Morgunblaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.04.2011, Blaðsíða 36
Ólögmætir vextir á Icesave-kröfum – og allar eignir ríkisins undir? Með Icesave-III er tekin hrikaleg áhætta, það hafa hagfræð- ingar á borð við Gunnar Tómasson, Jón Helga Egilsson og Ólaf Ísleifsson sýnt fram á og Reim- ar Pétursson hrl. fært lagaleg rök fyrir. Hér verður ekki farið yfir meginrök máls, held- ur tvö þungvæg atriði sem hafa vart komizt í umræðuna, enda ekki nema tveir dagar síðan upplýst var um annað þeirra. 3,3% vextir brezka hlutans á Ice- save-kröfunni eru brot á jafnræð- isreglum EES-samningsins: Fyrir utan að höfuðstólskrafan á hendur ísl. skattborgurum er ólögvarin (og óheimil skv. ESB-tilskipun 94/19/ EC, að sögn norsks prófessors í þjóðréttarfræði, Peters Ørebech, sjá thjodarheidur.blog.is/blog/ thjodarheidur/entry/1087872/), er Íslendingum mismunað freklega með kröfu um 3,3% vexti, þar sem brezk stjórnvöld veittu eigin trygg- ingasjóði margfalt hagstæðara lán. 31.12. 2008 sendi fjármálaeft- irlitið brezka (FSA) bönkum bréf vegna tryggingaiðgjalda (fsa.gov.uk/pubs/other/fscs_le- vies.pdf). Þar kemur fram að FSCS, tryggingasjóður innistæðu- eigenda í Bretlandi, muni fjár- magna kostnað sinn með lánum frá HM Treasury (brezka ríkis- sjóðnum) á afar hagstæðum kjör- um, á LIBOR-vöxtum auk 30 punkta álags (0,3%). Lánin eru af- borganalaus fyrstu þrjú árin (mgr. 16), vextirnir greiddir í 6 mánaða skömmtum (mgr. 17). LIBOR- vextir voru 2,38% í des. 2008 og 1,9% í jan. 2009, en hafa hríðlækk- að, eru nú 0,78%. Skv. þessu var lán brezka ríkissjóðsins til FSCS á 2,2% vöxtum í upphafi, en nú 1,1%. Þetta sýnir okkur, að hagfræð- ingurinn dr. Daniel Gros hafði rétt fyrir sér að 5,55% vextir á „lán“ til Tryggingasjóðs innstæðueigenda (TIF) og (!) til ríkissjóðs okkar væru gersamlega ólöglegir, eins og raunar 3,3% vextirnir á Icesave-III eru líka. (Sjá um þær Gros- uppljóstranir í nóv. 2009: ’Enn um Icesave- vexti: Í yfirgangi sín- um brjóta Bretar lög um jafnræði í EES: snuða okkur um (185 til) 270 milljarða fyrstu sjö árin!’ = krist.blog.is/blog/krist/ entry/983418/ og hér: ’Það skeikar hundr- uðum milljarða í Ice- save-vaxtaútreikn- ingum fjármálaráðherrans!’ = krist.blog.is/blog/krist/ entry/983941/). Fjármálaráðherra og samninga- nefndin hafa þannig stöðugt hlunn- farið þjóðina – ekki staðið vörð um rétt okkar í þessu frekar en öðru! Lárus Blöndal hefur heldur ekki staðið vörð um rétt TIF til að borga í ísl. krónum (9. gr. laga nr. 98/1999: „Ávallt skal heimilt að endurgreiða andvirði innstæðu, verðbréfa eða reiðufjár í íslenskum krónum, óháð því hvort það hefur í öndverðu verið í annarri mynt.“) Aukist greiðslukrafan á hendur íslenzka ríkinu umfram þá 60 millj- arða, sem nú (eftir 4-5% gengissig frá áramótum) er reiknað með út frá fallvöltum forsendum skila- nefndar bankans, geta þessir 2,2% umframvextir, auk gengisáhættu, orðið meðvirkir í að búa til hrika- legan spíral gegn okkur í hundraða milljarða reikningi. Til hliðsjónar má hafa frétt í Mbl. 29/3 sl., „Milljarða hagnaður Breta og Hollendinga“. Þar kemur fram, að Br. & H. „hafa nú þegar hagnast um rúma 20 milljarða kr. á Icesave-samkomulaginu,“ – þeir hafi „fjármagnað sinn kostnað með „rúllandi“ útgáfu þriggja mánaða ríkisvíxla [og] vaxtakostnaður þeirra frá okt. 2008 til dagsins í dag numið um 10,8 milljörðum króna“ en „áfallinn vaxtakostnaður TIF og þar með ísl. ríkisins á sama tíma nemur hins vegar um 31,6 milljörðum króna. Mismunurinn er því um 20,8 milljarðar króna,“ þ.e. vaxtagróði Br. & H. bara á þessu tímabili! Allar ríkiseignir að veði? Ísl. ríkið afsalar sér friðhelg- isrétti eigna sinna í ákvæði (’waiver of sovereign immunity’) í Icesave- III eins og í fyrri