Morgunblaðið - 05.09.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.09.2011, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. SEPTEMBER 2011 ✝ Davíð TraustiArnljótsson fæddist í Reykjavík 20. desember 1939. Hann lést á heimili sínu hinn 21. ágúst 2011. Foreldrar hans voru Arnljótur Dav- íðsson, f. 28. okt. 1909, d. 18. maí 1980, og Ágústa Marie Figved, f. 4. júlí 1912, d. 9. sept. 2000. Bræð- ur Davíðs eru 1) Örn Andreas Arnljótsson, f. 31. okt. 1936, d. 11. febr. 1978. Örn kvæntist Höllu Gísladóttur árið 1961. Börn þeirra eru a) Arnljótur Arnarson, f. 6. mars 1961, maki hans er Agla Egilsdóttir, þau eiga saman 3 börn. Gísli Örn Arnarson, f. 5. jan. 1965, maki Halla Guðlaugsdóttir, þau eiga 4 börn. c) Ágústa María Arn- ardóttir, f. 31. maí 1969, maki Anil Thapa, þau eiga saman 2 börn Helga Alex, f. 9. maí 2005, og Elísu Karen, f. 8. des. 2009. b) Hafþór Brynjar, f. 21. jan. 1986. Davíð lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1959. Fyrrihlutaprófi í verk- fræði frá Háskóla Íslands 1963 og Cand polyt-prófi bygg- ingaverkfræði frá DTH í Kaup- mannahöfn 1967. Verkfræð- ingur hjá Rådgivende ingeniörfirma Joh. Jörgensen A/S í Kaupmannahöfn 1967 til 1970. Bæjarverkfræðingur hjá Dalvíkurhreppi 1970 til 1972. Rak eigin verkfræðistofu á Dal- vík frá 1972 til 1977. Stofnaði ásamt öðrum Arkitekta- og verkfræðistofuna sf á Akureyri 1977 og starfaði þar til 1982. Framkvæmdastjóri Verk- fræðistofu Suðurlands frá 1982 til 1983. Sjálfstætt starfandi verkfræðingur 1984 til 1987. Umdæmisverkfræðingur hjá Fasteignamati ríkisins frá 1987 til 2000. Sjálfstætt starfandi verkfræðingur frá 2000 til 2011. Davíð verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í dag, 5. septem- ber 2011, og hefst athöfnin kl. 15. Hjörleifur Valsson, þau eiga 5 börn. 2) Jens Arnljótsson, f. 3. júni 1956 maki Guðrún Olgeirs- dóttir, f. 28. febr. 1953, þau eiga sam- an tvo syni a) Brynj- ar Örn Jensson, f. 17. apr. 1988, b) Davíð Örn Jensson, f. 13. maí 1995. Son- ur Guðrúnar er Elí- as Rúnar Jóhannsson, f. 16. mars 1976, kvæntur Jennifer Johanns- son, þau eiga tvær dætur. Hinn 1. október 1967 kvæntist Davíð, Huldu Erlingsdóttur, f. 14. nóv. 1941. Börn þeirra eru: a) Arnljótur Davíðsson, f. 3. sept. 1968. b) Ágústa María Davíðs- dóttir, f. 4. júní 1970. c) Erlingur Sigurður Davíðsson, f. 28. nóv. 1959. Maki Erlings er Billie Dav- idsson og börn hans eru a) Elín Margrét, f. 24. júlí 1978, maki Elsku pabbi. Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti til Guðs fyrir að njóta þeirra for- réttinda að vera sonur þinn. Að eiga pabba sem er innilegur, fróður, skemmtilegur og hægt er að ræða við um nánast allt er dýr- mætt. Mér eru minnistæðar þær ótal gleðistundir sem við áttum sam- an, þinn smitandi hlátur og þau fjölmörgu skipti sem við höfum legið saman í hláturkasti. Þín mikla rökhyggja, nákvæmni og sannleiksleitandi hjarta þitt hafa brýnt karakter minn þegar ég hef gengið gegnum þykkt og þunnt á lífsins leið. Dýrmætastar eru mér þó á þessum tíma allar þær umræður sem við höfum átt um lífið og tilveruna og tilgang þess. Og þegar þú með þinn stærðfræðihuga, mikla bókvit og víðtæku þekkingu hefur útlistað fyrir