Morgunblaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2011 reykjavik.is FEGURRI MIÐBORG OPIN HÚS Í AUSTURSTRÆTI 22 OG LÆKJARGÖTU 2 Á milli kl. 15 – 18 í dag – Eflum miðborgina saman! Reykjavíkurborg hefur lokið framkvæmdum við endurbyggingu húsanna við Austurstræti 22 og Lækjargötu 2. Margvísleg starfsemi mun fara fram í þessum glæsilegu húsum sem setja mikinn svip á miðborgina og hafa rekstraraðilar þegar hafið framsækna starfsemi í húsunum. Af þessu tilefni og vegna opnunar göngugötunnar í Austurstræti er almenningi boðið að skoða húsin á milli kl. 15 – 18 í dag, föstudaginn 1. júlí. Göngugatan á Laugavegi, frá Vatnsstíg að Skólavörðustíg, verður einnig opnuð í dag. Nú stendur á Hellu landsmót ís- lenskra harmonikuunnenda í boði Harmonikufélags Rangæinga og lýkur annað kvöld. Norski harmonikuleikarinn Øivind Farmen verður gestur á lands- mótinu og leikur fjölbreytta harm- onikutónlist á tónleikum mótsins. Øi- vind hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir harmonikuleik sinn, þar á með- al fyrstu verðlaun á heimsmóti harmonikuleikara 1996. Einnig koma gestir frá Vestfold torader- klubb í tilefni 30 ára starfsafmælis klúbbsins. Þeir spila á tvöfaldar harmonikur og munu spila bæði á tónleikum og fyrir dansi. Unglinga- tónleikar verða á laugardag og ung- lingaskemmtun á Hellu í kvöld, en spilað verður og dansað víðs vegar á Hellu í kvöld og stórdansleikur verð- ur síðan í íþróttahúsinu á laug- ardagskvöld. Í dag og í kvöld skemmta Harm- onikufélag Reykjavíkur, Harm- onikufélag Selfoss, Harmonikuunn- endur Vesturlands, Harmoniku- félagið Nikkólína, Harmonikufélag Héraðsbúa, Félag harmonikuunn- enda Reykjavík og Vestfold Tor- aderklubb. Á morgun láta í sér heyra Félag harmonikuunnenda við Eyja- fjörð, Harmonikufélag Vestfjarða og Öivind Farmen að ógleymdum dans- leiknum í íþróttahúsinu. Landsmót harmoniku- unnenda Nikkari Øivind Farmen er meðal gesta á landsmótinu á Hellu.  Í boði Harmoniku- félags Rangæinga Í sumar taka Safnasafnið á Svalbarðsströnd og Listasafnið á Akureyri saman höndum í verk- efninu „safn í safni“ en það byggist á því að sýna hluti úr safneign eins safns í öðru safni og varpa þannig ljósi á menningar- söguleg tengsl safnanna. Safnasafn- ið sýnir nú verk Katrínar Jósefs- dóttur (Kötu saumakonu) sem eru í eigu Akureyrarbæjar og laugardag- inn 2. júlí opnar Listasafnið á Ak- ureyri sýningu sem ber heitið Hringheimar og samanstendur með- al annars af fjölmörgum verkum úr safneign Safnasafnsins sem skipt hefur verið upp í fimm smærri sýn- ingar. Sýningarstjórar eru Harpa Björnsdóttir og Níels Hafstein. Safnasafnið var stofnað 1995 af Magnhildi Sigurðardóttur og Níelsi Hafstein, í gamla Þinghúsinu á Sval- barðsströnd við Eyjafjörð, en síðan hefur það stækkað umtalsvert. Í Safnasafninu má sjá verk eftir sjálf- lærða alþýðulistamenn jafnt og framsækna nútímalistamenn, börn sem fullorðna – þar má finna mál- verk, skúlptúra, útsaum, teikningar, líkön, minjagripi, brúður, verkfæri og leikföng. Hringheimar Verk eftir Jan Voss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.