Teningur - 01.01.1989, Síða 36

Teningur - 01.01.1989, Síða 36
H.F.: Já, en það stafar bara af því aö þegar maður tekur Ijósmynd eða skrifar eitthvað þá vísar maður til kunnuglegs veruleika sem maður þekkir. En þegar maður skapar verk í raun og veru þá fjarlægist maður þann sjónræna veruleika sem maður kann- ast við. Allt opnast og það er þetta sem mér finnst skemmtilegt. J-H.M.: Væri þér sama þótt ég kallaði það metafórískt? H.F.: Því ekki það? Ef þú sérð það þannig þá á það jafnan rétt á sér og hvaðeina sem ég segði um það. Og ég get ekki auðkennt það með neinu orði. J-H.M.: Hinn mismunandi efniviður og hvernig hann er samsettur virðist skipta miklu máli í nýrri verkum þínum. H.F.: Sjálfur efniviðurinn skiptir ekki máli. Það eina sem skiptir máli er að það sé einn eða fleiri efniviður og að hann miðli einhvers konar tilfinningu. Ég held ekki upp á neitt eitt frekar en annað. Það er tilviljun að viður hefur undanfarið verið aðalefnið sem ég hef notað. J-H.M.: Mér finnst vera sami fínleik- inn í framsetningu verka sem byggj- ast á Ijósmyndum og texta og í vali efniviðarins í nýrri verkunum. H.F.: Ég get ómögulega sagt hvernig ég vel þetta og geri upp hug minn. Þegar ég sé verk aftur eftir nokkurn tíma finnst mér ég vera áhorfandi og ég sé ýmislegt sem ég hafði enga hugmynd um og var áreið- anlega ekki að hugsa um þegar ég var að búa til verkið. J-H.M.: Mér er kunnugt um að þú vilt ógjarnan tala um hvað vaki fyrir þér þegar þú ert að skapa verkin. Menn kynnu að ætla að þú sért fyrst og fremst að hugsa um formið. Það finnst mér ósennilegt. Mér virðist til að mynda mótsögn milli fegurðar efniviðarins og þversagnakenndrar fjölbreytni hans. Þú getur ekki verið alsaklaus af þessu. h.f.: Þaö sem ég mundi vilja sjá gerast í verkum mínum er eins konar samspil, annað hvort samsvörun eða andstæður. Einingarnar verða að samsvara hver annarri, annað hvort sem andstæður eða vegna þess að þær vega hver aðra upp, svo að þær geti kallast á innan verksins sjálfs. Þess vegna nota ég mismunandi aðferðir og mismunandi efnivið. En það væri hægt að ná alveg sama árangri með bara einu efni og á mjög einfaldan hátt. Þetta er bara tækni, ekki inntak. J-H.M.: Nú fórstu sjálfur að tala um inntak. H.F.: Inntakið er sú staðreynd að verkið er til. Miðillinn verður að vera innihaldið. J-H.M.: Þér er illa við að ræða þetta. H.F.: Það er bara af því að ég veit ekki hvað það er. J-H.M.: Ég man eftir því að fyrir tólf árum settirðu smáauglýsingu i blað, sem hét Fandango að mig minnir, og baðst lesendur að senda þér leynd- armál sín. Þá varstu með leyndarmál á heilanum. Sérðu nokkurt samband milli þessa og verka þinna? H.F.: Þetta var ein hugmynd af mörgum á þessum tíma, þetta var eins konar leikur. Meginhugmyndin var sú að safna einhverju sem ekki væri hægt að safna. Þetta var ágæt hugmynd, en ég fékk ekki mörg leyndarmál. J-H.M.: Hve mörg? H.F.: Ég man ekki eftir neinum. j-H.M.: Þú baðst fólk að senda þér leyndarmál sín og lofaðir því að segja þau engum. Af þessu mætti draga þá ályktun að það sé eitthvað leyndar- dómsfullt við verk þín, eins og „From time to time" svo dæmi sé tekið. H.F.: Það er ég viss um. Þegar ég geri verk eru mér ekki Ijós nein tákn- ræn atriði. En svo heyri ég fólk tala um verkin og um tákn dauðans til dæmis. En í rauninni er ég bara að 34

x

Teningur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.