Morgunblaðið - 05.09.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.09.2011, Blaðsíða 16
Umhyggja fyrir náttúrunni tekur stundum á sig þá mynd að fólk lýsir áhyggjum sínum af breytingum sem áhrif gætu haft á hana. Áhyggjur, séu þær vel ígrundaðar, studd- ar vísindalegri þekk- ingu og góðum rök- um, eiga rétt á sér, en síður þær sem byggðar eru á hleypidómum eða ógnarrökum. Áhyggjur sem eiga sér ekki stoð í hlutlægum raunveruleika ber að leiðrétta. Nýverið hafa birst á síðum Morgunblaðsins áhyggjur af áhrif- um skógræktar á mólendi, sér- staklega mólendisfugla, annars vegar í viðtali Rúnars Pálmasonar við Tómas G. Gunnarsson 2. ágúst sl. undir fyrirsögninni Meta ekki fórnirnar við skógræktina og síðan endurómar Sigmar B. Hauksson þær áhyggjur í greininni Eftir bestu vitund 14. sama mánaðar. Í stuttu máli eiga þessar áhyggj- ur sér ekki stoð í raunveruleik- anum. Fyrirsögnin Meta ekki fórnirnar við skógræktina er hreinlega röng og má í því sambandi benda á nið- urstöður Skógvistar; viðamikils rannsóknaverkefnis á vegum Rann- sóknastöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá, Náttúrufræðistofnunar Íslands og Landbúnaðarháskóla Ís- lands, um þær margháttuðu breyt- ingar sem verða á lífríki og vist- kerfum við skógrækt. Önnur rannsóknaverkefni hafa skilað nið- urstöðum um raunverulegt umfang skógræktar á mismunandi land- gerðum og áhrif skógræktar á vatn, lífríki rofins lands, jarðveg og margt fleira. Staðreyndin er sú að afleiðingar skógræktar fyrir um- hverfið eru vel þekktar, þ.m.t. hin- ar meintu fórnir. Fórnirnar sem hér um ræðir eru einkum þær að sumar fuglateg- undir sem verpa á berangri verpa ekki í skógum og þar sem stærstur hluti skógræktar fer fram á mó- lendi telja sumir að búsvæði svonefndra mófugla skerðist vegna aukinnar útbreiðslu skóga. En sú skoðun að aukin skógrækt hafi neikvæð áhrif á stofn- stærðir þessara teg- unda byggist annars vegar á þeirri forsendu að framboð á hentugu varplandi fari minnk- andi og hins vegar á því að það sé framboð á varplandi sem tak- marki stofnstærðir þeirra, en ekki t.d. afrán, afföll á vetrarstöðvum eða eitthvað allt annað. Ýmsir þættir aðrir en skógrækt hafa áhrif á varplönd mófugla. Þekkt er að búfénaður stígur á hreiður og að sauðfé éti egg úr hreiðrum. Margfalt stærri lönd eru nýtt til beitar en skógræktar, því er ekki úr vegi að ætla að beitarnytjar hafi meiri áhrif á stofnstærðir mófugla en skógrækt. Á móti kemur að uppgræðsluaðgerðir víða um land hafa leitt til þess að auðnir breyt- ast í gróðurlendi sem henta mó- fuglum. T.d. verpa lóur, spóar og þúfutittlingar nú á Hólasandi, en engin þeirra tegunda verpti þar fyrir 15 árum. Landgræðsla er stunduð á talsvert stærri svæðum en skógrækt og það er vel hugs- anlegt að framboð á varplandi sem hentar mófuglum sé að aukast frekar en hitt. Ekki er vitað hver heildaráhrif landnýtingar á mó- fugla eru, en það er undarlegt að gera því skóna að sá þáttur sem notar hvað minnst land hafi hvað mest áhrif. Engin gögn liggja fyrir sem benda til þess að flatarmál mögu- legs varplands ráði mestu um stofnstærðir þessara tegunda hér á landi. Þvert á móti