Svart á hvítu - 01.01.1978, Page 19

Svart á hvítu - 01.01.1978, Page 19
Þau fengu yfir 100 atkvœði Aron Geir Megas ólafur Pétur Ragn- Sigrún hildur Megas í góðum félagsskap. niórúr infrarauðum himni hangir slýgræn sól í heiðbláum & seigfljótandi tvinna en minn litur hann er grár & tala tvöfalt núll & aðeins tíminn einn veit hvar mig mun að finna ef aðeins víddunum fækkaði í tvær þá myndi ég verða óhultur því víðáttan er flatneskjan er húmið en sjá þar stendur tíminn sem grafkyrr & hann glottir kalt & ég get því ekkert flúió nema rúmið ég er orfeus rafmagnsbassisti í innheimum meðan evridís ræktar í útheimum steina & þeir morfeus & bræður sviku samninginn & nú sit ég hér & plokka: allt eins og blómstrið eina (Mlll, bls. 69) Ég hygg að þessi sérkennilega og myndræna málfarsblanda sé gerð vitandi vits. Svo virðist sem Megas ætli sér einkum tvennt með henni. í fyrsta lagi er hún hluti persónusköpunar sögumanna og í öðru lagi er henni ætlað það hlutverk ásamt með öðrum stílþáttum í listsköpun Megasar að vera eins konar framandleika- eöa fremundarvaki (Verfremdungseffekt). Með því að tefla aðskiljan- legum og jafnvel andstæðum mynd- og hug- myndasviðum hverju gegn öðru rýfur hann á vissan hátt tengsl hlutanna (orðin eru óneitanlega tákn hluta) og setur þá í samhengi þar sem þeir viröast framandi. Það er t. d. ekkert óvenjulegt aö tala um köflótt föt, rafknúna i b m tölvu og myndskreyttar bækur. Það væri heldur ekki út í hött að líkja skellum í mótorhjóli við sögunarverksmiðju. En Megas ræðir um köflótta hesta, rafknúna sjálfvirka ömmu meö i b m, myndskreytt segl, og Jónas Hall- grímsson hrýtur eins og sögunarverksmiðja í Brasilíu. Á hinn bóginn grípa rónar og útigangs- menn til Passíusálmamálfars. Röklegt eða a. m. k. venjulegt samhengi orðanna er rofið og leitað nýrra teiöa til túlkunar. Mjög í sama anda er notkun Megasar á brag- formum. Eins og auðveldlega má sjá á þeim fjölda öæma sem ég hef tekið hér notast Megas við hefðbundið bragform, rím og Ijóðstafi. j Ijósi þess aö þetta form gerir kvæðin sönghæfari væri það í sjálfu sér ekki í frásögu færandi, ef ekki kæmi til sú mikla formbylting, sem átti sér stað hér á landi á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina. Hið nýstár- laga innihald, hin nýstárlega veruleikaskynjun skáldanna, sprengdi utan af sérforn bragarform og leitaði að nýjum farvegum í lausbeislaðra formi. Svipað inntak reyrir Megas nú í fjötra ríms og Ijóð- stafa. En hann beitir ekki formfræðilegum eigindum hinnar gömlu Ijóðhefðar sem kreddum, heldur teflir hann saman nýstárlegu inntaki og fornum háttum til að hvorttveggja öðlist nýjar eigindir. Rímformið verður framandi vegna ný- stárlegs inntaks. En þaö hefur síðan áhrif á inn- takið, því að inntak er ekki bara það sem túlkað er, heldur einnig hvernig það er túlkað. Hér mætum við því svipaðri viðleitni til að tengja saman andstæð skaut og sést í málfari Megasar. Hvorttveggja kemur okkur spánskt fyrir sjónir — er nokkurs konar þversögn. Það samræmist ekki alls kostar því sem Megas nefnir á einum stað lögbind- ingu skilvita. Ég hygg það verði að skiljast sem andóf gegn þeirri lögbindingu. Það verður einnig auðveldara að meta hlutverk söngs Megasar út frá framangreindu; sömuleiðis hlutverk hinna klúru og ruddafengnu fimmaura- brandara sem svo mjög setja svip sinn á kvæða- heim hans. Þetta skýrir raddbeitingu Megasar, hina drafandi rödd hans. Það yrði heldur ótrúverðugur strætismaður sem flytti boðskap sinn mjúkri tenór- röddu. Svipuðu hlutverki gegnir dónaskapurinn. En þar með er ekki sagan öll. Sjónarhornið, mál- farið, Ijótleikinn, gróteskar lýsingarnar, burleskar stælingarnar, söngurinn, dónaskapurinn, brag- formið, allir þessir þættir stefna að mótun heildar sem er í kjarna sínum þversögn, kvæðaheims sem er í eðli sínu óviðeigandi. Honum er ætlað að ganga fram af mönnum, knýja þá til að skoða veröldina frá nýju sjónarmiði, opna augu þeirra fyrir mannlægj- andi eðli kapítalismans og neyða þá til aö taka afstöðu. Þetta skyldu gagnrýnendur Megasar hafa í huga, þegar þeir fordæma hann fyrir siðleysi, ruddaskap og bögubósahátt. Sjálfur hefur hann raunar svarað gagnrýni þeirra á óvenju látlausan hátt í kvæðinu ekki sýnd en aðeins gefin: ætlið mig ekki ætla mig háu ríða hrossi sem hanna þetta — né lágu — manna bezt þekki’ eg allar þess eiginder en þaö vil ég meina’ aö mín meining ætti’ að mega heyrast í þessum stað einsog — hvursannarsemer & líktsem aðrir á ég þann rétt umbúðir & — búnað sjálfur að fá að velja mér: 17

x

Svart á hvítu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.