Morgunblaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 34
34 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2011 Sudoku Frumstig 7 2 5 4 9 6 6 8 7 5 4 7 6 2 1 5 9 9 8 5 4 1 2 8 5 2 9 8 4 3 3 6 5 6 7 3 8 5 8 2 3 9 4 7 4 6 2 2 8 3 4 5 6 7 2 5 7 2 5 1 4 6 3 7 1 2 5 8 3 5 8 9 1 4 1 6 3 2 5 6 7 8 1 4 9 6 4 1 9 2 3 5 8 7 8 9 7 1 4 5 2 6 3 2 8 9 3 6 1 4 7 5 4 7 3 5 8 2 6 9 1 5 1 6 4 9 7 3 2 8 9 5 4 7 3 6 8 1 2 1 6 8 2 5 9 7 3 4 7 3 2 8 1 4 9 5 6 5 6 3 9 7 8 2 1 4 4 2 7 1 3 5 8 9 6 1 8 9 6 4 2 5 3 7 8 5 4 2 6 9 1 7 3 9 7 1 4 5 3 6 2 8 6 3 2 8 1 7 9 4 5 3 4 6 5 9 1 7 8 2 2 9 5 7 8 4 3 6 1 7 1 8 3 2 6 4 5 9 8 4 7 5 3 1 6 2 9 1 2 6 7 4 9 3 5 8 5 3 9 6 8 2 4 1 7 2 5 1 9 7 6 8 3 4 7 6 8 4 2 3 1 9 5 4 9 3 8 1 5 7 6 2 9 7 2 1 6 4 5 8 3 6 8 5 3 9 7 2 4 1 3 1 4 2 5 8 9 7 6 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er föstudagur 1. júlí, 182. dagur ársins 2011 Orð dagsins: Anda sannleikans, sem heimurinn getur ekki tekið á móti, því hann sér hann ekki né þekkir. Þér þekkið hann, því hann er hjá yður og verður í yður. (Jh. 14, 17.) Það fer talsmönnum ríkisstjórn-arinnar illa að verja hátt bens- ínverð og vísa til þess að það sé hærra í mörgum nágrannalönd- unum. Á sama tíma minnast þeir ekki orði á að kaupmátturinn er allt annar og meiri í viðkomandi löndum. Fjármálaráðherra myndi örugglega benda á það væri hann í stjórnar- andstöðu. x x x Víkverji keypti mjólk í Bónus ádögunum og kostaði lítrinn 108 krónur. Á sama tíma kostaði sama magn 159 krónur í 10-11 og 179 krón- ur í Björnsbakaríi. Hvernig stendur á því að mjólk er nær tvöfalt dýrari í bakaríi en þar sem hún er ódýrust og hvernig er hægt að réttlæta mun hærra verð í bakaríi en í klukkuversl- un sem er opin allan sólarhringinn? x x x Fyrst Víkverji er byrjaður að þusaum óeðlilega hátt verð kemst hann ekki hjá því að tala um kaffi- húsaverð á soðnu vatni með tepoka. Er eitthvert vit í því að þurfa að borga 350 krónur fyrir tesopann og jafnvel meira? x x x Þegar Víkverji var með skáldum áárum áður kvörtuðu andans menn og sögðu að bókin kostaði ámóta mikið og þriggja pela brenni- vínsflaska sem var á svipuðu verði og karlmannsskyrta. Eitthvað segir Víkverja að þetta hafi breyst og þó brennivínið þyki alltaf dýrt sé verð á góðri skyrtu óeðlilega hátt. x x x Annars verður Víkverji að viður-kenna að hann hefur ekki verð- skyn. Hann botnar ekkert í því hvers vegna allt virðist vera miklu ódýrara í útlöndum, líka þó að flutningskostn- aði til Íslands sé bætt við. Hann skil- ur ekki hvers vegna hann getur ekki endurnýjað bílinn eins og annað fólk í heitari löndum en huggar sig við að vatnið í lækjarsprænum er frítt – enn sem komið er. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 skoðunarmun, 8 stúlka, 9 blámaður, 10 niðja, 11 var á floti, 13 aulann, 15 lafa, 18 hey af óræktuðu landi, 21 dans, 22 doki við 23 látnu, 24 mannkostir. Lóðrétt | 2 syrgja, 3 rengja, 4 endast til, 5 duga, 6 óhaf- andi, 7 vangi, 12 ótta, 14 smávegis ýtni, 15 höfuðfat, 16 skíra, 17 eldstæði, 18 morkni, 19 kona, 20 hiti. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 skíra, 4 gómur, 7 æðina, 8 öskur, 9 lem, 11 agns, 13 vinn, 15 völl, 17 tekt, 20 gró, 22 gumar, 23 golan, 24 akrar, 25 tunga. Lóðrétt: 1 slæða, 2 ísinn, 3 aðal, 4 gröm, 5 múkki, 6 rýran, 10 elgur, 12 sel, 13 vit, 15 vægja, 16 lemur, 18 eklan, 19 tanna, 20 grær, 21 ógát. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Hittingur Bocchis. V-Allir. Norður ♠K965 ♥ÁG72 ♦Á53 ♣106 Vestur Austur ♠Á7 ♠D82 ♥D106 ♥5 ♦KDG8 ♦107642 ♣9852 ♣ÁG43 Suður ♠G1043 ♥K9843 ♦9 ♣KD7 Suður spilar 4♥. Meckstroth og Rodwell spila breyti- legt grand, en á hættunni í fyrstu hendi lofar grandopnun frá góðum 13 hápunktum upp í slaka 16. Með minna (11-12 flata) opna þeir á tígli. Þetta veit Norberto Bocchi auðvitað mætavel. Meckstroth vakti í vestur á 1♦, Madala í norður doblaði, Rodwell sagði 2♦ og Bocchi stökk í 4♦ í því skyni að láta makker velja hálit. Meckstroth dobl- aði, Madala redoblaði (jafnir hálitir) og Bocchi lauk sögnum með 4♥. Tígul- kóngur út. Bocchi drap strax á ♦Á, hugsaði aðeins, spilaði svo hjarta á kóng og hjarta að ♥ÁG. Hugsaði þá í þrjár mínútur! Sem er svolítið vafa- samt frá siðrænu sjónarmiði. En alla vega valdi hann á endanum að fara upp með ásinn og þar með var Lavazza- sveitin fallin úr keppni. Er þetta hreinn hittingur? (Meira á morgun.) 1. júlí 1845 Endurreist Alþingi kom sam- an til fundar í fyrsta sinn í Reykjavík, í hátíðarsal Lærða skólans (Menntaskólans). Þingmenn voru 26. 1. júlí 1931 Þýska loftskipið Graf Zeppelin kom til Reykjavíkur með póst og tók hér fyrsta flugpóst til útlanda. Það hafði einnig kom- ið til landsins ári áður. 1. júlí 1958 Hámarkshraði bifreiða í þétt- býli var aukinn úr 30 kílómetr- um í 45 kílómetra á klukku- stund, samkvæmt nýjum umferðarlögum, og utan þétt- býlis úr 60 í 70 kílómetra. Jafnframt var bílprófsaldur lækkaður úr 18 árum í 17 ár. 1. júlí 1967 Bandaríski geimfarinn Neil Armstrong kom til Íslands, tveimur árum áður en hann steig fyrstur manna fæti á tunglið. Hann var í hópi 25 geimfara og geimfaraefna sem dvöldu hér í viku og fræddust um jarðfræði, meðal annars í Öskju. 1. júlí 2000 Tveggja daga hátíð hófst á Þingvöllum til að minnast þess að eitt þúsund ár voru síðan kristni var lögtekin hér á landi. Í samtali við Morgun- blaðið sagði Karl Sigurbjörns- son biskup: „Hér er greinilega afskaplega mikill hátíðarblær og gleði.“ Gestir voru taldir 17-30 þúsund. Á hátíðarfundi á Lögbergi samþykkti Alþingi að stofna Kristnihátíðarsjóð. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist… „Ég ætla að hafa afmælismorgunkaffi þar sem að tveir sonarsynir mínir, sem eiga heima í Kaup- mannahöfn, eru í heimsókn. Síðan er statt hérna á Akureyri frændfólk mannsins míns frá Kanada, Vestur-Íslendingar, svo ég er búin að bjóða þeim að koma í morgunkaffi um leið,“ segir Ragnheiður Stefánsdóttir, íþróttakennari á Akureyri. Dag- urinn verður þó annasamur og með alþjóðlegu ívafi þar sem hún fagnar með soroptimista- systrum sínum frá Akureyri, Slóveníu og Ítalíu seinna um kvöldið. „Við ætlum að grilla saman og eiga skemmtilegt kvöld,“ og bætir við að Slóven- íusysturnar fagni nú 20 ára sjálfstæði Slóveníu. Ragnheiður hefur kennt íþróttir á Akureyri í fjörutíu og fimm ár, en skólaárið sem leið var síðasta ár hennar sem íþróttakennari. „Ég er búin að hafa mjög gaman af því að kenna íþróttir,“ segir Ragnheið- ur. Á yngri árum stundaði hún frjálsar íþróttir og blak. Í sumar ætla svo Ragnheiður og maður hennar, Tómas Búi Böðv- arsson byggingartæknifræðingur, að sigla með Norrænu til Dan- merkur og ferðast í sex vikur um Evrópu á húsbíl, með viðkomu í Þýskalandi og Sviss. larah@mbl.is Ragnheiður Stefánsdóttir 65 ára í dag Alþjóðlegur afmælisdagur Nýirborgarar  Reykjavík Hinrik Viðar Ægisson fæddist 22. febrúar 2011. Hann vó 4.280 g og var 55 cm