samningum. Seint í ferlinu var íhugað að hafa undantekningar frá þessu, enda höfðu þingmenn o.fl. gert kröfu í þá átt. Í des. 2010, er samning- urinn hafði verið tölvuprentaður, var loksins skrifað inn ákvæði um að undanskilja þessar ríkiseignir: náttúruauðlindir, Seðlabankann og þær stofnanir ríkisins sem það þurfi á að halda til að starfa sem fullvalda. Þetta var gert með þeim hætti sem sérfræðingurinn Lárus Jóns- son telur (Mbl. 7. þ.m. bls. 16) að myndi ekki halda gagnvart dóm- stólum, einkum þegar dæmt er að enskum lögum (skv. Icesave-III- samningnum) í hollenzkum dóm- stóli sem heldur sitt dómþing í Englandi. Undantekningar-ákvæðið var krotað inn á eitt eintak samn- ingsins án þess að samningarnefnd- armenn vottuðu það sem sitt ákvæði, en réttarhefð Breta er þannig að gerðar eru stífar kröfur um að allt, sem á sé byggt í samn- ingum, sé tryggilega vottfest, á öðru er ekki tekið mark. Lárus reyndi ítrekað að fá svör fjármálaráðuneytisins íslenzka og hins brezka til að fá staðfest, hvort gögn um þetta mál, sem birt eru á vefsíðu ráðuneytisins, séu „frumrit af þeim gögnum sem verða und- irrituð ef frumvarpið verður sam- þykkt í þjóðaratkvæði.“ Engin svör fékk hann, í 3 vikur, þrátt fyrir ítrekanir til ráðuneytisins, að því beri að svara erindi hans innan 7 daga skv. upplýsingalögum. Engin svör hefur hann fengið frá brezka ráðuneytinu! Þetta mál er í algeru uppnámi. Allar eignir ríkisins gætu verið hér að veði, þ.m.t. vatns- og jarð- hitaréttindi, fasteignir og jarðir ríkisins. Höfnum Icesave! Eftir Jón Val Jensson Jón Valur Jensson » Bretar brjóta gegn reglum EES um mismunun – vextirnir þrefalt of háir Höf. er guðfræðingur, prófarkalesari, form. Þjóðarheiðurs – samtaka gegn Icesave og félagi í Samstöðu þjóðar gegn Icesave. 36 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRÍL 2011 Formaður og vara- formaður Vinstri grænna hafa sent flokksfélögum Vinstri grænna það dap- urlega ákall að þeir samþykki að þjóðin taki á sig Icesave- samninginn, þetta óupplýsta bankarán upp á mörg hundruð þúsund milljónir. Þar biðja þau okkur félaga sína að samþykkja að þeir peningar sem við sættumst á að inna af hendi til að standa und- ir velferð okkar fari að stórum hluta í það háskalega fordæmi að áföllum af ábyrgðarlausri fjár- málastarfsemi sé velt yfir á al- menning. Að öðrum kosti sé áformum okkar um uppbyggingu velferðarþjóðfélags stefnt í voða því framtíð okkar byggist á sam- þykkt þessa máls. Það þarf yfirburðavitsmuni til að koma því heim og saman þann- ig að venjulegt fólk trúi því að þjóðin bjargi fjárhag sínum með því að taka á sig svimandi háar og ólögmætar skuldakröfur, hvað þá að hún leggi með því póli- tískan grunn að framtíð sinni. Að Icesave-samningurinn sé orðinn að óskabarni þjóðarinnar. Óstöð- ugleiki í fjármálum blasir við nán- ast hvert sem litið er. Ástand markaða í heimunum getur því breyst á svipstundu og aðstæður okkar Íslendinga einnig. Að sam- þykkja Icesave-málið er því ekki einungis röng pólitík, það er stór- fellt hættuspil þegar haft er í huga að heilu hagkerfunum í kringum okkur er meira og minna haldið uppi af handafli og geta snarsnúist og hrunið fyr- irvaralaust. Margnefnt þrotabú Landsbankans getur því fyr- irvaralaust orðið verðlaust og gjaldeyristekjur okkar hrunið. Að samþykkja samninginn við þessar aðstæður er því fullkomið glap- ræði. Að samþykkja samninginn í því skyni að greiða okkur leið að auknu erlendu fjármagni er þó háskalegra en allt annað og til þess eins að festa okkur í lánadrif- inn, falskan sýndarveruleika sem við höfum fyrir löngu fengið nóg af, á ekkert skylt við sjálfbæra hagstjórn og íþyngir velferð okk- ar. Við skulum því ekki hika við að fella Icesave-samninginn, með