Svart á hvítu - 01.01.1978, Qupperneq 10

Svart á hvítu - 01.01.1978, Qupperneq 10
K. Eigum við að tala svolítið um handverkið? M. Já, sko. Til dæmis í þessum hundum. Ég gerði ýmiss konar tilraunir með hundana, með því að setja alls konar drasl inn í gifsið. Þetta verkaði mjög sterkt á mig. Það var upphaflega tilraun með efni. Mér fannst þetta vera fullkomið tæknilega að láta efnið brjótast úr forminu, fullkomið handverk. Hundarnir verkuðu mjög einkennilega á marga, t.d. fékk ég nokkur skammarbréf, þegar þeir voru sýndir á Kjarvalstöóum á 1100 ára afmælinu. í sambandi við handverkiö almennt finnst mér það eigi að þjóna hugmyndinni sem best, mátulega gróft eða mátulega fínlegt til að skila hugmyndinni sem hreinastri. Handverkið er geysilega mikil- vægur þáttur verksins. St. En það er einkennandi fyrir áhorfandann, að hann leitar frekar að góðu eða vondu handverki en innihaldinu. Innihaldið virðist skipta minna máli fyrir áhorfandann. M. Já, hann leitar að því hvort mikil vinna liggi í verkinu. Hér ríkir enn þessi gamla hugmynd úr sveitinni um „vinnusemina". ,,Vinna“ vareingöngu hagnýt. Sá, sem sat og teiknaöi, skrifaði eða bara hugsaði, hann var auðnuleysingi. St. Hvaða stefnur og hvaða menn höfðu mest áhrif á þig? M. Ja, fyrst eftir stríðið held ég að existensíalistarnir hafi veriö aðalheimspekingar listamannanna. Síðan finnst mér að Nietzsche hafi kannski skotið kröftuglega upp kollinum og austurlandaheimspeki og McLuhan. Ég býst við að Bertrand Russel og Wittgenstein hafi verið haföir í hávegum af þeim, sem meira kunnu fyrir sér. Af öllum skáldum hefur mér þótt mest koma til James Joyce. Listamenn eins og Duchamp og Cage og þeir sem urðu til þess að grafa DADA hreyfinguna upþ úr kössum og sþekúlera í henni voru og eru mikilhæfir menn. Ég get auðvitað nefnt til fleiri, sem hrifu mig og aðra. Robert Filliou, Emmett Williams og George Brecht og uppákomumenn eins og Al Hansen og Wolf Vostell. Aðrir voru meira á músiksviðinu eins og Paik og LaMonte Young. Þessir og margir fleiri eru frábærir menn, sem inspíreruðu aðra. St. Kannski rétt ffyrir þennan tíma er geometrían og síðan abstrakt expressjónisminn alls ráðandi í „bælingu kalda stríðsins". M. Þeir, sem einkum stóðu í því voru þeir sem voru mótaöir á árunum á milli stríöanna, en hinir, sem gerðu aðra uppreisn hafa sennilega flestir verið börn á stríðsárunum eöa unglingar. Hafa fæstir gegnt herþjónustu. Það fór aö bera á stjórn- leysi, anarkistahópar mynduöust, menn fóru að gagnrýna samfélagið á nýjan leik. Það kom upp svipaður andi og hjá Dadaistunum. Það eina, sem Dalalæða 1975 gibs í Vatnsdal margir sáu var að brjóta niður gamlar hefðir og stofnanir og byggja síðan á rústunum. Upp úr þessu komu allar þessar stúdentaóeirðir. St. Síðan varð þetta allt saman peninga- markaðnum að bráð. M. Sumt hefur efalaust orðið það, en eigi að síður markað sín spor. Kannski hræringar í samfélaginu lúti svipuðum lögmálum og sjórinn. Aldan rís og öldudalur- inn er bara eins og öldufaldurinn á hvolfi. Síðan rís önnur alda, dálítið fráburgðin hinni en samt afsprengi hennar. St. Um daginn varst þú að tala um frelsi lista- mannsins hér á Vesturlöndum miðað við frelsi listamannsins austantjalds og í því sambandi tókstu dæmi um ungverjann Gabor Attalai. M. Þaö var þannig, að Gabor og félagi hans voru að kvarta yfir einangrun sinni. Þeir mega ekki sýna eða senda verk sín úr landi. Og víst er um það, að listamenn, sem vilja hugsa dálítið sjálfstætt og jafnvel halda fram óvenjulegum skoðunum hafa það víða skítt austantjalds. En munurinn á aöstööu þeirra og hérlendra manna er engan veginn eins mikill og menn vilja gjarnan hafa fyrir satt. Hér eru það sams konar stjórnvöld, sams konar embættis- mannastétt, sams konar svo kölluð intelligensía og sams konar broddborgari, sem vinnur gegn nýjum hræringum. Ástæðurnar eru líka hinar sömu. Öryggisleysi og hræösla við ný viðhorf, sem kunni að raska hinum föstu, þægilegu formum. Óskil- greind og oft ómeðvituð hræösla við aö tapa áliti, 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Svart á hvítu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.