Morgunblaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚLÍ 2011 SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI FRÁBÆR FJÖLSKYLDUSKEMMTUN MIÐASALA Á SAMBIO.IS TRANSFORMERS 3 3D kl. 5 - 8 - 9 - 11:10* 12 BEASTLY kl. 7 - 10:20 10 SUPER 8 kl. 5:50 - 8 12 KUNG FU PANDA 2 3D Ísl. tali kl. 5 L TRANSFORMERS 3 3D kl. 5 - 8 - 11:10* 12 BEASTLY kl. 6 10 SUPER 8 kl. 8 -10:20 12 TRANSFORMERS 3D kl. 5 -8 - 11:10 12 KUNG FU PANDA 2 kl. 5:50 L SOMETHING BORROWED kl. 8 L SUPER 8 kl.10:20 12 / KRINGLUNNI / AKUREYRI / KEFLAVÍK TRANSFORMERS kl. 5 - 8 - 11:10* 12 KUNG FU PANDA 2 kl. 6 L BRIDESMAIDS kl. 8 12 SUPER 8 kl. 10:30 12 / SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLLG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI 750 kr. á allar sýningar merktar með appelsínuguluSPARBÍÓ VANESSA HUDGENS ALEX PETTYFER NEIL PATRICK HARRIS FRÁBÆR MYND SEM KEMUR SKEMMTILEGA Á ÓVART NÚTÍMA ÚTGÁFA AF BEAUTY AND THE BEAST HHH EF ÞÚ HAFÐIR GAMAN AF TWILIGHT MYNDUNUM MUNT ÞÚ FALLA FYRIR BEASTLY - S.F. CHRONICLE HHH - MIAMI HERALD - ORLANDO SENTINEL HHH FRÁBÆRFJÖLSKYLDU-OGGAMANMYND MEÐJIMCARREYÍFANTAFORMI SUMAR- SMELLUR INN Í ÁR! - I Í ! EIN BESTA ÆVINTÝRA/SPENNUMYND ÁRSINS HHHHH -ENTERTAINMENT WEEKLY - JIMMYO, JOBLO.COM HHHH - QUICKFLIX HHHH 100/100 - TIME HHHH - FRÉTTABLAÐIÐ HHHH - KVIKMYNDIR.IS/ SÉÐ OG HEYRT HHHH - K.H.K. - MORGUNBLAÐIÐ HHHH - P.H. BOXOFFICE MAGAZINE SÝND Í EGILSHÖLL Í dag kemur út ný plata með hljóm- sveitinni Saktmóðigur. Hljómsveitin, sem var stofnuð árið 1991, hefur áður gefið út fimm titla á ýmsu formi; kassettu, tvær tíu tommu vínilplötur og tvær geislaplötur í fullri lengd, Ég á mér líf (1995) og Plata (1998). Auk þess hefur hljómsveitin gefið út lög á safnplötum. Sveitin á uppruna sinn í vinahópi úr Menntaskólanum á Laugarvatni sem sameinaðist um að gefa út skólablað á unglingsárum sín- um en ákvað síðan að fara að spila lög án þess að nokkur þeirra kynni á hljóðfæri. Hljómsveitarbröltið átti fyrst að vera eingöngu til gamans en þeir tóku þátt í Músíktilraunum og örvuðust við blaðaviðtöl og síðan fal- aðist útgáfufyrirtækið Erðanúmúsík eftir lagi frá þeim á safnplötu. Við svo góðar undirtektir héldu þeir áfram að spila og lærðu hægt og hægt á hljóðfærin sín. Einhverjir hafa bæst í hljómsveitina en þó hafa ekki orðið mannabreytingar síðan árið 1995. Þegar hljómsveitarmeðlimir fóru að verða ráðsettir komu tímabil þar sem þeir spiluðu lítið en svo hafa þeir tek- ið þetta með trukki inn á milli. Nýj- asta platan þeirra heitir einmitt Plata. Um nafnið segja þeir sjálfir: „Eftir torræða og skáldlega titla fyrri verka var tími kominn á smáp- lat. Í fyrsta lagi er þetta plata sem heitir Plata, rétt eins og að nefna bæ Bæ eða stað Stað eða jafnvel Staða- stað. Í öðru lagi er þetta ekki plata heldur geisladiskur og þannig er sveitin að plata, plötunafnið Plata er bara plat.“ Spurður hversu lengi þessi nýjasta plata, sem nefnist Plata og er plat, hafi verið í vinnslu segir Daníel Viðar Elíasson að efnið hafi verið samið á fimm ára tímabili. „Elstu lögin eru fimm, sex ára gömul. Það kom smá- stopp á þetta þegar Davíð var erlend- is, þar sem hann var að klára dokt- orinn í sagnfræði, en annars höfum við verið vinnusamir undanfarin ár. Það er ekkert gegnumgangandi þema á plötunni, þetta er bara efni sem við vildum koma frá okkur. Þetta er pönk í sinni náttúrulegustu mynd.