mér þá niðurstöðu þína, að siðferðisboðskapur Jesú Krist og það djúpa innsæi á mannlegu eðli sem kemur fram í kennslu hans hafi algera yfirburði yfir allt ann- að sem hefur komið fram. Þau ei- lífu gildi og verðmæti sem eru fólgin í boðskap og loforðum Jesú Krists voru títt umræðuefni. Á stundu sem þessari er það ennþá augljósara fyrir mér hversu gríðarlega mikilvægt það er að þiggja það sem Jesús bauð. Elsku pabbi, takk fyrir að skila til mín því sem skiptir mestu máli. Takk fyrir að vera yndislegur pabbi. Takk fyrir allt. Ég elska þig. Þinn sonur, Arnljótur Davíðsson. Elsku hjartans pabbi minn. Ég trúi því varla enn að þú sért farinn frá okkur og það án þess að við fengjum tækifæri til að kveðjast. Það var svo sárt að koma heim og sjá að þú varst ekki þar. Hefði mig grunað að samtal okkar í símanum fyrr um kvöldið yrði það síðasta hefði ég ekki sleppt þér svo auðveldlega úr símanum. Ég vissi að þú varst með magaverki en hélt bara að það liði hjá fljótt og vel eins og alltaf þegar þú hefur kennt þér nokkurs meins. Við sem urðum bara nánari og betri vinir með hverju árinu sem leið og héldum að við ættum eftir að fá að svo margar góðar stundir saman í viðbót. En núna verð ég bara að ylja mér við allar þær góðu minningar sem við eigum saman. Allt frá því við keyrðum oft á milli Akureyr- ar og Reykjavíkur og lékum okk- ur við að kveðast á og syngja saman mörg skemmtileg lög eins og t.d. Bjössi á mjólkurbílnum og Ó, Jósep Jósep. Svo þegar ég tók samræmdu prófin og þú varst að hjálpa mér með stærðfræðina náðirðu að útskýra grunnþætti algebrunnar svo vel fyrir mér að einkunnirnar fóru næstum upp í topp og ég byrjaði að hafa mjög gaman af að leysa algebrudæmi. Þú hefur líka alltaf verið svo góð- ur kokkur, þegar ég var lítil var það milljónbuffið og spaghetti a la bolognese sem voru þitt spe- cialitet, en síðustu árin skipti ekki máli hvað þér datt í hug að elda, það var allt svo gott enda naustu þess að prufa þig áfram með hollu hráefni og mismunandi kryddtegundum. Það var ekki síst ást þín á Ítalíu og ítalskri tungu sem kveikti þá Ítalíuást sem býr einnig í mér. Það er svo sérstakt til þess að hugsa að okkar síðustu stundum eyddum við saman í okkar uppá- haldslandi Ítalíu þegar ég hitti ykkur mömmu þar í sumar. Ekki grunaði mig þegar ég kvaddi ykkur á brautarstöðinni í byrjun júlí að það væri sú stund sem ég fengi að vera með þér, knúsa þig og kveðja í síðasta sinn. Og það verður skrítið að fara þangað aft- ur án þess að geta deilt með þér öllu því sem ég veit að þér þykir svo spennandi að fá að heyra það- an. Og ég er Guði svo þakklát fyr- ir að hafa fengið að eiga þessa yndislegu og endurnærandi viku með ykkur mömmu á Ítalíu í sumar. Síðustu ár þegar ég hef komið heim til Íslands hef ég not- ið þess svo að vera með ykkur hér heima að ég borgaði oft ófáa þús- und krónurnar fyrir framleng- ingu á flugmiðanum til baka, og sé ég nú hvað þeim peningum var vel eytt, því það voru dýrmætar stundir sem koma aldrei til baka. Ég sá þig sem betur fer nokkrum sinnum á skipinu eftir Ítalíuferð- ina og síðasta skiptið var aðeins tveimur dögum áður en þú varst tekinn frá okkur og þá leistu svo sérstaklega vel og