Birtingur - 01.04.1954, Blaðsíða 16

Birtingur - 01.04.1954, Blaðsíða 16
út sem hann væri náttúrulaus. