Austurland


Austurland - 08.01.1955, Blaðsíða 3

Austurland - 08.01.1955, Blaðsíða 3
s Ára mót Framhald af 1. síðu. arlag á íslandi, þegar tekið er til- lit til stærðar staðarins. \ Heimaútgerð Heimaútgerð jókst all verulega. Fleiri bátar tóku þátt í Langa- nesfiskiríi en áður. Góður afli var á línu í haust, en tíð var heldur erfið. Ekki er nokkur vafi á að fiskigengd er meiri hér eystra en í miörg ár áður. Margt bendir til að einnig sé um aflamöguleika að ræða á gömlu djúpmiðum línubát- anna, en þar var alltaf að fá væn- an og eftirsóttan þorsk. Frystihúsin frystu um 50 þús- und kassa af fiski og er það um 50% meira en árið áður. Aukn- ingin er langsamlega mest frá bátaflotanum. Miklar vonir standa nú til að enn fari heimaútgerðin vaxandi. Sennilegt er að stóru bátarnir hugsi til heimaróðra næsta haust, en auk þess má svo búast við í sterkara úthaldi smærri bátanna þegar nýir og vel útbúnir bátar koma í hópinn. Aukning heimaútgerðarinnar er mjög ánægjuleg þróun og við hana er ástæða að tengja miklar von.r. . \ Landhelgismálið Ekkert gerist enn í landhelgis- málum okkar hér eystra og er þó fast ýtt á stjómarvöldin að leyfa nauðsynlegar breytingar. Glöggt er að afli hefur aukizt með friðuninni allt í kringum landið. Aflaaukningin er ótvíræð, einnig hér fyrir Austfjörðum, en hin mjóa landhelgisræma gerir bátum ókleift að halda friði á mið- unum fyrir ágangi erlendra tog- ara. V Sjúkrahúsið Umfangsmesta framkvæmd bæj- arins á árinu hefur verið bygging sjúkrahússins. Það er nú að mestu fullbúið. Keypt hafa verið öll nauðsynleg tæki og áhöld til húss- ins og er rnest af þeim komið. Meðal þess sem keypt hefur verið er fullkominn skurðstofu- búnaður, og mjög fullkomið rönt- gentæki. Sjúkrahúsið ætti að geta tekið til starfa í vor. Það verður mjög fullkomið og glæsilegt. Miklu máli skiptir fyrir alla bæjarbúa, og reyndar Austfirðinga almennt, að vel takist með rekstur þessa eina sjúkrahúss hér eystra sem útbú- ið er til jafns við bezt útbúnu sjúkrahús á landinu. Félagsheimili Hafizt var handa með byggingu Félagsheimilis á árinu. Sú bygg- ing verður mikil og myndarleg. Þar verður leikhús bæjarins, bíó og samkvæmissalir. 1 byggingunni er gert ráð fyrir bókasafni með lesstofu, almennum fundarsial, félagaherbergjum og tómstunda- sal. Félagsheimilið á að verða mið- stöð félags-, menningar- og skemmtilífs í bænum. Byggingin er mikið verk og hlýtur að standa yfir í nokkur ár, en slíkt er ekki til þess að setja fyrir sig. Iþróttavöllur Talsvert var unnið að byggingu nýja íþróttavallarins á árinu. Vall- arstæðið er erfitt, en glöggt er nú að þarna er að komast upp fyrir- myndar íþróttavöllur á sérstak- iega þægilegum stað í bænum. Afkoman Samkvæmt lauslegri athugun, sem gerð hefur verið á kaupi nokkurra bæjarbúa á þessu ári, er augljóst að tekjur hafa verið tals- vert meiri en árið 1954. Bátar fiskuðu yfirleitt betur í ár en árið áður, svo segja mtá að afkoma einstaklinga og fyrirtækja hafi al- mennt verið betri en áður. Dráttarbrautin hefur stóraukið starf sitt á árinu, einkum með nýbyggingu báta. Það fyrirtæki á því sinn mikla þátt í bættri af- komu í bænum. Árið 1955 er liðið. Það hefur haft sína skugga, en það hefur líka átt sína sólskins- bletti. Það gaf okkur eitt sólrík- asta og bezta sumar, sem við höf- nm lifað. Efnahagsafkoman var góð á árinu og ýms mikilsverð málefni náðu eðlilegum áfanga. Menningarlíf dafnaði eðliiega. Sjaldan hefur verið meira söng- og tónlistarlíf í okkar bæ og varla áður meiri og kröftugri þátttaka í leiklist. Við getum því kvatt árið með gleði umi leið og við bjóðum nýja árið velkomið. á að hópa hingað ungu fólki til skemimtana og leika og treysta trú unga fólksins á bænum. Samgöngumálin verða einnig mál hins nýja árs. Flugvöllur þarf að gerast og Oddsskarðsveg- urinn þarf að endurbætast. Umbætur á vatnsveitu eru ákveðnar á næsta sumri og hafn- arbætur, sinkum fyrir vélbátana eru aðkallandi. Nýr Gagnfræðaskóli þarf að byggjast og er rétt að hefjast handa um undirbúning þess máls. Á komandi sumri verður lögð rafmagnslína hingað frá Austur- landsvirkjuninni. Mörg fleiri verkefni bíða og þar á meðal það, að vinna skipulega að því að koma hér upp föstum iðnaði, sem ýmist byggir á beinum útflutningi eða