“ Aðspurður hvaðan þetta furðulega nafn, Saktmóðigur, komi segir hann þetta vera gamalt íslenskt orð. „Eða öllu heldur gömul dönskusletta sem þýðir hógvær eða hæverskur maður. Við erum með tvo menntaða sagn- fræðinga í bandinu, þetta nafn er þeim að kenna. Nafnið þótti sérstakt og þykir enn,“ segir Daníel. Þegar blaðamaður hafði fyrst samband við Daníel bað hann um að það yrði hringt í sig fimm mínútum seinna þar sem hann þyrfti að skipta um bleiu á barni. Þegar spjallið fer fram má heyra barnalæti í kringum hann og því skemmtilegt til þess að hugsa að hann sé í niðurrifsöskrum með pönk- hljómsveitinni sinni í frítímanum. „Já, það má segja að maður sé í upp- byggingunni á daginn og niðurrifinu á kvöldin,“ segir hann hlæjandi. borkur@mbl.is Fjölskyldumenn í pönki Saktmóðigur Karl Óttar Pétursson, Davíð Ólafsson, Daníel Viðar Elíasson, Stefán Jónsson og Ragnar Ríkharðsson eru meðlimir sveitarinnar.  Saktmóðigur gefur út nýja plötu í dag sem heitir Plata  Uppbyggilegir á daginn en í niðurrifi á kvöldin Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Þórhallur Sævarsson auglýsinga- leikstjóri skrifaði nýlega undir samning við framleiðslufyrirtækið Madheart í Bandaríkjunum. Þór- hallur átti í viðræðum við fjögur önnur fyrirtæki og þar af tvö sem þykja stór í bransanum, en Mad- heart varð fyrir valinu. „Mér leist best á það. Þetta er lítið fyrirtæki og konan sem á það [Lisa Phillips] hef- ur gott orðspor og er með markaðs- setningu á hreinu,“ segir Þórhallur en Lisa Phillips rekur fyrirtækið ásamt eiginmanni sínum, sem er handritshöfundur og kvikmynda- framleiðandi. „Ég er hrifnari af því að fá persónulega nálgun á þetta í staðinn fyrir að vera í einhverri verksmiðju eins og sum fyrirtæki geta verið. Ég hugsa að það sé oft hugsað betur um mann í svona minni fyrirtækjum. Þau hafa tekið inn fáa leikstjóra í gegnum tíðina en fyrir vikið hafa þau byggt upp hæfileik- ana hjá þeim sem þau taka inn.“ Byrjaði á því að sækja kaffi Þórhallur er ekki menntaður leik- stjóri en er með hæfileikana í putt- unum. Hann var snemma viss um að þetta væri það sem hann ætlaði sér í lífinu. „Ég vann mig upp enda fannst mér skólagangan ekki mjög heillandi. Ég byrjaði á því að sækja kaffi og svona þegar ég var 17 ára. Það er gaman þegar maður ákveður ungur að árum hvað mann langar að gera og svo gengur það upp. Það eru bara forréttindi og mikil heppni.“ Þórhallur hefur verið önnum kaf- inn með verkefni í Evrópu og hefur meðal annars gert auglýsingar fyrir stór fyrirtæki á borð við Skoda, Vodafone, Coca-Cola, Philips og fleiri þekkt fyrirtæki. Hann segist hafa verið að geyma Ameríku en þetta væri án efa næsta skrefið. „Það er meira en nóg að gera hjá mér í Evrópu en ef þetta fer að verða mikið í Ameríku er skemmti- legt að prófa að flytja þangað á næsta ári, en ekkert stress. Það væri mjög gaman að prófa að búa í LA í nokkur ár og spranga um á stutt- buxum og sandölum alla daga,“ segir hann og hlær. Keppir um þrjú stór verkefni Það er ljóst að Þórhallur valdi rétt en hann er strax kominn í sam- keppni um þrjú verkefni og er ánægður með það. „Það er mjög gaman að fá þetta svona fljótt,“ seg- ir hann. Verkefnin sem um ræðir eru fyrir Footlocker-keðjuna, svitalykt- areyðir og T-mobile-símafyrirtæki. Stefnir á Ameríku  Þórhallur Sævarsson í samstarf með bandarísku framleiðslufyrirtæki Efnilegur Það eru spennandi tímar framundan hjá Þórhalli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.