hraustlega út og varst svo glaður. Ég gæti haldið endalaust áfram að telja upp allar þær ynd- islegu stundir sem við höfum átt saman því það eru einu stundirn- ar sem koma upp í huga mér núna, en ég verð nú bara að geyma þær minningar sem dýr- mætar perlur í huga mínum og hjarta. Elsku pabbi minn, ég elska þig og sakna þín svo rosa- lega mikið. Þín dóttir og vinkona, Ágústa María. Þegar sorgin og söknuðurinn dynja yfir myndast ákveðið tómarúm sem erfitt er að fylla. Þessu kynnast þeir sem missa ástvini sína, eins og flestir lenda í á ævinni. Mín sorg og söknuður er nú að missa Dassa bróður minn, sem var mér mjög náinn og auk þess minn besti vinur. Elsku bróðir, með fáum orðum vil ég segja þér hversu mikilvæg- ur þú varst mér. Þú varst mín stoð og styrkur frá því ég man eftir mér. Allar stundir með þér eru ógleymanlegar. Við þig var hægt að bera undir og ræða alla hluti sem komu upp á hverjum tíma, skipti þá engu máli hvert umræðuefnið var. Ekkert mál var það persónulegt eða óþægilegt sem við gátum ekki rætt. Það er mér mikilsvirði að hafa átt þig sem bróður og besta vin. Ég sakna þín sárt. Guð geymi þig. Jens Arnljótsson. Dassi mágur og kær vinur hef- ur nú kvatt eftir skyndileg veik- indi. Fyrstu kynni mín af Dassa voru fljótlega eftir að ég byrjaði í sambúð með bróður hans fyrir aldarfjórðungi. Í mínum huga var Dassi fróðleiksfús, hann elskaði að ferðast um heiminn og uppá- haldslandið hans var Ítalía. Það voru ófáar ferðasögurnar sem hann sagði okkur af upplifunum sínum og kynnum af innfæddum á hverjum stað sem hann heim- sótti. Hann var mikill tungumála- maður og hafði sérstakan áhuga á latneskum málum, s.s. ítölsku, spænsku og portúgölsku. Hann naut þess að geta rætt við inn- fædda á þeirra tungumáli og vildi kynna sér og fá vitneskju um lífs- kjör fólks í hverju landi fyrir sig. Ég man sérstaklega eftir þegar hann birtist skyndilega á tröpp- unum hjá okkur, öllum að óvör- um, þegar við vorum í sumarfríi eitt sinn í Portúgal. Hann féllst á að gista eina nótt en alls ekki lengur. Þetta lýsti Dassa mjög vel því hann vildi ferðast víða og nýta tímann vel til að njóta nátt- úru, fegurðar og menningar þjóð- anna. Það var alltaf gaman að hitta Dassa því hann var húm- oristi og bjó yfir skemmtilegri frásagnargáfu og einstökum hæfileika til að gæða frásögnina lífi. Minnisstæð eru öll fjöl- skylduboðin, hvort sem um var að ræða afmæli, jólaboð eða aðr- ar samverustundir. Það hefur auðgað líf mitt að hafa átt vináttu Dassa og Huldu öll þessi ár. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir. Þá líður sem leiftur úr skýjum, ljósgeisli af minningum hlýjum. (HJH) Elsku Hulda, Arnljótur, Ágústa og Erlingur. Ég bið góð- an Guð að styrkja ykkur í sorg- inni. Guðrún Olgeirsdóttir. Elsku Dassi. Þú varst eins góður frændi og hægt er að vera. Þú varst oft með okkur á jólunum og um áramótin og það var alltaf mjög gaman. Þú komst oft til okkar þegar það voru góðir fót- boltaleikir og þegar íslenska landsliðið í handbolta var að spila og horfðir á leikina með okkur. Þú varst alltaf í góðu skapi og elskaðir að ferðast. Öll jólin okk- ar sem við eyddum saman eru eftirminnileg og það var alltaf gaman þegar þið komuð