Teningur - 01.01.1987, Side 8

Teningur - 01.01.1987, Side 8
aftur sigld af stað uppá Skaga og það stóð til að hætta leitinni. Froskmennirnir ætluðu að gera eina tilraun enn, allra síðustu tilraun, þeir höfðu reynt að segja mér sem sat skjálfandi og með tárin í augunum að þetta væri vonlaust, hand- ritið hefði lfklega tæst í skrúfunni, enda væri sjórinn fullur af pappírssnifsum. Ein úrslitatilraun! Fyrir mína grát- beiðni. Eg reyni að bægja frá mér sjálfs- ásökunum um fyrirhyggjuleysi og flum- brugang þegar við sem sitjum inní bíln- um heyrum kallað, það hefur eitthvað fundist... Við stökkvum út og ég hleyp fram á bryggjusporðinn þar sem frosk- mennirnir svamla á yfirborðinu. Þeir drösla einhverju þungu á milli sín, lík! segir einhver, en ég þekkti strax og hafði þekkt um leið jafnvel þótt ég hefði séð í svipleiftri ofaní fjöldagröf, svartan haus- inn á Erkienglinum sem skaut uppúr vatnsskorpunni... Stefán Snævarr NAFNLAUSN I Augað sem sér sér ekki augað sjá Eyrað sem heyrir heyrir ei eyrað heyra Spegillinn speglast í spegli sem speglast í spegli. II Askja í öskju sem er askja í annarri öskju Bergmál sem bergmálar bergmáli Hringiða krókóttra stíga um lokaða garða. Intermezzo nr. 2 Intermezzo nr. 1. Við ferðumst á Möbíusarborða líkt og ljósið sem á vegferð sinni um heiminn snýr aftur til upphafs síns. Erindaskipan ljóðsins brenglaöist í síðasta tölublaði og er það því birt hér aftur. Höf- undur er beðinn velvirðingar á mistökunum. I þessu ljóði ekkert satt orð engin orð sem ríma er Ijóðið gríma? IV Augað sem sér eyrað sem heyrir bergmál sem bergmálar spegli sem speglar öskju í öskju, hringiða krókóttra stíga um lokaða garðinn við völundarhúsið við völundarhúsið. 6

x

Teningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.