Austurland


Austurland - 08.01.1955, Blaðsíða 4

Austurland - 08.01.1955, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 30. des. 1955. sig. Þegar það hafði lagzt að bryggju, var ég fljótur að leita fyrir mér um pláss til Reykjavík- ur, en þá kom babb í bátinn, allir um borð í skipinu töluðu danska tungu, en i henni skildi ég ekki eitt einasta orð. Samt fór það nú svo að ég fékk að fljóta með og var mér vísað á hvílurúm á öðru plássi, sem var allstór salur aftast í skipinu með 24 rúmstæðum) og voru þau flest upptekin þegar far- ið var af Seyðisfirði. Komið á Norðfjörð í fyrsta sinn Þegar út í fjörðinn kom fór mér að líða illa og þegar kom út fyrir land var líðanin þannig, að ég óskaði þess heitt og innilega að ég hefði ekki verið svo vitlaus að leggja á stað í þetta ferðalag, en nú var of seint að tala eða fást um slíkt. Allt gekk tíðindalaust og heilsufarið skánaði þegar inn á Norðfjörð kom. Það lætur nú að líkum að Norðfjörður hafi þá verið svipur hjá því sem nú eftirtekt, sérílagi vegna þess að hann gekk við hækjur. Þetta var ungur og laglegur maður og gat ég vorkennt honum að vera svona fatlaður og oft hef ég kennt í brjósti um hann síðan, þegar hann hefur verið að skjökla hér um göturnar í Neskaupstað með sitt stafprik, sem virðist hafa verið hans eini stuðningur á lífsleið- inni. Strandferðaskipið Hólar er á leið til Reykjavíkur vorið 1913, fullskipað farþegum, með danska áhöfn, það þokast suður með Austfjörðum og Djúpivogur er þess síðasta höfn, en þar bætist því einn farþegi, sem stórvötnin í Skaftafellssýslu hafa bannað heimtferðina, það var Sigurður Eggerz sem þá var sýslumaður Skaftfellinga í Vík í Mýrdal. Ekki man ég nú hvaða stórvatn það var sem hefti för sýslumanns, en hann tók það ráð að fara austur á Djúpavog í veg fyrir skipið með því til Reykjavíkur og landveg þaðan heim til sín í Vík. Björgúlfur Gunnlaugsson: Sveiiapiliur í suðurför FYRIR 42 árum, eða vorið 1913, seint í aprílmánuði, tók ég mér ferð á hendur af Fljótsdalshéraði þar semi ég er uppalinn, til Reykjavíkur, þá 18 ára gamall sveitardrengur. Tildrög ferðarinnar Tildrög ferðarinnar voru þau, að ég las í ísafold, sem þá var mjög lesið blað á Héraði, undir ritstjórn Björns Jónssonar, síðar ráðherra, að nokkrir ungir menn og stúlkur, gætu komizt að við að nema garðyrkju í gróðrarstöðinni við Reykjavík sem var starfrækt af Búnaðarfélagi íslands undir stjórn Einars Helgasonar garð- yrkjufræðings. Kennsla væri ó- keypis og námsstyrkur nokkur, eða nálægt 2 krónum á dag á meðan námiskeiðið stæði yfir, en ferðakostnað og fæði áttu nem- endur að greiða úr eigin vasa. Þessi auglýsing í ísafold varð til þess að ég og tveir aðrir ungir menn úr Vallnahreppi á Fljóts- dalshéraði, sóttum um dvöl á námskeiðinu, sem skyldi byrja um miðjan maímánuð og standa í 2 mánuði. Svar kom um hæl frá Einari Helgasyni forstöðumanni Gróðrarstöðvarinnar, að einn af okkur gæti fengið pláss á nám- skeiðinu, en ekki allir þrír, þar semi aðeins væri hægt að taka 14 nemendur og þá væri kappkostað að taka sem víðast að af land- inu. Eg varð svo til þess að fara og taka þátt í garðyrkjunámskeiði þessu og skárum við þremenning- arnir úr því hver skyldi fara með því að varpa hlutkesti. Yfir Fjarðarheiði á hestum postulanna Ég lagði svo á stað frá Ketils- stöðum á Völlum, en þar átti ég þá heima, seint í apríl og var fyrsti áfanginn til Seyðisfjarðar yfir Fjarðarheiði og varð ég að notast við postulahestana, því að þá voru ekki til bílar á Islandi, því síður flugvélar og hest átti ég engan. Leiðin frá Ketilsstöðum og til Seyðisfjarðar mun vera ná lægt 40 km. Snjór var á fjöllum, en ekki í byggð, og sólskin um daga og góðviðri og var mér ráð- lagt að ganga yfir heiðina þð nóttu til því að þá væri minni esja í snjónum og gangfæri betra. Fjarðarheiði er allbreið yfir- ferðar, en ekki mjög hár fjallveg- ur, en mörgum hefur hún reynzt þung í skauti og þeir eru ekki fáir sem aldrei hafa af henni lif- andi komizt, en nú var komið bros- andi vor og ég léttur á fæti. j Skipsliöfnin skyldi ekki íslemgku Eg kom til Seyðisfjarðar um fótaferðartíma, en ekkert sást strandferðaskipið og liðu svo margir dagar eða einir 5—6 frá áætlunardegi á Seyðisfirði þar til Hólar, en svo hét skipið, lét sjá er. Þá voru