Morgunblaðið - 05.09.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.09.2011, Blaðsíða 32
MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 248. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Alvarlegt slys í tívolíinu 2. Fyrstu myndirnar af Victoriu … 3. Braut niður varnargarð 4. Eyddu stórfé í hrunveislur »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Danski kvikmyndaleikstjórinn Lone Scherfig fær verðlaun Vigdísar Finn- bogadóttur á Alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Reykjavík núna í september. Morgunblaðið tók viðtal við hana í tilefni af því. »28 Reuters Verðlaun Vigdísar Finnbogadóttur  Á miðvikudag- inn kl. 17 verður opnuð sýning í Borgarbókasafn- inu í Tryggvagötu um ævi og ritverk fransk-úkraínsku skáldkonunnar Irène Némirovsky. Hún ber yfirskrift- ina „Ég skrifa á brennheitu hrauni …“. Sýningin er sett upp í tilefni af því að skáldsagan Frönsk svíta kemur út sama dag hjá JPV í íslenskri þýðingu. „Ég skrifa á brenn- heitu hrauni …“  Þórdís Aðalsteinsdóttir hlaut á laugardaginn styrk úr Listasjóði Guð- mundu S. Kristinsdóttur. Styrkinn fékk hún fyrir framlag sitt á sviði mynd- listar og fór af- hendingin fram við opnun á sýn- ingum Errós og Attersee í Hafn- arhúsinu en það var einmitt Erró sem sá um afhend- inguna. Þórdís hlaut styrk úr listasjóði Guðmundu Á þriðjudag NA 3-8 m/s. Rigning fram yfir hádegi SA-lands, ann- ars skýjað og líkur á skúrum. Hiti 7 til 15 stig. Á miðvikudag Norðanátt, 5-13 m/s og hvassast við NA-ströndina. Rigning fyrir norðan, en stöku skúrir syðra. Kólnandi veður. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt, 3-8 m/s og dálítil væta af og til. Hiti yfirleitt 6 til 17 stig, svalast á annesjum N-lands. VEÐUR Björn Bergmann Sigurð- arson, markaskorari 21- landsliðsins í knattspyrnu í sigrinum á Belgum í síð- ustu viku, var í gærkvöld kallaður inn í A-landsliðið sem mætir Kýpur í und- ankeppni Evrópumótsins annað kvöld. Tvísýnt er með báða miðverði ís- lenska landsliðsins fyrir leikinn og markvörðurinn Haraldur Björnsson hefur bæst við hópinn. »1 Björn Bergmann færður í A-liðið Sunna Víðisdóttir og Stefán Már Stefánsson úr GR sigruðu á lokamóti Eimskipsmótarað- arinnar í golfi sem lauk í gær. Stefán ætlar að helga sig golfinu á nýjan leik og Sunna stefnir á golfiðkun í banda- rískum háskóla eftir eitt ár. »3 Sunna og Stefán stefna hátt eftir sigurinn „Ég vissi að þetta væri efnileg- ur hópur og til alls líklegur en ég átti ekki von á að við færum í gegnum þetta sumar eins og raunin varð,“ segir þjálfarinn Helena Ólafsdóttir en undir hennar stjórn vann FH alla 15 leiki sína í 1. deild kvenna í fót- bolta og skoraði 101 mark í sumar. »2 FH-stúlkur skoruðu 101 mark og unnu alla ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Bændur í Miðfirði telja að lömb komi ágætlega væn af heiðum og jafnvel betri en í fyrra. Fyrstu fjárréttir haustsins voru á Norðurlandi um helgina, til að mynda Miðfjarðarrétt og Hrútatungurétt í Hrúta- firði. Þá var stóð rekið sundur í Miðfjarðarrétt. Vegna harðinda í vor tók gróður seint við sér og bændur þurftu að halda fé sínu lengur heima en venjulega. Þeir gátu því átt von á rýrari lömbum. Ekki var að heyra á mönnum í Miðfjarðarréttum að svo