Teningur - 01.01.1989, Page 8

Teningur - 01.01.1989, Page 8
JAVIER EGEA FJÖGUR LJÓÐ Nú kemurðu klædd sem rukkari að loka fyrir vatnið og skrælnaðar herðar mínar vekja undrun þína og í einni svipan skilurðu aldagamla eyðisanda. Og þú afhjúpar hörund þitt líkt og ófrjóa jörð og þú stendur nakin frammi fyrir þvílíkri eyðimörk og ástin rifnar sundur einsog gamall reikningur. í útvarpinu var sagt að þú hefðir farið í býtið, kjóllinn blár, marglit skyrta, hárið svart og slétt, sama augnaráðið og alltaf. Þú varst sögð ung og hávaxin, næstum hrygg, að þú hafir lagt upp í flýti og ekki sagt orð við neinn, að þú hafir yfirgefið lífið vegna undarlegrar ástar. Ég fann til einskonar klígju en leit samt út á götu: þú varst ósjáanleg svona ein, svona langt í burtu, svona horfin, svo fáránlega fjarlæg skipbroti okkar. 6 Engu að síður var komið, komið heim til mín og spurt um þig.

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.