sölu til annarra staða. Mér er það ljóst, að Neskaup- staður er mijög vel settur með at- vinnutæki og þá fyrst og fremst fiskiskip og fiskiðnaðartæki. En Neskaupstaður á að stækka mik- ið. Hér býr athafnasamt fólk og áhugamikið. Við höfum að vísu aðeins haldið í horfinu með íbúa- fjölda í nokkur undanfarin ár. En slíkt er óeðlilegt og stafar m. a. af rótleysi hernaðarbröltsins á Suðurlandi. Sá tími kemur, að blómlegur útgerðarbær á Austurlandi verður jafnframt iðnaðarbær, sem býður íbúum sínum upp á eins gott líf og meiri hamingju en ýmsir þeir staðir, sem nú blása upp sem) gor- kúlur á þeim hernaðarhaug, sem erlendir aðilar hafa um stundar- sakir hrófað upp. Reynslan hefur sannað okkur, að framtíðargengi byggist ekki á skyndibraski sem styðst við er- lent hernám. Þeir dagar koma að þeir staðir, sem heilir byggja á innlendri at- vinnu, sem er í eðlilegu sambandi við þjóðina og landið, munu bjóða bezt lífskjör og öruggasta af- komu. Trúum á bæinn okkar og landið okkar. Gleðilegt og hamingjuríkt kom- andi ár. Lúðvík Jósepsson. Ný verkefni Hvert nýtt ár færir okkur ný verkefni. Verkefnin sem nú blasa við eru mörg og margvísleg. Fyrst eru þau sem hálfkláruð eru, eins og Félagsheimilið, í- þróttavöllurinn og nýja skipið okkar. Við eigum enn eftir að leggja fram allmikið fé til kaupa á nýja skipinu og það verðum við að gera hvað sem öllu öðru líður. öll tengjum við bjartar vonir við Félagsheimilið. Það á að verða stolt okkar og það á m. a. að verða gjöf okkar til unga fólks- ins, þess fólks sem við viljum að byggi og fegri bæinn okkar í kom- andi framtíð. Góður og fallegur íþróttavöUur Frá blaðinu Útgefendur Austurlands hafa séð sig tilneydda að hækka verð blaðsins. Kostar það framvegis í lausasölu 2 krónur, en áskrifta- verð hækkar í 60 krónur árgang- urinn. Ekki verða teknir áskrif- endur að blaðinu hér í bænum, fremur en undanfarið, vegna aukakostnaðar, sem það hefur í för með sér við dreifingu blaðsins og innheimtu blaðgjaldsins. Það er von útgefenda að menn láti þessa hækkun ekki standa í vegi fyrir því, að þeir kaupi blað- ið hér eftir sem hingað til. Gleðilegtnýár! Or bænum Kirkjan Gamlárskvöld: Messa kl. 8. Nýársdagur: Messa kl. 2. Afmæli: Sofus Gjoveraa, sjómaður, Strandgötu 11, varð 65 ára 14. des. — Hann ler Færeyingur að ætt og uppruna, fæddur í Þórs- höfn. Hann hefur farið margar svaðilfarir á sjó og oftar en einu sinni hefur hann farið á trillu- báti milli landa. Hingað til lands fluttist hann 1914 og hefur átt heima hér í bæ í mörg ár. Hannes ívarsson, Sólhóli, varð 60 ára 23. des. — Hann fæddist í Áreyjum í Reyðarfirði, en ólst upp á Djúpavogi og átti þar heima unz hann flufjtist hingaðl 1929. Hannes var lengi sjómaður og þá venjulega vélstjóri, en síðustu ár- in hefur hann einkum starfað að pípulögnum. Brúðkaup: 23. des. voru gefin samian í hjónaband ungfrú Jóhanna Ólína Hlífarsdóttir og Þorsteinn Jóns- son, iðnnemi. 25. des. voru gefin saman í hjónaband ungfrú Guðný Sigurð- ardóttir og Gils Sveinþórsson, sjómaður. 26. des. voru gefin saman £ hjónaband ungfrú Halldóra Mar- teinsdóttir og Guðgeir Jónsson, bifreiðarstjóri. Séra Ingi Jónsson, sóknarprest- ur í Neskaupstað framkvæmdi all- arhjónavígslurnar. 10. des. s. 1. voru gefin saman í hjónaband í Reykjavík Þorgeir Jónsson skipasmiður frá Neskaup- stað og Sigurlaug Eyberg frá HEifnarfirði. Sr. Jón Auðuns fram- kvæmdi hjónavígsluna. Heimili brúðhjónanna verður í Tjarnar- götu 5A, Reykjavík. Goðanes með vörur til sjúkra- hússins. Goðanes kom frá Þýzkalandi á jólanótt og flutti margskonar vörur til sjúkrahússins. Er hér um að ræða ýmiskonar húsbúnað og allskonar lækningatæki svo og vélar og önnur tæki í eldhús. Jólatréð. Kveikt var á jólatré því, er bærinn lét reisa við Miðstræti, 21. des. — Við það tækifæri fluttu stutt ávörp Bjarni Þórðarson, bæjarstjóri, og séra Ingi Jónsson. Lúðrasveitin lék tvö jólalög undir stjórn Haralds Guðmundssonar og Samkórinn söng sálm undir stjórn Magnúsar Guðmundssonar. Þrátt fyrir illt veður var mdkill mannfjöldi Viðstaddur sfthöfnina og virðast menn kunna vel ný- breytni þessari. Raftækjavinnustofa Kristjáns Lundberg sá um að skreyta tréð og hefur leyst það verk vel af hendi.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.