því komumst við á upphafsreit í því máli og við skulum síðan krefjast þess að það verði krufið og að fullu upplýst. Að semja um þetta mál áður en það hefur verið gert kemur ekki til greina. Það má aldrei gerast. Segjum nei. Eftir Ámunda Loftsson » Að sam-þykkja Ice- save-málið er ekki einungis röng pólitík, það er stórfellt hættuspil. Ámundi Loftsson Höfundur er verktaki og fyrrverandi sjómaður og bóndi. Neyðarkallið Erindi: Íslandsljóð Sjá, yfir lög og láð autt og vanrækt horfir himinsólin. Hér er víst, þó löng sé nótt um jólin, fleira að vinna en vefa og spinna, vel ef að er gáð. Sofið er til fárs og fremstu nauða. Flý þó ei. Þú svafst þig ei til dauða. Þeim, sem vilja vakna og skilja, vaxa þúsund ráð. Höfundur Einar Benediktsson Kæru Íslendingar og þingmenn. Nú er alveg farið að ganga fram af öldnum borgara þessa lands sem man tím- ana tvenna, man eftir kreppum og skömmt- unum eftir- stríðsáranna, verð- bólgu og öllu því sem henni tilheyrir. Nú orðið er ég ekki mikið fyrir að lesa fréttir í blöðum því þær eru farnar að valda mér óþægindum og leiðindum eftir sjálftöku stórglæpamanna á Ís- landi. Það veldur mér hryggð að ekkert er gert við þessa forkólfa sem stjórnuðu þessu, stálu og sól- unduðu fé landsmanna og sparifé ellilífeyrisþega, lífeyrissjóðum og öðru því sem saklausir borgarar þessa lands höfðu safnað með striti og svita. Nú er svo komið að við erum farin að veðsetja okkur, börnin okkar og barnabörnin er- lendis fyrir þessum skuldum sem þessir menn stóðu fyrir. Ef þetta er ekki sala til ánauðar og þræla- halds þá veit ég ekki hvað nútíma- þrælahald er. Ekki nóg með það, heldur er búið og verið að ganga að heimilum einstaklinga, sundra fjölskyldum fyrir þessar sömu glæpastofnanir til að viðhalda þeim og varðveita. Ég hef spurt sjálfan mig en ekki fengið svar, hvers vegna er verið að bjarga þessum bönkum og fjárglæframönnum sem áttu allan þátt í þessum glæpa- samkundum. Þarna situr sama fólkið sem olli þessu og ef ekki þá hefur það verið flutt til með stöðu- hækkunum innan sama glæpa- hrings því bankar og fjár- málastofnanir eiga allt. Ég settist niður með kunningja mínum, við vorum að ræða heimsmálin og meðal annars þræla- hald á Íslandi. Talið barst að þessum 63 þingmönnum sem sitja við Austurvöll. Ég bað kunningja minn að nefna mér þá þingmenn sem treyst- andi væri fyrir þjóð- ina og gætu tekið við þrotabúinu Íslandi. Það var ekki einn ein- asta að finna og fór- um við yfir þá alla 63. Þá var næsta að finna þá sem þá sem næstir kæmu til álita og dugði fingur annarrar handar til að telja þá. Vesalingar við Austur- völl hafa aldrei verið fleiri en eru í dag frá stofnun lýðveldisins. Mest eru þetta kjaftaskar og skrumarar sem þjóðin hefur kosið. Þeir halda að þeir séu hafnir yfir almenning í landinu og séu einhverskonar sjálfstætt þjóðarbrot eða sjálfstæð eining og skilja ekki í hvers um- boði þeir eru þarna. Ég vil leggja til að þessu fólki verði gefið frí og sent heim á atvinnuleysisbótum sem það getur lifað á eins og það ætlar öðrum að gera. Við getum ráðið í staðinn fólk sem hefur vit og þor til að stjórna þessu landi. Kæru landsmenn, nú er komið að því að þið getið bjargað þjóð- inni frá þrælahaldi og vonandi sent þetta fólk sem vill setja ykk- ur, börnin og barnabörnin í þræla- hald heim. Kjósið því rétt og segið nei við þrælahaldi. Kæru Íslendingar og þingmenn Eftir Sigurð Ben Jóhannsson »Kæru landsmenn, nú er komið að því að þið getið bjargað þjóð- inni frá þrælahaldi. Kjósið því rétt og segið nei við þrælahaldi. Sigurður Ben Jóhannsson Höfundur er ellilífeyrisþegi. Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Vöggusæng ur Vöggusett Póstsendum - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.