til okkar eða við til ykkar og við borðuðum saman, opnuðum pakkana og átt- um góðar stundir saman. Gjafirn- ar sem ég fékk frá þér voru allar frábærar og svo komstu líka allt- af með páskaegg handa mér á páskunum. Ég mun aldrei gleyma þér og öllum þeim góðu stundum sem við áttum saman. Minning þín lif- ir í hjarta mínu. Davíð Örn. Elsku Dassi Ég ætlaði vart að trúa mínum eigin eyrum þegar pabbi færði mér þær fregnir að þú værir far- inn. Þú áttir svo mikið eftir. Þú varst hraustur, hress og skemmtilegur og eins og pabbi benti á, þá fannst manni þið tveir ávallt vera jafnaldrar þó að í raun væru 17 ár á milli ykkar. Ég vil trúa því að þér sé ætlað stórt og mikilvægt hlutverk á nýjum stað fyrst þú varst tekinn svona snögglega frá okkur. Ég á margar góðar minningar af þér, elsku Dassi. Með þeim elstu er hringferðin ’94 sem við fórum í ásamt pabba, ömmu Mússí, Eddu og fleiri góðum. Ég man einnig eftir því þegar þú heimsóttir okkur á hótelið í Portúgal ’98. Þú varst að keyra í gegnum Portúgal, gistir hjá okk- ur eina nótt og varst svo rokinn af stað aftur snemma næsta morgun. Öll aðfangadagskvöldin sem og gamlárskvöldin sem við fjöl- skyldurnar eyddum saman, hvort sem það var á Mánagötunni, í Engihjalla eða í Fljótaselinu. Um hver jól var tilhlökkunarefni út af fyrir sig að vita að við myndum öll eyða jólunum saman. Við átt- um saman ómetanlegar stundir þar sem við borðuðum seinna en flestir, opnuðum pakkana langt fram eftir kvöldi og spjölluðum fram á rauða nótt. Mér er einnig minnisstætt þegar ég, þú og pabbi vorum í Perlunni fyrr á þessu ári. Við skruppum út á pall, virtum út- sýnið fyrir okkur og spjölluðum um það sem fyrir augu bar. Við áttum það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á fótbolta. Það var hrikalega gaman að fá þig til okkar að fylgjast með hinum ýmsu fótboltaleikjum því þú varst svo vel inni í öllu sem var að gerast í nútíma knattspyrnu. Það var gaman að hlusta á þína eigin túlkun á leikjunum og alltaf gastu bent manni á nýja hlið á málunum. Ég man vel hversu hrifinn þú varst af Messi og fé- lögum í Barcelona þegar þeir gjörsigruðu mína menn í Man- chester United í úrslitum meist- aradeildarinnar. Ég gat nú ekki annað en verið sammála þér í það skipti þó mér hafi kannski ekkert líkað það allt of vel. Síðustu stundirnar sem við eyddum saman voru í útskriftar- veislunni minni núna í júní. Þú varst áhugasamur um ferð mína til Tælands því öll erlend menn- ing heillaði þig. Þú varst dugleg- ur að ferðast og ég vona svo sannarlega að ég fái að sjá jafn mikið af heiminum og þú. Elsku Dassi, ég kann að meta allar stundirnar sem við áttum saman og allt það sem þú gerðir fyrir mig. Þú varst yndislegur frændi og ég kveð þig með mikl- um söknuði. Ég mun aldrei gleyma þér. Brynjar Örn. Fráfall Davíðs Arnljótssonar kom nokkuð á óvart, því að örfá- um dögum fyrr var hann hress í bragði og viðræðugóður með heilbrigða skynsemi sína í besta lagi. Þrátt fyrir það var hann kominn á þann aldur sem við gömlu mennirnir með þokkalegt langminni upplifðum að ekki sætti tíðindum áður fyrr að sjö- tugur maður og þaðan af eldri mætti dauða sínum. Hvað sem því líður hafði Davíð Arnljótsson lifað langa