liggur ýmislegt fyrir um aðra orsakavalda. Sem dæmi má benda á gríðarlegar stofnstærðarsveiflur rjúpu, sem hafa ekkert með flatarmál mögu- legs varplands að gera. Þessi skortur á orsakasamhengi gerir það að verkum að áhyggjurnar um að verið sé að fórna mófuglum á altari skógræktar eru úr lausu lofti gripnar. Um mófugla og meint skipulagsleysi skógræktar Eftir Þröst Eysteinsson Þröstur Eysteinsson » Áhyggjur um að verið sé að fórna mófuglum á altari skógræktar eru úr lausu lofti gripnar. Höfundur er skógfræðingur og fuglaáhugamaður. Gagnrýnt er að skógrækt sé ekki nægilega vel skipulögð og kallað eftir stjórnvaldsákvörðunum um hvar rækta skuli skóg og hvar ekki á landsvísu frekar en að það ráðist að miklu leyti af áhuga landeig- enda eins og nú er. Þar gerir Tóm- as sig sekan um sömu villu og hann ásakar skógræktarfólk um, að skoða einungis jákvæðu hlið- arnar en horfa framhjá þeim nei- kvæðu. Valdboð að ofan um hvar skuli rækta skóg og hvar ekki gæti hugsanlega leitt til aukinnar hag- kvæmni í skógrækt og myndi auð- velda landslagshönnun á stórum svæðum, en á móti kæmi misrétti gagnvart landeigendum og fórn- arkostnaður sem fælist í því að áhugi magra á að rækta skóg nýtt- ist ekki í þágu skógræktar. Ekki ber að vanmeta þátt áhuga skóg- ræktandans í árangri í skógrækt. Kröfu um aukið skipulag ber einn- ig að skoða í samhengi við ástandið á öðrum sviðum landnýtingar. Öll ríkisstyrkt skógrækt (sem er um 95% af allri skógrækt) er háð samningum um land, skógrækt- aráætlunum gerðum af fagfólki og getur í vissum tilfellum verið háð mati á umhverfisáhrifum og fram- kvæmdaleyfi. Til samanburðar eru um 70% landsins nýtt til sumarbeitar búfjár án þess að hún sé á nokkurn hátt skipulögð m.t.t. landgæða eða verndun búsvæða fugla. Þótt alltaf megi gera betur er það þó hafið yf- ir allan vafa að stærstur hluti skógræktar er mun betur skipu- lagður m.t.t. landgæða, náttúruverndarsjónarmiða og landslags en þær gerðir landnýt- ingar sem nota mest land á Íslandi, þ.m.t. hefðbundinn landbúnaður og náttúruvernd. 16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2011 Það ofbýður heil- brigðri skynsemi að lesa málflutning Landsvirkjunar, hafðan eftir Óla Grét- ari Blöndal Sveins- syni, framkvæmda- stjóra þróunarsviðs, um áhrif virkjana á villta fiskistofna í Þjórsá. Hinn 1. sept- ember svarar hann hér í blaðinu rökstuddum upplýs- ingum Orra Vigfússonar, formanns verndarsjóðs villtra laxastofna í Norður-Atlantshafi, um að fyr- irhugaðar virkjanir í neðri hluta Þjórsár muni útrýma laxa- og sjó- birtingsstofnum í ánni. Orri segir frá því að sú tækni sé ekki til í víðri veröld sem geti komið í veg fyrir það. Óskyggja Óla Grétars um að við Urriðafoss séu kjöraðstæður til að láta sérstakar seiðafleytur bjarga seiðunum frá túrbínunum (vegna þess að áin sé lituð og því leiti seiðin upp í sólarljósið og þannig í fleyturnar) á ekki við nein rök eða rannsóknir að styðjast – auk þess sem fleyturnar hafa ekkert að segja fyrir sjóbirtinginn sem gengur upp og niður ána árum saman. Enda viðurkennir Óli Grétar að áhrif seiða- fleytunnar muni ekki koma í ljós fyrr en virkjunin hafi verið