Svart á hvítu - 01.06.1978, Blaðsíða 34

Svart á hvítu - 01.06.1978, Blaðsíða 34
hálfa kókflösku yfir borðið, Hrólfur blandaði og saup drjúgan. — Þú mátt halda vel áfram ef þú ætlar að ná mér, sagði sá einfætti í sófanum. Ég er búinn að vera að í tvo tíma. Þess vegna sit ég. Einfættur maóur verður að sitja þegar hann er fullur. Passaðu á þér lappirnar ef þú ætlar ekki að sitja öll fyllirí sem þú átt eftir ólifuð. Ég óska engum manni þeirra örlaga. Hann lagði stubbinn á sófaborðið milli glasanna. Hesturinn kom í svörtum jakkafötum með bindi. — Jæja, á maður ekki aó fá neitt? Eruð þið að safna? Bróðir hans gaf honum Sjenever. Hann blandaði hann með dálitlu kóki. Þeir sátu þegjandi. — Heyrðu, sagði Hesturinn eftir nokkra stund. Hann var góður Lollinn þegar hann kom um borð síðast. Hlaupandi berfættur með skyrtuna flakandi frá sér og æpti. Já, sagði Hrólfur of hátt og fann að hann hló meira en hann var vanur, jafnvel fullur. — Það eru emileruð fiðrildi í rúminu mínu, sagði hann. Þeir hlógu mikið. — Hvað var að honum, sagði sá einfætti. — Konan og börnin fóru vestur, sagði Hesturinn flissandi, að hitta foreldra hennar og hann hélt þetta líka dúndrandi partý. Hann missti af skipinu og var enn fullur þegar við komum inn næst og konan ekki komin að vestan. Þá var tekinn loka- sprettur áður en farið yrðu út og hann endaði svona. Sá einfætti hló með sjálfum sér og þaö var eins og hestur væri að hneggja. Svo þagnaði hann og Hesturinn bróðir hans fór að ókyrrast. — Ég þarf að fara og kaupa tvo kassa af blandi, sagði hann og stikaði til dyra á sínum tveim heilu fótum. Hrólfur og sá fóthöggni sátu eftir einir og þegjandi. — Hvað ætli maður þyrfti aó drekka lengi til þess aö fá tremma, sagði Hrólfur í samræðutón. — Það má djöfullinn vita, helvítis fíflið þitt, öskr- aði sá einfætti. Það er óþarfi að látast ekki sjá hann. Hann er farinn. Farinn til andskotans og ég öryrki. Ég fer ekki á sjó. Ég kem ekki hlaupandi niðrí skip með skyrtuna flakandi frá mér til þess að sigla útá sæinn og grafa gull úr iðrum hafsins. — Blessaður vertu ekki að reyna að vera skáld- legur, sagði Hrólfur. Svo leit hann framan í mann- inn og sá að það var að koma skeifa á munninn og augun voru rök. — Hef ég gert þér eitthvað, sagði hann og reyndi að vera kærulaus að sjá. Sá einfætti svaraöi engu og Hrólfi jókst kjarkur. — Hvað hef ég gert þér? sagði hann hærra og barði svolítið í borðið. En sá einfætti var nú orðinn þunglyndur og starði niöur í borðið og virtist ekki heyra í Hrólfi. — Fyrirgefðu, sagði hann aó lokum. Það er rétt sem þú segir. Þú hefur ekkert gert mér. Það væri heldur líklegra að þú endaóir ekki ósvipað mér. Hann leit niður á stúfinn. Ég hef séð mikið af því vonda í manninum, sagði hann. Lengi skal mann- inn reyna — en svona er nú einu sinni lífið. — Skál, sagði Hrólfur og lyfti glasinu svona til að segja eitthvað. — Skál, sagði sá einfætti. Þeir sátu þegjandi nokkra stund. Hrólfur var bú- inn að gleyma hvar hann var. Hann var að hugsa um hvað þetta væri allt djöfull leiðinlegt. Til hvers að vera að koma í land til þess að sitja yfir geð- vondum náunga sem kom honum ekki einu sinni neitt við. Hann áttaði sig skyndilega á því að hinn var farinn aö syngja um íslands Hrafnistumenn og hann tók undir og þegar þeir voru búnir glotti sá einfætti og sagði að þeir enduðu hvort eð er allir á Hrafnistu. Þegar það var búið sungu þeir um hana sem varð glöð og góð því Jón var kominn heim og skáluðu fjórum sinnum inn í lagið. Þá hallaði ein- fætlingur sér fram á borðið og sagði meö trúnað- arsvip: — Ertu trúlofaður? — Nei, sagði Hrólfur. Ég hef engan áhuga á því að binda mig. Ég er ekki nema nítján ára. Ætli maður fari ekki að horfa í kringum sig þegar maður er svona tuttugu og fimm. Hann tók eftir því að báðir höfðu lækkað róminn. — Passaðu þig á kvenfólkinu, sagði sá einfætti. Ég lenti einu sinni í vandræðamáli með kvenmann. Hún var að vísu ekki nema fjórtán en ég átján. Við vorum í partýi og hún, athugaðu, hún fékk lánað hjónarúmið á staönum til þess að fara í það með mér. Svo þegar þangað er komið þykist hún ekkert vilja. Þetta voru náttúrlega bara dyntir og ég varð að aga hana svolítið til, skilurðu, og þá var þetta allt í lagi — en hvað heldurðu að hún geri þá? Kærir mig fyrir nauðgun og heldur því fram að ég hafi barið hana linnulaust þangað til ég fékk það. Þetta var náttúrlega helvítis lygi. Hún var bara að hefna sín á mér fyrir að ég lét hana ekki komast að með neina helvítis dynti. — Ertu eitthvað verri? sagði Hrólfur. Sá einfætti horfði á hann um stund, þú trúir víst öllu sem þér er sagt, sagði hann að lokum. — Mér líkar ekki við menn sem berja kvenfólk, sagði Hrólfur, það er ræfilsháttur. — Pö, sagði hinn. Hrólfur saup úr hálfu glasinu. Það er ræfilsháttur, sagði hann og bætti við eftir andartaksumhugsun: Enda eru það alltaf þeir sem engan annan geta barið sem það gera. Þeir litu samtímis á fótinn sem vantaði. — Hann var ekki farinn þá, sagði sá einfætti furöu rólegur. Ef hann væri ekki farinn núna mundi ég standa upp og berja þig. Ég held nefnilega að það sé meiri ræfilsháttur að setjast að fötluðum manni heldur en að berja konu. Hrólfur var að því kominn að segja þetta dellu, það væri mikið meiri ræfilsháttur að berja konu, en hætti vió. Hann fann að hann haföi tapað og innst inni var honum fjandans sama. Hann skammaðist sín fyrir að vera svona — en svona var það nú samt. Þetta hafði alltaf verið hans stóri veikleiki. Þegar hann var strákur leyfði hann hinum strákunum að vinna til þess að þeir yrðu ekki leióir. Þeim var ekki sama því þeir voru eins og þeir áttu að vera. Þegar 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.