Teningur - 01.01.1989, Síða 21

Teningur - 01.01.1989, Síða 21
annað. Maisie sagði að sér liði illa. Undanfarið hafði hún setið allan lið- langan daginn einhvers staðar í hús- inu og gluggað í bækur um sálarfræði og dulspeki, og hana dreymdi illa næstum hverja nótt. Síðan við áttum í höggorustunni og biðum færis með sama skóinn úti fyrir baðherberginu til að geta barið hvort annað, hafði ég haft litla samúð með henni. Hluti vandamáls hennar var afbrýðisemi. Hún var mjög afbrýðisöm . . . út í fjörutíu og fimm binda dagbók langafa míns og gagnvart eindregnum vilja mínum og kappsemi vfð að undirbúa útgáfu hennar. Hún var ekkert að gera. Ég var að leggja frá mér eitt bindi og taka upp annað þegar Maisie kom inn með teið. „Má ég segja þér draum minn?“ spurði hún. „Ég var að fljúga þessari flugvél yfir eins konar eyðimörk ..." „Segðu mér það seinna, Maisie", sagði ég. „Ég er á kafi í dálitlu hérna." Eftir að hún var farin starði ég á vegg- inn yfir skrifborði mínu og hugsaði um M, sem kom reglulega til skrafs og kvöldverðar hjá langafa um fimmtán ára skeið, allt fram að bráðri og óút- skýrðri brottför hans kvöld eitt árið 1898. Hver var hann þessi M? Svo mikið er víst að hann var einhvers konar lærdómsmaður jafnframt því að vera athafnamaður. Að kvöldi níunda ágúst 1870 voru þeir t.d. að ræða stellingar við ástaratlot, og M segir langafa að samfarir a posteriori séu eðlilegasti mátinn með tilliti til legu snípsins og vegna þess að aðrir tví- fætlingar aðhyllist þessa aðferð. Lang- afi minn, sem hafði samfarir um það bil sex sinnum á ævinni, og það með Alice fyrsta hjónabandsárið, lét í Ijós forvitni á því hver skoðun kirkjunnar væri, og M getur þegar í stað tjáð honum að sautjándu aldar guðfræð- ingurinn Theodore áleit samfarir a posteriori vera synd í flokki með sjálfsfróun og þess vegna verða fjöru- tíu syndarefsinga. Seinna sama kvöld kom langafi fram með stærðfræðilega sönnun á því að hámarksfjöldi stell- inga gæti ekki farið fram yfir prím- töluna sautján. M hæddist að þessu og sagðist hafa séð teikningasafn eftir Romano, nemanda Raphaels, þar sem sýndar voru tuttugu og fjórar stellingar. Og hann bætti því við að hann hefði heyrt getið um herramann að nafni F. K. Forberg sem hefði gert grein fyrir níutíu. Þegar ég mundi loks eftir teinu sem Maisie hafði skilið eftir við olnbogann á mér, var það orðið kalt. Hjónband okkar náði mikilvægu upplausnarstigi á eftirfarandi hátt. Kvöld eitt sat ég í baðherberginu við að skrifa niður samtal sem við Maisie höfðum átt um Tarotspil, þegar hún stóð skyndilega fyrir utan dyrnar, barði á hurðina og skók hurðarhún- inn. „Opnaðu dyrnar," hrópaði hún. „Ég vil komast inn.“ „Þú verður að bíða nokkrar mínútur í viðbót,“ sagði ég. „Ég er næstum búinn.“ „Hleyptu mér inn núna", æpti hún. „Þú ert ekki að nota salernið." „Bíddu,“ svaraði ég, og bætti við einni eða tveimur línum. Nú var Maisie byrjuð að sparka í hurðina. „Ég er byrjuð á túr og verð að ná í svolítið. “ Ég sinnti ekki köllum hennar og lauk við pistilinn, sem ég áleit sér- staklega mikilvægan. Ef ég slægi því á frest myndu viss smáatriði glatast. Ekkert heyrðist í Maisie núna og ég gerði ráð fyrir að hún væri í svefnher- berginu. En þegar ég lauk upp dyrun- um stóð hún andspænis mér með skó í hendinni. Hún beindi hælnum með snöggri sveiflu að höfði mér, og mér gafst einungis tími til að víkja örlítið til hliðar. Hællinn skall ofan á eyra mér og skar það illa. „Svona,“ sagði Maisie og smaug framhjá mér inn á baðherbergið, „nú blæðir okkur báðum," og hún skellti aftur hurðinni. Ég tók skóinn upp, stóð hljóður og þolinmóður fyrir utan baðherbergið og hélt vasaklút að blæðandi eyranu. Maisie var um það bil tíu mínútur í baðherberginu, og þegar hún kom út, gaf ég henni lag- legt og nákvæmt högg beint á hvirfil- inn. Ég gaf henni engan tíma til að víkja undan. Hún stóð grafkyrr eitt augnablik og horfði beint í augu mér. „Kvikindið þitt," hreytti hún út úr sér og fór inn í eldhús til að huga að höfuð- áverka sínum án þess að ég sæi. Við kvöldverðarborðið hélt Maisie því fram að maður sem væri innilok- aður í klefa og hefði einungis Tarot- spil í fórum sínum, hefði greiðan aðgang að allri þekkingu. Hún hafði verið að lesa sig til síðdegis og spilin lágu enn dreifð um gólfið. „Gæti hann fengið vitneskju um gatnakerfi Valpariso í spilunum?" spurði ég. „Enga vitleysu“, svaraði hún. „Gæti hann fundið út bestu aðferð- ina til að koma á fót þvottahúsi, búa til eggjaköku eða nýrnavél?" „Þú ert svo þröngsýnn," kvartaði hún. „Þú ert svo takmarkaður, svo auðútreiknanlegur." „Gæti hann,“ spurði ég krefjandi, „sagt mér hver M er, eða hvers vegna ..." „Siíkir hlutir skipta ekki máli, “ hróp- aði hún. „Þeir eru ekki nauðsynlegir." „Þeir eru samt þekking. Gæti hann komist að þessu?" Hún hikaði. „Já, það gæti hann.“ Ég brosti og þagði við. „Hvað er svona sniðugt?“ spurði hún. Ég yppti öxlum og henni fór að hitna í hamsi. Hún vildi fá afsönnun. „Af hverju spurðirðu allra þessara til- gangslausu spurninga?" Ég yppti öxlum á ný. „Mig langaði bara að vita hvort þú meintir þetta allt. “ Maisie barði í borðið og öskraði, „Fjandinn hafi þig! Af hverju ertu alltaf að prófa mig? Af hverju segirðu ekki eitthvað af viti?" Og þar með gerðum við okkur bæði Ijóst að við vorum komin að því marki sem allar sam- ræður okkar stefndu að, og bitur þögnin tók við. Ekki er hægt að halda áfram vinn- unni að dagbókunum fyrr en ég hef afhjúpað leyndardóminn sem umlykur M. Hann hreinlega hverfur af síðum dagbókarinnar eftir tíðar kvöldverðar- heimsóknir í fimmtán ár og eftir að hafa lagt langafa til mikið efnismagn fyrir kenningar hans. Á þriðjudegi, þann sjötta desember, bauð langafi minn M til málsverðar næsta laugar- dag, og þó að M kæmi, skrifar langafi einfaldlega í innfærslu þess dags, „M til kvöldverðar". Alla aðra daga eru samræður við þessi kvöldverðarborð 19

x

Teningur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.