reist, og upplýsir þannig að hann hefur ekkert fyrir sér í mál- inu. Fari allt á versta veg (eins og það hefur gert alls staðar annars staðar þar sem gönguleiðir villtra fiska hafa verið stíflaðar) sé hann eigi að síð- ur bjartsýnn á að vel muni ganga að leysa vandann! Þetta er bjart- sýni af sama toga og þegar menn stökkva út úr flugvél í mikilli hæð og vonast til að fá fallhlíf lánaða á leiðinni niður. Sú almenna regla gildir í um- gengni mannsins við náttúruna að honum sé ekki heimilt að útrýma dýrategundum, aðeins að nýta þær á sjálfbæran hátt – eins og kveðið er á um í Bernarsamningnum um verndun villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu frá 1979 (sem Ísland fullgilti 17. júní 1993 og öðl- aðist gildi hér á landi 1. október sama ár). Í umræðum um virkj- anir í neðri hluta Þjórsár er því rétt að hafa það uppi á borðinu, undanbragðalaust, að verði þær reistar munu laxa- og sjóbirtings- stofnarnir í ánni deyja út. Ákvörð- un um virkjun jafngildir því ákvörðun um útrýmingu göngu- fiskastofna í ánni. Ekki ólíkt því að fólk getur gefið upplýst sam- þykki sitt fyrir skurðaðgerð sem mun örugglega leiða það til dauða – í trausti þess að afkomendurnir muni erfa eignirnar og þannig hagnast á aðgerðinni. Eftir Gísla Sigurðsson Gísli Sigurðsson » Óskhyggja Lands- virkjunar um að við Urriðafoss séu kjör- aðstæður til að láta seiðafleytur bjarga seiðunum á ekki við nein rök eða rann- sóknir að styðjast. Höfundur er rannsóknarprófessor við Árnastofnun. Virkjun útrýmir göngu- fiskum í Þjórsá Í grein í Morg- unblaðinu fimmtudag- inn 1. september held- ur prófessor í vatnalíffræði við Há- skóla Íslands því fram að undirritaður hafi, ásamt fleirum, „[geng- ið] lengst“ í að halda því fram að í tillögu til þingsályktunar um rammaáætlun sé verndarflokkur allt of stór. Þetta er ekki rétt. Samorka hefur vakið at- hygli á stærð nýtingar-, bið- og verndarflokks, auk þess hluta sem fellur innan friðlýstra svæða. Sam- orka hefur jafnframt sagt það koma á óvart að sumir orkukostir sem verkefnisstjórnin raðaði ofarlega skuli hafna í biðflokki, jafnvel vernd- arflokki. Þetta er ekki það sama og að halda því fram að verndarflokk- urinn sé allt of stór, hvað þá að ganga langt í því. 40% friðlýst Prófessorinn segir jafnframt að umræðan sé á villigötum því að rétt- ast væri að telja allar virkjanir sem þegar hafa verið byggðar með í nýt- ingarflokki. Það er sjónarmið. Jafn- framt mætti þá halda til haga að 40% alls land- svæðis á Íslandi eru nú þegar ýmist friðlýst, á náttúruverndaráætlun eða á náttúruminja- skrá. Svíþjóð og Finn- land hafa annars gengið hvað lengst í þessum efnum af Evr- ópulöndum, þar er þessi tala um 10%. Það er Alþingis að taka ákvörðun um stærð flokka í rammaáætlun og röð- un í þá. Samorka áskilur sér hins vegar allan rétt til að koma upplýs- ingum á framfæri í því samhengi. Af rammaáætlun Eftir Gústaf Adolf Skúlason Gústaf Adolf Skúlason » Samorka hefur jafn- framt sagt það koma á óvart að sumir orkukostir sem verk- efnisstjórnin raðaði of- arlega skuli hafna í bið- flokki, jafnvel verndarflokki Höfundur er aðstoðarfram- kvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is ...