Svart á hvítu - 01.06.1978, Blaðsíða 16

Svart á hvítu - 01.06.1978, Blaðsíða 16
Hvers vegna fjalla myndir þínar einkum um samskipti karlmanna? Það er af þeirri einföldu ástæðu að ég geri kvik- myndir um þaö sem ég þekki vel. Mín eigin reynsla er reynsla karlmannsins. Ég held það færi betur á því að konur gerðu sjálfar kvikmyndir um sína eigin reynslu heldur en að þær komi fram í myndum karlmanna á þann hátt sem þær hafa gert í allri kvikmyndasögunni, þ.e. sem skraut eða aukahlutir. Mínar myndir fjalla um karlmenn og þess vegna þykist ég ekkert vera að fjalla um konur líka. Þær fjalla ekki um konur. Og mér finnst konum meiri sómi sýndur með því að sýna þær ekki heldur en að sýna þær og níðast á þeim að meira eða minna leyti. Geturðu sagt okkur eitthvað frá því hvernig „f tímans rás“ varð til? Já, ég hafði þá ágætu hugmynd að gera kvik- mynd um tvo karlmenn sem kynnast og ferðast síðan saman. Þá vildi ég einnig fjalla eitthvað um aðstæður kvikmyndahúsanna úti á lands- byggðinni. Síöan valdi ég þessa leið fyrir feróina vegna þess að þetta er lítt kunnugt héraö í Þýskalandi, sem fáir þekkja og enginn ferðast um. Ég feröaðist þessa leið tvisvar sinnum einsamall og skoðaði öll kvikmyndahús sem urðu á vegi mínum, það voru u.þ.b. hundrað. Því næst valdi ég úr þeim og ferðaðist enn einu sinni þessa leið, að þessu sinni með kvikmyndatökumanni og öðrum tækni- manni. Þá var sem sagt leiðin komin og útgangs- punkturinn, þegar karlmennirnir tveir kynnast í Ferðalög eru algeng í myndum þínum. Er það tilviljun? Það stafar af því að ég á best með að vinna á ferðalögum. Þegar ég geri kvikmyndir um ferðalag þá skapa ég mér jafnframt bestu skilyrðin til þess að vinna, vegna þess aö hugmyndaflug mitt er virkara þegar ég ferðast heldur en þegar ég er kyrr á sama stað. Sama er aö segja um leikendurna í myndum mínum. Þeir eru líka ánægðari á flakkinu en þar sem þeir sitja fastir á sama stað. Þú notar mikið sömu leikarana í myndum þínum. Það er líka alltaf sama fólkið bakviö kvikmynda- vélina. Ég hef gert allar myndirnar með Robby Muller sem kvikmyndatökumann, ég hef alltaf haft sama hljóðtæknimann og einnig oft unnið meö sama tónskáldi vegna þess að mér fannst það ákjósanlegra að öðlast reynslu meö öðrum heldur en að leggja í hvert sinn út í nýtt ævintýri, vegna þess að þá er hægt að ganga úr skugga um hvort maður hefur lært eitthvað eöa ekki. Ég ætla líka að gera næstu myndir með sama fólkinu. Mér er sér- staklega mikils virði varðandi leikarana að ég þekki þá og að ég viti hverjir þeir eru, því ég vil ekki að einhver komi og leiki hlutverk. ( myndum mínum kemur fólkið frekar fram eins og það er í raunveru- leikanum. Ég vil heldur alls ekki að nokkur leiki hlutverk. Ég vil að hann gangist undir að sýna hvernig hann sé. Það er bara hægt að gera með fólki sem maður þekkir vel. Rudiger Vogeler (t.v.) og Hans Zischler í hlutverkum sínum í „f tímans rás“. byrjun. Annað var ekki til staðar. Síðan var sjálf kvikmyndatakan gerð á níu vikna ferðalagi. Ég skrifaði á hverju kvöldi kvikmyndahandritið fyrir næsta dag. Næsta dag kvikmynduóum við og héldum svo áfram ferðinni. Þannig er líka sagan í myndinni. „í tímans rás“ minnti okkur dálítið á bandaríska mynd, „Easy Rider“, einkum vegna ferðarinnar á Nú hefur þú gert tvær kvikmyndir eftir verkum Peters Handke. Viltu segja okkur eitthvað um samvinnu þína við hann? Við höfum þekkst mjög lengi, síðan löngu áóur en ég hóf að gera kvikmyndir og ég held að aðferð Handke við að skrifa, um hvað hann skrifar og hvernig hann lýsir því, sé ekki mjög frábrugðin aðferð minni við að gera kvikmyndir. Og þess vegna var það bara mjög eðlilegt aö við skyldum vinna saman. Úr „I tímans rás“. Hans á sundi í landamærafljótlnu. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.