langur. Foreldrar hans eru Elísabet Snædís Jónsdóttir og Ægir Ingólfsson. Flóðogfjara 1. júlí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 0.20 0,7 6.23 3,5 12.27 0,6 18.39 3,9 3.06 23.58 Ísafjörður 2.30 0,4 8.25 1,9 14.33 0,3 20.36 2,3 1.37 25.37 Siglufjörður 4.48 0,2 11.11 1,2 16.53 0,4 23.03 1,3 1.20 25.20 Djúpivogur 3.29 1,9 9.34 0,4 15.58 2,2 22.11 0,6 2.22 23.41 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Kynntu þér vandlega alla málavexti áð- ur en þú kveður upp úr um skoðun þína. Hæfir klæðaburðurinn þeirri nýju stöðu sem þú ert í? (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú átt auðvelt með að koma þér beint að efninu og gildir þá einu hver í hlut á. Haltu fólki í þeirri fjarlægð sem þú vilt því engan varðar um þína einkahagi. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þér vinnst allt auðveldlega svo þú átt ekki að eiga í neinum erfiðleikum með að fá þitt fram. Hví ekki að láta undan nautnum sín- um af og til? (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Félagar og fjölskylda virðast leika sér að því að ýta við þér. Blandaðu geði við fólk og blómstraðu félagslega. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Endaðu fríið á að gera eitthvað óvenju- legt. Ekki vera hrædd/ur um að virka vitlaus, spurningarnar þínar sýna fram á annað. Gættu þess að sækjast ekki bara eftir við- urkenningu. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það er eitthvert valdatafl í gangi í kring- um þig svo þér er skapi næst að gefast upp. Ef einhver mistök hafa verið gerð má draga af þeim lærdóm fyrir framtíðina. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Ástvinir þínir rugla þig svo sannarlega í ríminu í dag með sínu óstöðuga framferði og skaplyndi. Blandaðu þér því ekki í vandamál annarra að óþörfu. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Eftir höfðinu dansa limirnir og þér er því mikil ábyrgð falin þegar starfsfélagar þínir velja þig til forystu. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Allir geta stillt sig um að brjóta brýr en það þarf sérstaka persónu til að halda öllu í fullkomnu ásigkomulagi. Brettu upp erm- arnar og taktu til óspilltra málanna. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Einhver mun koma þér til bjargar á elleftu stundu. Fólk vill tengjast meira en nokkuð annað, og þú ert dásamlega fær í því. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Reyndu ekki að þröngva þínum vilja upp á aðra; það endar bara með skelfingu. Haltu áfram að sýna aðhald. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Í dag gefst gott tækifæri fyrir samstarf við aðra. Láttu til skarar skríða en gættu þess þó að fara ekki of hratt yfir. Þú færð óvænt símtal. Stjörnuspá 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e5 7. Rb3 Be7 8. f3 Be6 9. Dd2 O-O 10. O-O-O Dc7 11. g4 Hc8 12. g5 Rh5 13. Rd5 Bxd5 14. exd5 a5 15. a4 Rd7 16. Df2 Rf4 17. h4 Bd8 18. Bb5 Rb6 19. Bxf4 exf4 20. Hhe1 Rd7 21. He8+ Rf8 22. Hde1 g6 23. c3 Db6 24. Dd2 h6 25. Dxf4 hxg5 26. hxg5 Kg7 Staðan kom upp í stórmeist- araflokki fyrstu laugardagsmótarað- arinnar í júní sem lauk fyrir skömmu í Búdapest í Ungverjalandi. Ung- verski stórmeistarinn Krisztian Szabo (2512) hafði hvítt gegn spænska alþjóðlega meistaranum Rafael Rodriguez (2320). 27. H8e7! og svartur gafst upp enda getur hann ekki varist máthótun hvíts með við- unandi móti. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.