starfsævi og hvergi slakað á að sinna verk- um sínum af alúð og áhuga frá ungum aldri til dauðadags. Innan við tvítugt hafði hann lokið stúd- entsprófi eftir farsælan námsferil í Menntaskólanum í Reykjavík. Hann lagði þá þegar fyrir sig verkfræðinám, fyrst í Háskóla Íslands, síðar við verkfræðihá- skóla í Kaupmannahöfn og lauk prófi sem byggingaverkfræðing- ur 27 ára gamall. Starfsævi hans varaði því hátt í hálfa öld og ómæld þau verk sem hann lét eft- ir sig sem hæfileikamaður í sinni grein. En þó Davíð væri þaulsætinn við verkfræðistörf sín í heild, sat hann ekki alltaf á sama stólnum eða sama staðnum. Fyrstu árin eftir próflok starfaði hann í Kaupmannahöfn, síðar var hann bæjarverkfræðingur nokkur ár á Dalvík og rak þar eigin verk- fræðistofu og á Akureyri um langt skeið. Fór ekki hjá því að við kynntumst vel á þeim árum, enda vorum við þar að auki svilar og fyrir það tengdir fjölskyldu- böndum. Ég held að þessi Dalvík- ur- og Akureyrarár hafi verið góður tími í ævi þeirra Huldu, og ekki skorti á að þau tækju til hendinni, bæði tvö, og afköstuðu miklu. Eftir þessi góðu ár fyrir norðan lá leiðin suður og varð síð- ur en svo hlé á því að Davíð sinnti þeim faglegu störfum sem hann hafði lært til, m.a. veitti hann um skeið forstöðu verkfræðistofu á Selfossi og hafði þá Suðurland sem athafnasvið. Nú gæti einhver haldið að Davíð Arnljótsson hafi verið áhugalítill um allt nema verk- fræði, en það var nú eitthvað ann- að. Hann var vellesinn og fjöl- menntaður maður. Hann var ekki einasta vel mæltur á íslensku (eins og títt er um verkfræðinga, því fáar starfsstéttir hafa lagt meiri alúð við málrækt en stétt verkfræðinga), hann var líka næmur á erlendar tungur. M.a. lærði hann ítölsku af sjálfsnámi og var Ítalíuvinur af nokkurri ástríðu. Öll menningarsaga lá vel fyrir honum. Öfgalausari mann um stjórnmál hef ég varla þekkt. Í þeim efnum var það háttur hans að greina og meta, hann bast engum stjórnmálaflokki neinum tryggðaböndum, en greindi þá sem hvert annað félagslegt fyr- irbæri. Hann tók engan þátt í stjórnmálum mér vitanlega. En viðræðugóður var hann um hvers kyns þjóðmál. Vinum sínum verður Davíð minnisstæður. Það á ekki síst við um mig og mitt fólk. Við sendum Huldu og börnum hennar hug- heila samúðarkveðju og þökkum hin góðu kynni um áratugi. Ingvar Gíslason. Davíð Arnljótsson er öllum vinum sínum harmdauði. Enn sé ég fyrir mér þennan ljóshærða, bjarta vin minn á skólaárunum, glaðlegan og vingjarnlegan. Mér fannst hann óvenju vel af guði gerður. Við Davíð kynntumst á menntaskólaárunum og urðum strax miklir vinir. Þriðji maður- inn í hópnum var Sigurður Giz- urarson. Það er eins og sú vinátta sem mótast á yngri árum þegar hugurinn er að þroskast og aug- un að opnast fyrir undrum lífsins sé sérstaks eðlis. Hún verður hrein og heil, gerir engar kröfur og fyrirgefur. Ég lærði mikið af Dassa í Menntaskóla. Ekki bara af því að hann var betri námsmaður en ég, heldur líka vegna þess að hann var víðsýnni en ég. Ég kom úr braggahverfinu, þröngsýnn og tortryggur eins og „vindur í vað- málskjól“ en Davíð sá einhvern veginn allt skýrara en ég, hugs- aði dýpra, viðhorf hans urðu mér oft ærið umhugsunarefni. Um- hverfi