Ný saga - 01.01.1997, Síða 77

Ný saga - 01.01.1997, Síða 77
Konur og kvennarán á íslandi á 12. og 13. öld Helgu, dóttur Jóreiðar, hafi verið ein afleið- ing þessa máls. Grágás hefur mjög skýr og afdráttarlaus ákvæði um kvennarán. Ef kona var numin á brott var það skóggangssök fyrir þann sem skipulagði ránið og alla þá sem tóku þátt í því. Allar samvistir við ránsmennina vörðuðu fjörbaugsgarð.16 Eins og fram kemur í frá- sögnum af þessum sjö kvennaránum er ekki að sjá að farið hafi verið eftir þessum lagaá- kvæðum, enda vandasamt að koma lögum yfir goðana. í þau fáu skipti sem goðar voru dæmdir áttu þeir í höggi við voldugri goða sem notfærðu sér dómskerfið til að koma höggi á andstæðinga sína. Árið 1223 fékk til að mynda Snorri Sturluson Þorvald Vatns- firðing dæmdan skógarmann og „sekt fé hans allt ok goðorð".17 Sækjandinn varð sjálfur að hrinda dómnum í framkvæmd, og eins og sjá má af deilum þeirra Þorgils og Hafliða var ekki hlaupið að því. Eftir að Þorgils hafði ver- ið dærndur skógarmaður átti Hafliði lögum samkvæmt að heyja féránsdóm í Saurbæ. Þeg- ar Hafliða bar að garði með sína menn hafði Þorgils safnað saman sínum stuðningsmönn- um og hefði komið til átaka ef góðgjarnir nienn hefðu ekki borið klæði á vopnin. Rannsóknir annars staðar á Norðurlönd- um benda allar í þá átt að dánartíðni kvenna hafi verið hærri en karla. Meginástæður þessa eru að margar konur dóu af barnsförum og af völdum sjúkdóma; það voru fyrst og fremst konur sem önnuðust sjúka og lfkurnar á því að þær veiktust voru því meiri en hjá körl- um.'8 Engin ástæða er til að ætla að aðstæður hafi verið aðrar á íslandi. Á þjóðveldisöld voru konur því sennilega færri en karlar, og fyrir goðana var mikilvægt að stjórna þessari „auðlind“. Það vitnaði um völd þeirra og virðingu.1'' Goðarnir stjórnuðu oft og iðulega giftingum ættingja sinna, vina og fólks á valdasvæðum sínum. Að giftast ríkri konu var oft eini möguleikinn til fjár og frama. Þess vegna var mikilvægt fyrir goðana að hafa sem mesta og besta stjórn á hjónabandsmarkaðn- um. Þeir áttu þess þá kost að hygla vinum sínum og frændum með góðu kvonfangi og gátu þannig tryggt sér stuðning þcirra.20 Völd, virðing og auðlegð íslenskra höfð- ingja sést meðal annars á frillulífi þeirra. Jón Loftsson hafði frillu sína, Ragnheiði, í Odda, að konu sinni lifandi,21 Þorvaldur Vatnsfirð- ingur hafði, eins og frægt er orðið, tvær frillur hjá sér þegar ráðist var á hann í Vatnsfirði 1222.22 Sæmundi Jónssyni, voldugasta höfð- ingja landsins í upphafi 13. aldar, er lýst á eft- irfarandi hátt: Sæmundr þótti göfgastr maðr á íslandi í þenna tíma. Hann hafði í Odda rausnarbú mikit, en átti mörg bú önnur. Eigi var Sæmundr eiginkvæntr . . . Þau váru elzt barna Sæmundar Margrét . . . ok Páll . . . Sæmundr átti dóttur, er Sólveig hét, ok var Valgerðr, dóttir Jóns Loðmundarsonar, móðir hennar. Hon varðveitti bú at Keld- um . . . Vilhjálmr ok Haraldr, Andréas ok Filippus váru synir Sæmundar. Yngvildr Eindriðadóttir var móðir þeira, - [hon varðveitti bú]. Hálfdan ok Björn ok Helga váru sér um móður. Þorbjörg hét þeira móðir, [rangæsk kona]. Öll váru börn hans fríð ok vel mennt.23 Göfgi Sæmundar fólst meðal annars í því að hann átti börn með fjórum konum og hefur Grágás hefur mjög skýr og afdráttarlaus ákvæði um kvennarán. Ef kona var numin á brott var það skóg- gangssök fyrir þann sem skipulagði ránið og alla þá sem tóku þátt í því
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.