Morgunblaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2011 Vélmenni setja saman bifreiðar í verksmiðju íranska framleiðandans Khodro í Teheran. Ólíkt öðrum ríkjum í Mið-Austurlöndum hafa írönsk stjórnvöld lagt mikla áherslu á að byggja upp bifreiðaframleiðslu. Um 1,6 milljónir bifreiða voru framleiddar í Íran í fyrra og var um helmingur þeirra framleiddur í verksmiðjum Khodro. Um 10% framleiðslunnar eru flutt út á erlenda markaði. Ekki er útilokað að íranskir bílar sjáist á þjóðvegum landsins á næstu árum. Sem kunnugt er reyndu íslensk stjórnvöld veturinn að 2008 að efla samband sitt við klerkastjórnina í Teheran. Eftir fund fulltrúa utanrík- isráðuneytisins með Manouchehr Mottaki, þáverandi ut- anríkisráðherra Írans, í Teheran í mars 2008 sagði ráð- herrann meðal annars í fjölmiðlum að ríkin tvö gætu eflt samstarf sitt á sviði bílaframleiðslu og stíflugerðar. Komast kaggar klerkastjórnar- innar alla leið til Íslands? Reuters STUTTAR FRÉTTIR ... ● Greiningardeild Arion banka telur að lífeyrissjóðir landsins hafi verið stærstu kaupendur í gjaldeyrisútboði Seðla- banka Íslands sem lauk fyrr í vikunni. Umframeftirspurn var í útboðinu en tekið var tilboðum fyrir 61,7 milljónir evra (13 milljarða króna) en heildar- tilboð námu um 71,8 milljónum evra. Seðlabankinn bauðst í útboðinu til að kaupa gjaldeyri fyrir krónur í formi langs verðtryggðs ríkisskuldabréfs (binditími 5 ár) sem fellur vel að fjár- festingarstefnu lífeyrissjóðanna, segir í Markaðspunktum greiningardeildar Ar- ion banka. Seðlabankinn hefur horft til erlendra eigna lífeyrissjóðanna sem hluta af lausninni á umtöluðum afla- ndskrónuvanda, segir í Markaðs- punktum. „Erlendir fjárfestar sem hafa verið í fjárfestingum hér á landi hafa haft lít- inn áhuga á löngum verðtryggðum rík- isbréfum enn sem komið er og því ólík- legt að þeir hafi verið umsvifamiklir þátttakendur í þessu útboði. Ef fram- hald verður á útboðunum má spyrja sig hvort það sé æskilegt og eðlilegt að líf- eyrissjóðirnir noti erlendar eignir sínar til að losa um aðþrengda fjárfesta,“ segir í Markaðspunktum greiningar- deildarinnar. Lífeyrissjóðir stærstir Jarðvinnslufyrirtækið Björgun ehf. hefur verið selt óstofnuðu einka- hlutafélagi í eigu hóps fjárfesta. Seljandinn er Landsbankinn, en þau fyrirtæki sem kaupa eru Harð- bakur ehf., sem er í eigu Þorsteins Vilhelmssonar, Jarðefnaiðnaður ehf. í Þorlákshöfn sem er í eigu nokk- urra hluthafa, Suðurverk ehf., og Sveinbjörn Runólfsson. Söluverð er 306 milljónir króna, en salan er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Björgun hefur ekki skilað inn ársreikningi fyrir síðasta ár. En samkvæmt uppgjöri ársins 2009 tapaði félagið þá um 231 milljón króna. Eignir félagsins eru skráðar um 2,2 milljarðar króna, en heild- arskuldir nema um 1,1 milljarði. At- hygli vekur að hlutfall skammtíma- skulda af heildarskuldum er hátt, en skammtímaskuldir fyrirtækisins í árslok 2009 námu tæplega 800 milljónum króna. Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að markmið nýrra eigenda sé að halda rekstri félagsins óbreyttum. Björgun var stofnuð árið 1952, en Landsbankinn tók félagið yfir í september 2010. thg@mbl.is Landsbankinn lýk- ur sölu á Björgun  Greiða 306 milljónir fyrir allt hlutafé Björgun Hafnardýpkun er meðal þeirra sviða sem Björgun starfar á. ● Hagvöxtur í Tyrklandi fyrstu þrjá mánuði ársins var 11% á ársgrundvelli. Hagvöxturinn miðað við fjórðunginn á undan nam 1,4%. Það var fyrst og fremst einkaneysla sem stóð undir þessum mikla hagvexti og vekur það spurningar um hvort óhefðbundin leið seðlabanka landsins til að slá á þensl- una sé að skila árangri. Seðlabanki landsins hefur ekki hækkað vexti þrátt fyrir þenslumerki sökum ótta við að fjármagnsinnflæði styrki gjaldmiðil landsins um of. Í stað þess hefur hann beitt úrræðum til að takmarka útlán banka. 11% hagvöxtur í Tyrk- landi á fyrsta fjórðungi FRÉTTASKÝRING Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Byggingarvörumarkaðurinn hefur ekkert batnað síðustu misseri og ár að því er forstjórar tveggja stærstu byggingarvöruverslana landsins segja. Sigurður Arnar Sigurðsson, for- stjóri Húsasmiðjunnar, segir að botninum sé ekki náð á byggingar- vörumarkaðnum almennt, þótt ein- stakir hlutar hans sýni ef til vill ein- hvern vöxt. „Markaðurinn hefur breyst á þá lund að viðskiptavinir okkar eru smærri og fleiri. Það eru engar stórframkvæmdir í gangi og því eru stærri sölur hjá okkur horfn- ar. Sala til einstaklinga hefur aftur á móti aukist.