og aðstæður höfðu byrgt mér sýn á mörg þau gildi lífsins sem Dassi hafði í hávegum. Minnisstæðar eru mér stundirn- ar þegar við gengum kringum tjörnina og ræddum eðli og til- gang lífsins eða vorum að lesa saman stærðfræði. Davíð vitnaði gjarnan í ljóð nafna síns frá Fagraskógi. Einkenni Davíðs voru að hann var óvenjulega traustur, greindur og sterk- byggður. Ég held að Davíð hafi verið sterkastur í skóla. Davíð var góð- ur stærðfræðingur og verkfræð- ingur, fékkst talsvert við burðar- þol bygginga og átti mjög gott með að læra tungumál. Hann var einn aðalhöfundur að því skráningarkerfi mann- virkja sem nú er í notkun og átti drjúgan þátt í gerð reglugerðar um útreikning hlutfallstalna í fjöleignahúsum. Hann talaði öll Norðurlanda- málin, ensku, þýsku, frönsku, ítölsku, talsvert í portúgölsku og eitthvað í spænsku. En ekki bara það. Hann hafði ótrúlega hæfi- leika til að komast í samband við fólk þótt hann kynni ekki tungu- málið sem það talaði. Ég hef heyrt sagt frá því að hann ræddi við menn sem eingöngu töluðu grísku eða finnsku, með góðum árangri. Þá var beitt látbragði og bendingum þannig að báðir aðilar vissu um hvað málið snerist. Trúin er sterkur þáttur í skap- höfn hans og lífi. Heill, hreinlynd- ur, greindur og vinfastur. Gott að leita til hans ef vandamál voru á næstu grösum. Orðvar var hann og orðheldinn. Ég man aldrei eft- ir að Davíð hallaði réttu máli. En nú er komin nótt. Við felum hann þeim guði sem hann trúði svo einlæglega á. Við hefðum vilj- að eiga hann lengur sem vin. Þegar ég lít yfir liðin ár finnst mér vinátta Davíðs eins og gjöf sem fól í sér gleði sem aldrei glat- ast. Gott er að eiga í huga sér um ógengið æviskeið minningu um slíkan vin. Samúðarkveðjur sendi ég Huldu, börnum hans, ættingjum og vinum. Guðm. G. Þórarinsson. Þegar ég frétti af andláti Dav- íðs vinar míns sem bar að svo skjótt, komu upp í hugann alls konar myndir og minningar. Okkar leiðir lágu fyrst saman á Dalvík, þar sem hann var bæj- arverkfræðingur. Ég var að kenna syni hans, honum Ella, að aka bifreið en ég var ökukennari á þessum tíma. Síðar meir kynnt- ist ég hinni indælu konu hans, Huldu, og börnum þeirra, Arn- ljóti og Ágústu, sem eru algjörar perlur í mínum huga. Þeim öllum færi ég mínar dýpstu samúðar- kveðjur og bið góðan Guð að hugga þau og styrkja. Davíð var vel gefinn, víðlesinn og fróður vel. Hann lét sig það varða hvernig aðrir hefðu það. Hvernig er Líbería? Kenía? ABC? o.s.frv. Spurningarnar komu hver af annarri. Síðasta spjall okkar var um Færeyjar, en ég var nýlega kominn þaðan þeg- ar ég hitti hann. Það var alltaf gott að vera í návist hans. Hann hafði gert upp hug sinn varðandi ferðina óhjákvæmilegu og tryggt sér aðgang að staðnum sem Jesús talar um þegar hann segir „Í húsi föður míns eru margar vistarverur. Og væri ekki svo, hefði ég þá sagt yður, að ég færi burt að búa yður stað? Þeg- ar ég er farinn burt og hef búið yður stað, kem ég aftur og tek yð- ur til mín, svo þér séuð einnig þar sem ég er“. Blessuð sé minning góðs manns og vinar. Halldór Pálsson. Davíð Trausti Arnljótsson  Fleiri minningargreinar um Davíð Trausta Arnljóts- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.