þú leitar og finnur Bréf til blaðsins Við Íslendingar erum hólpnir. Mitt í allri nið- urlægingunni stígur upp hinn eini sanni Ken- nedy okkar Ís- lendinga, líkt og frelsari sé fædd- ur. Bjargvætt- urinn heitir Guð- mundur Steingrímsson. Það þekkja hann fái aðrir en Össur og Dagur B. En til glöggvunar er hann dökkhærður, sæmilega ásjá- legur, um 180 á hæð, skakk- mynntur líkt og Ögmundur, og tal- ar í hringhendu. Það er eins og einhver guðs- blessun fylgi söguþjóðinni. Það stíga alltaf fram afburða ein- staklingar þegar við erum komin á botninn, og rífa okkur upp úr eymdinni. Þannig reyndist Þráinn Bertelsson okkur íslenskri þjóð bjargvættur á sínum tíma þegar hann tók þá ákvörðun að fórna sér og setjast á þing. Mér fannst það alltaf nánasarháttur að krefjast þess að Þráinn afsalaði sér lista- mannalaunum, þegar hann tók þá ákvörðun að fara úr „Dalalífi“ og færa sig til í kvosinni til að bjarga þjóð sinni úr hörmungum. Þá megum við ekki gleyma fram- lagi Dags B. Eggertssonar, Dagur fórnaði sér fyrir Reykvíkinga, og tók að sér að vera fúlbakk hjá hirð- fífli Reykvíkinga, og títtnefndur Guðmundur var aðstoðarmaður Dags. Auðvitað átti Dagur að vera borgarstjóri eins og vinur hans hafði verið, Ólafur F. Magnússon. Eða var Dagur B. borgarstjóri ein- hvern mánuðinn? Ég er ekki viss, held samt ekki, ég man samt eftir mynd sem tekin var á brúnni við ráðhúsið þar sem Dagur og Björn Ingi Hrafnsson, gengu hnakka- kertir og fasmiklir. Tekið var opnuviðtal við Dag í Fréttablaðinu. Það tók mig hálftíma að lesa við- talið, en ég skildi ekkert hvað hann var að segja, svo ég veit bara ekki hvort hann var borgarstjóri eða ekki. Þessi maður átti auðvitað að vera formaður Samfylkingarinnar, eins og Guðmundur Steingrímsson átti að verða formaður Framsókn- arflokksins og þeir félagar ætluðu að rífa landið upp úr þessari eymd sem Jóhanna hefur komið okkur í. Hefði þetta púsl gengið eftir, þá værum við ekki að lepja dauðann úr skel Steingríms. Ó nei. Það er ósanngjarnt hvað þessir menn hafa verið misskildir. En nú hefur Öss- ur leitt þjóðina í allan sannleikann um að við eigum okkar Kennedy fullskapaðan í Guðmundi Stein- grímssyni. Guðmundur hefur verið að máta sig í hinum ýmsu flokkum, og fundið út veikleika flokkanna, en læðst um, svo fáir hafa veitt honum athygli. Össur þekkir Guð- mund að góðu einu, þó þjóðin þekki hann ekki. Við getum treyst Öss- uri, svo mikið er víst. Guðmundur gengur nú til liðs við Össur um að bjarga Evrópusam- bandinu frá falli. Það er ekkert mál eins og þeir félagar hafa bent á. Ef Evrópusambandið fær fiskimiðin okkar og landbúnaðinn er þeim borgið. Þetta er þá ekki flóknara en þetta eftir allt. Síðan ætlar Guð- mundur að stofna stuðningsflokk Samfylkingarinnar Össuri til heið- urs. Það er ekkert mál, sjálfur Ein- ar Steingrímsson sem líka er mis- skilinn, enda hægmæltur mjög, ætlar að vera með honum í flokkn- um. Menn skyldu ekki gera grín að því þó þeir séu bara tveir. Oft verð- ur mjór til mikils. ÓMAR SIGURÐSSON, skipstjóri. Frelsari er fæddur Frá Ómari Sigurðssyni Ómar Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.