Svart á hvítu - 01.06.1978, Blaðsíða 56

Svart á hvítu - 01.06.1978, Blaðsíða 56
Dásamlegur dagur í lífi Baltazars Gabriel García Márquez Fuglabúriö var fullgert. Af gömlum vana hengdi Baltazar þaö á þakskeggið. Þegar hann lauk morgunverði sínum var altalað aö þetta væri fal- legasta búr í heimi. Margir komu að skoða það svo þyrþing myndaðist fyrir framan húsið og varð Baltazar að fjarlægja búriö og loka trésmíðaverk- stæðinu. — Þú verður að raka þig, — sagði Úrsúla konan hans við hann. — Þú lítur út eins og hettumunkur. — Það er ekki gott aö raka sig eftir morgunmat, — svaraði Baltazar. Hann var með tveggja vikna gamalt skegg, stutt, hart og útstandandi eins og fax á múldýri. Hann minnti helst á hræddan strák, en það var hann þó ekki. Hann var þrítugur síðan í febrúar og hafði búið með Úrsúlu í fjögur ár án pappíra og barna. Lífiö hafði gefið honum mörg tilefni til varkárni en ekki neitt til aö hræðast. Hann vissi ekki einu sinni aö sumum fannst þetta nýsmíðaða búr hans það fal- legasta í heimi. Hann sem hafði gert fuglabúr frá blautu barnsbeini áleit þetta búr varla meira verk en hvert annað. — Hvíldu þig þá í smástund, — sagði konan. — Þú getur ekki látið sjá þig með þetta skegg. Á meðan hann hvíldist varö hann nokkrum sinnum aö yfirgefa hengirúmið til að sýna ná- grönnunum fuglabúrió. Úrsúla haföi ekki enn veitt því nokkra athygli. Henni gramdist hvernig hann hafði vanrækt verkstæðið og helgað sig eingöngu búrinu. í tvær vikur hafði hann sofið illa, bylt sér og ruglað, honum hugkvæmdist ekki einu sinni að raka sig. Gremja hennar hvarf frammi fyrir full- smíðuðu búrinu. Þegar Baltazar vaknaði af miö- degisblundi var hún búin aó strauja buxur hans og skyrtu og leggja á stól við hengirúmið. Því næst bar hún búrið inn á matarborð og virti það nú þögul fyrir sér. — Hve mikið ætlarðu þér að fá fyrir það? — spurði hún. — Ég veit ekki, — svaraði Baltazar — ætli ég setji ekki upp þrjátíu pesa og sjái til hvort þau borgi mér tuttugu. — Settu upþ fimmtíu, — sagöi Úrsúla — þú hefur ekkert sofið í þessa fimmtán daga. Auk þess er það vel stórt. Ég held aö ég hafi aldrei séð stærra fuglabúr. Erla Sigurðardóttir þýddi. Baltazar fór að raka sig. — Heldurðu að þau borgi mér fimmtíu pesa? — Þaö er ekkert í augum Don Chepe Montiel og búrið er vel peninganna virði, — sagói Úrsúla. — Þú ættir að setja upp sextíu. Húsið stóö í kæfandi hita. Nú var byrjun aprílmánaöar og hitinn virtist enn síður þolanlegur vegna flautsins í trjátítunum. Þegar Baltazar hafði klæðst, opnaði hann bak- dyrnar til aó hleypa fersku lofti inn. Krakkahópur barst inn í stofuna. Fréttin hafði breiðst út. Gamli læknirinn, Octavio Giraldo, sem var ánægður með lífið en leiður á starfi sínu, hugsaöi um búriö hans Baltazars á meðan hann snæddi hádegisverð með sjúkri konu sinni. Á innri veröndinni, þar sem þau settu borðið á heitum dögum, var mikið af blómapottum ásamt tveimur búrum meö kanarífuglum. Konan hans var hrifin af fuglum. Hún var svo hrifin af fuglum, að hún hataði ketti því þeir gátu étið fugla. Á heimleið úr sjúkravitjun síðla sama dags varö lækninum hugsaö til hennar og kom því viö hjá Baltazari til að skoða griþinn. Margmenni var í stofunni, þar sem búrið stóö til sýnis á borðinu. Risastórt hvolfþak með þremur hæðum, stigum, hólfum til að boröa og sofa í og róla í loftinu fyrir fuglana til aö leika sér í. Þetta virtist vera líkan af risastórri klakahöll. Læknirinn virti þaö vandlega fyrir sér, án þess að snerta það og hugsaði meö sér að búrið væri vandaðra en hann hafði grunað og miklu fallegra en hann hafði nokkurn tíma dreymt um fyrir konu sína. — Þetta er ævintýraferó hugmyndaflugsins, — sagöi hann. Hann leit á Baltazar meðal fólksins og bætti við með móðurlegu augnaráði: — Þú hefðir orðið frábær arkitekt. Baltazar roðnaði við. — Ég þakka, — sagði hann. — Það er satt, — sagói læknirinn. Þétt hold hans var slétt og mjúkt eins og konu, sem hafði verið fögur á sínum yngri árum og hendur hans voru fínlegar. Rödd hans líktist prestsrödd þyljandi latínu. — Það þyrfti ekki einu sinni aö setja fugla í það, — sagði hann og sneri búrinu fyrir augum á fólki eins og hann væri að selja það. — Nóg væri aö hengja það upp í tré til að það færi aó syngja. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.