hér aðeins nokkur íbúðarhús, aðallega á Nesi og Tröllanesi. Engin hafskipabryggja og nokkrar smábáta bryggjur, Jón fótalausi Afgreiðsla strandferðaskipsins gekk þó vel og komu fljótt ára- bátar út að því ýmsra erinda, og veitti ég þeim litla eftirtekt nema einum, en í honum var aðeins einn maður og sá ég strax að það vant- aði báða fætur á hann. Það var gamall Norðfirðingur, semi allir eldri menn hér kannast við, Jón Sigurðsson, kallaður fótalausi, en hann missti báta fætur í sjóhrakn- ingi, en frá því verður ekki sagt hér. Suður með landi Þegar skipið hafði fengið af- greiðslu á Norðfirði fór það á- leiðis suður með landi með við- komu á flestum höfnum og bar fátt til tíðinda, nema hvað þessi alræmda plága, sem kölluð er sjó- veiki, hélt mér í sínum miskunn- arlausu fantatökum, þótt hún að vísu linaði þau nokkuð, meðan legið var í höfn. Farþegar komu um borð, aðrir fóru í land o. s. frv. og má ég fullyrða að alla leiðina suður bar mér ekki fyrir augu einn einasta farþega sem ég þekkti. Á Fá- skrúðsfirði veitti ég manni, sem kom þar um borð í skipið, sérstaka Rok í Eyjum Skipið létti festum á Djúpavogi og lagði upp í lengsta áfanga á milli hafna, eða til Vestmanna- eyja. Þangað var komið snemma morguns og var veðrið vont> austan rok, en hvað mörg vindstig þá hafa verið á Stórhöfða veit nú enginn. Ekki fékk skipið af- greiðslu þann dag, en næstu nótt lægði veðrið og var þá hafizt handa um afgreiðslu þess og síðan lagt upp í síðasta áfangann í ferð- inni til Reykjavíkur. Mikið var af úlendum skipum við Vestmanna eyjar þennan stórviðrisdag sem Hólar lágu þar. Togarar, hand- færaskip o. fl. Þeir hafa vitað hvar þeir áttu að halda sig veiði- þjófarnir í þá daga, ekki síður en nú. Engin bryggja í Reykjavík Til Reykjavíkur kom skipið kl. 3 að nóttu til. Varpaði það festum langt frá landi, því að engin var hafskipabryggja í Reykjavík í þá daga. Togast á um tösku sýslumanns Brátt fóru farþegar að hafa sig á stjá og að hugsa til þess að komast í land, og far I land fékkst von bráðar, því bátar komu strax út að skipinu og buðu að flytja fólk til lands og var sam- keppni mikil milli þeirra, sérstak- liega ef ferðalangurinn bar það með sér að hann gæti borgað vel farið og veitti ég því eftirtekt að bátsmenn toguðust á um töskur sýslumannsins í Vík, enda mun þar hafa verið einna mest aura von. Ég heyrði talað um tvo fé- laga í Reykjavík sem míkið kapp lögðu á þessa flutninga. Annar kom um borð í skipið og smalaði ferðafólkinu í bátinn, eftir því sem hann gat, mig minnir að hann héti Steingrímur. Hinn tók á móti bátunum þegar til lands kom og innheimti fargjaldið, sem þá var 1 kr. fyrir manninn, og svo 50 aurar og allt að 2 krónur fyrir töskur og poka, eftir stærð. Ég veit ekki betur en að sá félaganna sem í landi var héti Steindór og er nú þjóðkunnur fyrir sinn bíla- rekstur. Koman til Reykjavíkur og dvölin þar Mér þótti dauflegt að koma til höfuðborgarinnar, enda hánótt og ekki sjáanlegt að annað lægi fyrir en rölta aftur og fram um göt- urnar unz fólk kæmd á fætur, en þá vildi mér til happs að einn far- þeginn og samferðamaður að austan, Guðni bóndi á Karlsskála við Reyðarfjörð, bauð mér að fylgja mér á Bergstaðastræti 27, en þar átti ég vísa fyrirgreiðslu hjá föðursystur minni, Sigur- björgu að nafni, sem þar bjó, og tók hún á móti mér opnum örm- um. Ferðalagið var á enda, ég var kominn til Reykjavíkur, fáfróður og fákunnandi sveitadrengur, pen- ingalaus en með bréf í vasanum sem lofaði mér vist um tveggja miánaða skeið í Gróðrarstöðinni við Reykjavík. Næsta morgun fór ég svo að at- huga um dvöl mína á námskeið- inu og hélt með leiðsögn suður Laufásveg og í Gróðrarstöðina. Ég hitti brátt forstöðumanninn, Ein- ar Helgason, og tók hann mér eins og ég væri sonur hans, enda mun hann hafa verið sérstaklega mikið valmenni. Hann sagði mér að ég yrði að kaupa mér fæði niðri í bæ og benti mér á Iðnó en þar seldi kona, frk. Hóljnfríður, fæði og kostaði 1 kr. á dag en fyrstu vik- una skyldi ég borða hjá sér ókeypis og vísaði mér heim til sín í svonefnt Ingólfshús við Laufás- veg og tók ég því með þökkumi. Næsta dag byrjaði ég svo að vinna við garðyrkjustörf í Gróðr- arstöðinni. Nemendumir voru 14

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.