væri, frekar að þau væru betri en í fyrra. Það kann að hafa áhrif að féð virðist laust við lungnapest sem herjaði í fyrra. Gróður stendur vel á heiðum og sumir bændur hefðu viljað hafa fé og hross lengur á afrétti. Leitir gengu vel, þar sem Morgunblaðið hafði spurnir af. Þoka tafði leitarmenn Hrútfirðinga en þokuslæðingur á Húksheiði upp af Miðfirði hafði ekki áhrif á leitarmenn þar. Helgi A. Pálsson réttastjóri í Miðfjarðarrétt telur að vel hafi smalast og segir ekki vitað um neina fjárhópa eftir á heiðunum. »6 Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Dregið Nóg var af sjálfboðaliðum við dilkadrátt í Miðfjarðarréttum. Bændur ánægðir með lömbin  Fyrstu fjárréttir haustsins um helgina Lilju er Gísli Kr. Björnsson, sem er nýútskrifaður lögfræðingur. Vinir hans tóku sig til og söfnuðu listamönnum saman til að halda minningar- og styrktartónleika í Grafarvogskirkjunni. Upphaflega áttu tónleikarnir að vera í Guðríð- arkirkju en áhuginn á að mæta á tón- leikana og styrkja málefnið var svo mikill að þau þurftu að færa sig yfir í stærri kirkju til að fólk kæmist fyrir. Þá varð Grafarvogskirkja fyrir val- inu. Herdís Eyjólfsdóttir er ein þeirra sem standa að þessum tón- leikum og vill hún þakka listamönn- unum sem voru tilbúnir til að hjálpa við tónleikana. „Það tóku allir svo vel í þetta og við erum þeim óskaplega þakklát,“ segir Herdís. Á tónleik- unum koma fram Páll Óskar Hjálm- týsson söngvari, Monika Abendroth hörpuleikari, Sigrún Hjálmtýsdóttir söngvari, Hera Björk Þórhallsdóttir söngvari, Anna Guðný Guðmunds- dóttir píanóleikari, Sigurður I. Snorrason klarinettleikari, Davíð Ólafsson söngvari, Stefán Helgi Stef- ánsson söngvari, Helgi Már Hann- esson píanóleikari, Friðrik Ómar Hjörleifsson söngvari, Jógvan Han- sen söngvari, Jón Jónsson söngvari, Gospeltónar, Jóhann Friðgeir Valdi- marsson söngvari og Gréta Salóme Stefánsdóttir fiðluleikari. Öll vinna við tónleikana er án end- urgjalds og mun allur aðgangseyrir renna beint í styrktarsjóð fyrir eig- inmann og börn Hönnu Lilju. Herdís segir að það hafi verið ynd- islegt hve allir hafi brugðist vel við þessum tónleikum og vill koma á framfæri þakklæti fyrir allan stuðn- inginn. „Fésbókarsíðan þar sem fólk hefur samhryggst Gísla og börnum hans er örugglega orðin nokkurra tuga metra löng, ef hún væri prentuð út,“ segir Herdís. Styrktartónleikar Hanna Lilja Valsdóttir og Valgerður Lilja. Þurftu að færa tónleikana yfir í stærri kirkju vegna aðsóknar  Styrktar- og minningartónleikar um Hönnu Lilju Valsdóttur og barn hennar Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Styrktar- og minningartónleikar um Hönnu Lilju Valsdóttur og barn hennar verða haldnir í Grafarvogs- kirkju í kvöld klukkan 20.30. Hanna Lilja lést 14. ágúst síðast- liðinn vegna blóðtappa í lunga. Hún átti þá von á tvíburadætrum og átti um mánuð eftir af meðgöngunni. Tví- burasystrunum var bjargað og voru þær skírðar Valgerður Lilja og Sig- ríður Hanna. Valgerður Lilja lést vikugömul en Sigríði Hönnu vegnar vel þótt hún sé enn á vökudeild. Hanna Lilja lætur eftir sig tvö önnur börn, Þorkel Val, átta ára, og Guð- rúnu Filippíu, fjögurra ára. Faðir barnanna og eiginmaður Hönnu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.