Svart á hvítu - 01.01.1978, Side 8

Svart á hvítu - 01.01.1978, Side 8
einhverju ööru, líkja eftir hegöun manna, líkja eftir realistísku ástandi eöa súrrealistísku ástandi. Gjörningur er bara eitthvað sjálfstætt, sem líkir ekki eftir neinu öðru. Þetta er nú kannski grunnfærin skilgreining. En skil- greiningar eru hvort sem er venjulega þvaður og vitleysa. En kannski skemmtileg og stundum jafnvel nytsöm vit- leysa. St. Árið 1967 sýndir þú í Ásmundarsal. Getur þú ekki taiað eitthvað um verkin á þessari sýn- ingu? M. Aöaluppistaöan í þeirri sýningu voru þessir þúkar. Það voru verk búin til úr fatnaði, sem ég talaöi um áöan. Dieter gaf þessu nafn fyrir mig og stillti þeim upp. Sumir þessara búka voru óttalega ræfilslegir, varla stóöu uppi, hengsluöust hálfónýtir og vitlausir. Dieter stillti þeim upp í röö. Fremst setti hann þá sem voru svona stæðilegastir og síðan varö röðin aumingjalegri eftir því sem aftar dró. Þann aumingjalegasta kallaöi hann besta stykkið, þann næstræfilslegasta næst besta stykkið og áfram þannig aó sá, sem var svona hvaö reisu- legastur hét 24. besta stykkið, eitthvað svoleiðis. Svo voru Ijósprentaðir pappírsdreglar, sem ég be- trekkti salinn meö og ætlaöi aö selja sem betrekk. Það vildi enginn kaupa. Þarna voru líka handgeröar bækur og svolitlar skúlptúrobjektir, sem voru eins og módel inni í glerkössum, svona einhvers konar aflokaöur ævintýraheimur, búinn til úr ýmsu drasli. St. Undir áhrifum frá hverjum? Mál rýmls 1976 Fundlð er rúmmál Bjarna með venjulegum hætti og þannlg fundin mælieiningin rúmbjarni. Rýml vistarverunnar er 260 rúmbjarnar. M. Nei, ég held nefnilega, að þetta hafi verið það persónulegasta af þessu. Þaö var ekki hægt aö rekja áhrif í því, ég held ekki. Og þetta held ég nú hafi verið sprottið upp úr mínu leikhúsveseni, gera módel. Ég hugsaöi þetta sem mineatúr skúlptúr. Seinna seldi ég þessar objektir í Þýskalandi. Eitt- hvaö fleira var á þessari sýningu. Fjandinn hann Steingrímur reiknar með að ég hafi aldrei gert neitt nema undir áhrifum frá einhverjum. Kannski er það rétt hjá honum. Að minnsta kosti hef ég gleymt að taka upp þykkjuna og reyni að segja sann- leikann hér á eftir. St. Viltu ekki segja meira um sýninguna? Þarna hefði ég auðvitað átt að segja nei, en . . . M. Ja, ég man, að ég þótti vera undir áhrifum frá Dieter og Oldenburg, en ég held þaö hafi fyrst og fremst verið Dieter, ég þekkti svo lítið til Olden- burg. Seinna sá ég svo aftur á móti, aö þessir búkar voru áþekkir einhverju, sem Oldenburg haföi gert, en ég reyndar ekki séö. Þaö var ómögulegt aö gera neitt. Dieter, Oldenburg, Duchamp og fleiri voru búnir aö gera þetta allt. (hér er hlé meðan við skoðum betrekk eftir Magnús) S- yf * 6

x

Svart á hvítu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.