar rannsóknum með nýrri tækni. 7 Aðalrannsóknin er enn Margrét Hallsdóttir, Pollen Analytical Studies of Human Influence on Vegetation in Relation to the Landnám Tephra Layer in Southwest Iceland (Lund, 1987). í fyrrnefndu ritgerðasafni, Urn landnám á fslandi (bls. 123-34), birtir Margrét greinar- gott yfirlit yfir efnið með vísun til síðari rannsókna (einnig eftir 1990). Sjá jafnframt kafla í sama riti eftir Þóru Ellen Þórhallsdóttur. 8 Þetta er að vísu álitamál. Fornleifar, einkum skipsflök- in frá Skuldelev í víkingaskipasafninu í Hróarskeldu, staðfesta að knerrir voru komnir fram um 1000, og það mun vera algeng skoðun að þeir séu miklu eldri. Sjá ís- lensku alfrœðiorðabókina III (Reykjavík, 1990), bls. 512; „Landnámsmenn notuðu eingöngu knerri til íslandssigl- inga“. Fyrir þessu þekki ég ekki rök. Jafnvel þótt orðið knör kunni að vera ævagamalt er þar fyrir ekki Ijóst að það hafi alla tíð verið haft um sams konar skip. Sjá á hinn bóginn Cultural Atlas of the Viking World. Ritstj. James Graham-Campbell (Oxford, 1994), bls. 74-77, þar sem segir um Gaukstaðarskipið að slíka farkosti hafi norrænir menn væntanlega notað til að nema nýfundin lönd vestur í hafi. 9 Hugsum okkur kú, sem lifir í tíu ár, eignast kálf átta sinnum, þar af fjórar kvígur sem allar lifa. Og ekki er fjarri lagi að af þessum fjórum kvígum séu þær eldri bún- ar að bera samtals átta sinnum, þar af fjórum kvígukálf- um, svo að ættmóðirin hafi á áratug eignast átta dætur og dótturdætur. I þessu dæmi er ekki reiknað með áföllum eða óhöppum af neinu tagi. Látum þau skerða viðkom- una um helming að jafnaði; þá eykur kýrin kyn sitt svo að nemur ferföldun á tíu árum, tvöföldun á fimm árum. Sauðkindin hefur varla verið miklu frjósamari en naut- peningurinn ef fært var frá ánum og féð ekki fóðrað nema að lágmarki. Þá hafa ær ekki borið fyrr en tvævetr- ar og yfirleitt ekki nema einu lambi. Trúlega var líka meiri hætta á vanhöldum sauðfjár en nautpenings. 10 Um þetta samhengi hef ég fjallað nánar í stuttri grein, „Forn-Islendingar: iðnaðarþjóð", Vísbending. Vikurit um viðskipti og fjármál, 48. tölublað (20. desember 1996), bls. 21-23. 11 Þetta samhengi kemur fram fullmótað hjá Sigurði Nordal, íslenzk menning I (Reykjavík, 1942), einkum í kaflanum „Tildrög landnáms“. 12 Afhjúpuð af Olafi Halldórssyni, „Ætt Eiríks rauða", Gripla IV (1980), bls. 81-91. - Endurprentað í Grettis- fœrslu (Reykjavík, 1990). 12 Páll Theodórsson, „Aldursgreiningar með geislakoli. Takmarkanir og möguleikar“, Árbók Hins íslenzka forn- leifafélags 1991, bls. 59-76. - Sami höfundur, „Aldur landnáms og geislakolsgreiningar“, Skírnir 171 (vor 1997), bls. 92-110. - Samanber yfirlit Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar, „Kolefnisaldursgreiningar og íslensk fornleifafræði", Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1990, bls. 35-70, og andmæli Karls Grönvolds, „Öskulagati'ma- talið, geislakol, ískjarnar og aldur fornleifa", Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1994, bls. 163-84. - Árný E. Sveinbjörnsdóttir ritar almenna greinargerð um aðferð- ina í Um landnám á íslandi, en hún kemur einnig við sögu í ritgerðum Guðrúnar Larsen og Margrétar Halls- dóttur. 14 Páll Theodórsson, „Geislakolsgreining gjóskulaga og aldur landnámslagsins”, Náttúrufrœðingurinn 63 (3.-4. 1993), bls. 275-83, þetta atriði bls. 280-81. 15 Guðrún Larsen, „Gjóskutímatal og gjóskulög frá tíma norræns landnáms á íslandi", Um landnám á íslandi, bls. 81-106 (um landnámslagið á bls. 98-103). Greinin er aukin frá ráðstefnufyrirlestrinum og tekur mið af nýjustu rannsóknum. 16 Guðrún Larsen, „Gjóskutímatal og gjóskulög", bls. 98-99. - Páll Theódórsson, „Aldur landnáms og geisla- kolsgreiningar", bls. 107-8. - Margrét Hallsdóttir (Um landnám, bls. 132) fullyrðir það aðeins um kornrækt ná- lægt Reykjavík, sjá hins vegar myndrit hennar (bls. 128) sem sýnir einnig breytingar fyrir landnámslag í uppsveit- um Árnessýslu. Sjá einnig samantekt hennar í Pollen Analytical Studies, bls. 34. 17 Benedikt Gíslason frá Hofteigi, íslenda. Bók um forníslenzk frœði (Reykjavík, 1963), einkum bls. 148-57. Sjá til dæmis ummæli hans um „göfuga“ landnámsmenn: „Slíkt fólk hefur ekkert að gera í autt land og kemur þar heldur ekki“ (bls. 153). Um sögu og tortryggilegan upp- runa „írakenningarinnar" fjallar Gunnar Karlsson, „Viðhorf íslendinga til landnámsins", Um landnám á fs- landi, bls. 49-56. 18 Hér drep ég lauslega á svið mikilla rannsókna og leyfi mér því, eins og um fomleifarnar, að gera það án tilvís- ana. 34
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.