“ Sigurður segir að nú þegar staða einstaklinga gagnvart bönkum hefur skýrst – þ.e. fólk veit hvort það á íbúðina sem það býr í eða ekki – þá hafi það tekið við sér. „Þegar fólk veit að það á húsnæðið hefur það far- ið í viðhald eða breytingar. Þá hafa einhverjir fjárfestar farið í að kaupa íbúðir og blokkir til að klára eða gera upp, en þetta eru allt smærri sölur. Það vantar stóru sölurnar og stóru verkin sem skipta höfuðmáli fyrir markaðinn. Þegar maður horfir yfir markaðinn í heild hefur hann ekki náð botninum ennþá þótt einstakir hlutar hans hafi batnað eitthvað.“ Markaðurinn ennþá slæmur Sigurður segir vanta annaðhvort opinberar framkvæmdir eða einka- framkvæmdir þar sem liðkað er fyrir um fjármögn- un. „Bankarn- ir eru vel stæðir með lausafé og gætu lagt sitt af mörkum til að koma hjólunum aftur í gang,“ seg- ir hann. Það er til merkis um erfiðleika byggingarvöruiðnaðarins að BYKO greindi í vikunni frá því að ákveðið hefði verið að loka verslun BYKO í Kauptúni í Garðabæ og segja upp ríflega 20 starsfmönnum. „Markað- urinn er ennþá slæmur,“ segir nýr forstjóri BYKO, Guðmundur H. Jónsson. „Hlutfallslega hefur verk- takamarkaðurinn dregist meira saman en einstaklingsmarkaðurinn heldur sér eitthvað betur. Við sjáum ekki fyrir okkur vöxt í þessum geira. Þó fer það allt eftir aðstæðum í efna- hagslífinu. Batni þær getur þetta farið hratt af stað en miðað við óbreyttar aðstæður sé ég ekki fram á uppgang í geiranum,“ segir Guð- mundur. Hann segir að áfram verði leitað leiða til að hagræða í rekstri fyrirtækisins en engar ákvarðanir hafi verið teknar um frekari lokanir eða uppsagnir. Stóru sölurnar vantar  Forstjórar stærstu byggingarvöruverslananna sammála um að markaðurinn sé ennþá afar slæmur  Skortur á stórum byggingarframkvæmdum stærsta atriðið Aðeins fimm ríki sem eiga aðild að Efnahags- og framfarastofn- uninni (OECD) þurfa að taka til meira í ríkisfjár- málum sínum en það íslenska. Samkvæmt töflu sem breska tíma- ritið The Eco- nomist birtir, og er byggð á gögnum OECD) þarf frumjöfnuður ríkisins, – það er jöfnuður tekna og gjalda að fjármagnstekjum og -gjöldum und- anskildum, að batna sem nemur 13% af landsframleiðslu ef skuldastaða ríkisins á að komast í 60% af lands- framleiðslu árið 2026. Aðeins Japan, Bandaríkin, Írland, Grikkland og Bretland þurfa að bæta frumjöfnuð meir en íslensk stjórnvöld á þessu tímabili. Grikkland er í fjórða sæti og frumjöfnuðurinn þarf að skána um 16%. Í þessu samhengi má geta að áætlanir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gera ráð fyrir að hlutfall skulda hins opinbera af landsframleiðslu hér á landi verði komið í 70% árið 2016. ornarnar@mbl.is Steingrímur J. Sigfússon Mikil til- tekt fram- undan  Frumjöfnuður þarf að batna um 13% af VLF Helsta ástæða aukinnar verð- bólgu á Íslandi er hækkun á hrá- vöru- og olíuverði á heimsmarkaði. Kjarnaverðbólga mælist hins vegar nálægt markmiði. Þetta kemur fram í grein- argerð sem Seðlabanki Íslands hefur sent við- skiptaráðherra, vegna þess að bank- anum hefur ekki tekist að halda verðbólgu innan vikmarka verð- bólgumarkmiðs. thg@mbl.is Olíuverð ýtir upp verðbólgu Már Guðmundsson, seðlabankastjóri                                           !"# $% " &'( )* '$* ++,-.. +/.-0/ ++/-++ ..-+12 .+-.13 +/-4.3 +20-/2 +-,+3/ +/.-0/ +01-.0 ++,-,3 +/2-+. ++/-,0 ..-.+/ .+-2.. +/-4/. +25-.+ +-,., +/2-.. +01-5. ..4-45.3 ++,-50 +/2-10 ++/-/+ ..-./2 .+-2/1 +/-+21 +25-13 +-,./. +/2-50 +00-+/ Í vikunni laust BYKO og Húsa- smiðjunni saman eftir frétta- tilkynningu fyrrnefnda fyrirtæk- isins. Þar sagði að ein af ástæðum lokunar verslunar- innar í Kópavogi væri breytt samkeppnisstaða vegna af- skrifta skulda og yfirtöku banka á einum keppinautnum. Húsasmiðjan tók þetta til sín og sendi frá sér tilkynningu þar sem sagði að fyrirtækið hefði gengið í gegnum mikla hagræðingu og nið- urskurð og að það hefði ekki fengið krónu frá núverandi eiganda. Laust saman DEILUR FYRIRTÆKJANNA Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.