Birtingur - 01.04.1954, Blaðsíða 8

Birtingur - 01.04.1954, Blaðsíða 8
liggur ekki meira eftir hann? — Ósvífni og ekki annað! Hví „lagði hann ekkert fyrir sig?“ Þessi spurning er í eðli sínu þj óðfélagsleg heimska og í rauninni ekki svara verð. Auðvit- að lagði Jóhann fyrir sig það eina sem sál hans krafðist: að yrkja. En á slíku brestur þjóðfé- lagið skilning. Það hefði lagt honum til nóga menntun svo hann gæti orðið kennari, prestur prófessor, eða hvað það allt heitir. Einhvern slíkan stimpil hefði hann getað fengið ef hann hefði viljað selja sál sína og selja líf sitt. En íslandi hafði orðið það á með Jóhann Jónsson eins og stundum með önnur börn sín, að gefa honum sál sem ekki rúmaðist í neinu „emb- ætti“, neinni „stöðu“. Fyrir Jóhann Jónsson var það að yrkja og það að lifa eitt og hið sama. Líf hans var honum of dýrmætt til að selja það. Þess vegna „lagði hann ekkert fyrir sig“. Hyí kom hann ekki heim? Það er sannleikur að Jóhann sárlangaði til íslands. Öll hugsun hans og líf snerist um ís- lenzk efni, fyrst og síðast. Hann lifði ekki á íslandi en hann lifði ísland. Hann átti land og þjóð rist í hjarta sitt. Hvert orð hans átti ís- lenzka merkingu. Svo nábundinn var hann hólmanum sem ól hann. En hvað hafði hólm- inn að gefa honum, jörðin? Lækningu ef til vill. En þjóðfélagið? Dauða og ekkert annað. Það átti og bauð hæli fyrir sjúklinginn, nafn- lausan þegninn. En fyrir skáldsálina, fyrir Jó- hann Jónsson, átti „móðirin“ engan hjartastað. Hún gat boðið sjúklingnum að koma heim og deyja en hún gat ekki boðið skáldinu að koma heim og lifa. Og Jóhann langaði til að lifa — og langaði heim. En heimför til íslands gat hann ekki réttlætt fyrir sjálfum sér nema með því einu að hann ætti þar kost á að lifa, þ. e. að yrkja. Þann kost gat ísland ekki veitt hon- um. Þess vegna kom hann ekki heim. Hví liggur ekki meira eftir hann? Jóhann var sífellt að þroskast. Eftir því sem sjóndeildarhringur hans víkkaði hækkuðu eðli- lega kröfurnar til listarinnar. Hann óx frá æskuljóðum sínum. Hann orti mörg falleg kvæði á undan „Söknuði“, sem birtist í „Vöku“ árið 1928, en með því hafði hann fyrst fundið sjálfan sig, var hann orðinn frjáls og laus undan áhrifum annarra, hafði hann brotið af sér venjurnar og eignazt sjálfstæða eigin hrynjandi og mál fyrir ljóð sín. Þetta kvæði ber fullkominn svip Jóhanns, ekkert annað skáld hefði getað ort það, og jafnframt því að kvæð- ið er samræmisfull hrynjandi skáldsálar Jó- hanns eignast íslenzk ljóðagerð nýja sál með því. I anda þess skyldu önnur kvæði Jóhanns upp frá því. Og með því gerðist fyrsta verulega nýsköpunin í íslenzkum ljóðastíl frá því Jónas Hallgrímsson leið, en skáldsál hans og Jóhanns hafa að mörgu leyti verið líkar. Báðir áttu þörf á kraftisog íkveikju utan að. Báðir voru seinir að yrkja því að skáldgáfa þeirra var þess eðlis að kvæðin eða sögurnar urðu fyrst að verða til sem ómur, hrynjandi og mynd í sál þeirra áður en þau fengi búning málsins. Og því urðu verk- in sál af sál þeirra. En Jóhann átti engan Tómas Sæmundsson meðal vina sinna. Rétt um það bil að hann varð fullþroska féllu veikindin yfir hann og eyddu starfskröftum hans. Hann varð ekki nema 35 ára. Og Jóhann var svo vandaður að hann lét ekkert verk frá sér fara fyrr en það var orðið eins og honum líkaði bezt. Og kröfur hans voru háar. Sökum alls þessa liggur ekki meira eftir hann. Jóhann er dáinn. Hann dó frá sál sinni ófull- kveðinni, ævi sinni hálfnaðri og verkum sínum mikils til óskrifuðum. Það tjón getum við ekki vegið eða metið. En það má taka líkingu. ís- lendingar þykjast hafa mikla ást á Jónasi Hall- grímssyni og okkur kemur saman um að hann hafi haft ómetanlegt gildi fyrir þjóðina. Þegar við höfum talað fegurst íslenzku höfum við tal- að mál hans, þegar við höfum ort bezt höfum við kveðið í hans anda, þegar við höfum verið 24 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.