Svart á hvítu - 01.06.1978, Blaðsíða 24

Svart á hvítu - 01.06.1978, Blaðsíða 24
gerö myndverka þar sem ég geri hlutinn þrisvar, einu sinni vel gerðan, einu sinni illa gerðan og síðast en ekki síst einu sinni ógerðan. Þetta hefur síðan leitt af sér aðra hluti og ég hef m.a. beitt þessari hugmynd í leit minni að upphafinu. Sp. Gætirðu frætt okkur meira um það? F. Ég þóttist finna samsvörun milli þeirra hugmynda sem er að finna í Tao-te-king og stjörnukjarneðlisfræði eða hvað sem það nú heitir. Mér fannst ég sjá samband milli þess sem Tao segir að eitthvað hafi verið til fyrir sköpun alheimsins og Big-bang kenningarinnar svo- nefndu, sem segir að alheimurinn hafi orðið til við gífur- lega sprengingu, á þeim tíma þegar T er jafnt og O. í fyrstu varð Ijós, síðan efni og andefni. Stjörnurnar urðu til, rauðir risar sem splundrast um leið og þeir slokkna útaf og svo hvítu dvergarnir sem verða minni og minni þar til þeir hverfa. Af því tagi sem springur er ef til vill sólin okkar og sólkerfið. Sólkerfi okkar hefur því verið sprenging fyrir um 14 billjónum ára, sólkerfið okkar frá því fyrir u.þ.b. 5 billjónum, jörðin og pláneturnar fyrir svosem 4 billjónum ára og fyrsta líf á jörðinni fyrir um 2 billjónum ára, sem síðan þróaðist svo aö tegundirnar urðu til og loks hugur og vitund, en þá hætti ég. Ég beitti jafngildisreglunni á Big-bang kenninguna þannig að stærsti hluti verksins er ógerður. Big bang kenningin segir ennfremur að nú sé alheimurinn á útþensluskeiði, sem síöan nær hámarki og þá mun hann taka að dragast saman aftur af sama krafti í þéttan kjarna, og síðan e. t.v. springa aftur. (Tao segir að útþensla þýði að fara burt og að fara burt sé það sama og að koma aftur, og maöur verði að hverfa þangað aftur sem maður hefur alltaf veriö. Það eina sem telur okkur trú um að við séum eitthvað er okkar eigið sjálf. Það er aðeins þessi upp- haflega sprenging sem er til. Það er allt og sumt. I Tao segir að allir blómapottar séu úr leir, leirinn sé í rauninni það eina sem er til, þú verður að skilja þaö, og ef þú gerir það, þá skilurðu allt annað. Mér fannst ég finna þarna samband milli þessarar arfleifðar og vísindanna og allan tímann beitti ég jafngildislögmálinu, vel gert, illa gert, ógert. Sp. Á síðari árum virðist listgagnrýnandinn hafa tapað hlutverki sínu, iistamenn setja fram sínar eigin hug- myndir, milliliðurinn, túlkandinn er óþarfur. Hvað segir þú um þetta? F. Já, þetta er einn þáttur, starf listamanna sýnir þetta eins og starf allra sem hafa tekið málin í sínar hendur. ( stað þess að bíða eftir því að einhver segi okkur hvað við séum að gera, hvort við förum eftir reglunum, þá erum við stundum okkar eigin gagnrýnendur. Listamaðurinn setur fram verk sitt, og það sem að baki því er, hann er gagnrýnandi sjálfs sín. Sp. Og svo er það spurningin um gildisdóm. F. Duchamp sagði einhvern tíma að við yröum að hverfa frá hugmyndinni um gildisdóm og sjálfur hef ég síðan komist að því að við verðum að leggja niður hug- myndina um aðdáun. Við erum í ákveðinni snertingu við þjóðfélagið og listiðkun almennt er þessu tengd. Hug- takið framúrstefna er úrelt. Það er svo mikið um að vera að eiginlega veit enginn hvað snýr upp og hvað niður. Ég held að þaö sé mun hentugra að líta á okkur sem hluta af stóru samhengi. Listin er hluti þessa samhengis og La Cedille qui sourit Sumarið 1965 komu þeir Robert Filliou og George Brecht áfót einskonar sameiginlegri vinnustofu eða búö, Cedille, sem að vísu var alltaf ,,lokuð“. Hún var opin eftir samkomulagi fyrir alla sem sóttu þá heim í Ville France- sur la mer. Gefin var út yfirlýsing þess efnis að „Cedille qui sourit“ væri alþjóðleg miðstöð stöðugrar sköpunar, sem hún og varð. ( þessari miðstöð var unnið að hvers kyns listsköpun, gerðir voru objectar, leikir, skipst á skoðunum við fólk, drukkið, samin Ijóð, unnið að skrán- ingu mannlegra mistaka og brandara heimsins, sem síðar var ætlunin að festa á filmu. Auk þessa voru gerð stundaratriði svo eitthvað sé nefnt. Árangur þessa sam- starfs er að finna í bókinni „Games at Cedilla" eða „The Cedilla takes off“, gefin út af „Something Else Press" í New York. Þetta er nokkurs konar „klósett" bók, hægt að opna af handahófi, lesa eina og eina blaösíðu og síðan leggja hana til hliðar. Smám saman þegar leið á samstarfið bættust við tveir veigamiklir þættir í starfsemina. (fyrsta lagi, And-skóli, Villefranche (1966) og í öðru lagi Eilífðarvefurinn „The Eternal Network". And-skólinn afneitaði öllum hefð- bundnum stefnumiðum og starfsaðferðum. Úr varð al- gjört frjálsræöi, jafnræði öllum opið. Reynt var að fá leyfi til stofnunar þessa skóla hjá bæjaryfirvöldum, en hvorki gekk né rak, svo hugmyndir um skólann birtust einungis í daglegu lífi George og Roberts, á kaffihúsum á götum úti á heimilum þeirra o.s.frv. Stefnan var þessi, — kærulaus skipti upplýsinga og reynslu, enginn nemandi, enginn kennari algjört frjálsræði, stundum að tjá sig, stundum að hlusta, hvort sem um lærðan mann eða leikan væri aö ræða. Filliou fer með Brecht á sýningu í Nice í einum af listamanna- pokum Maríönnu. (Úr „Games at the Cedilla."). 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.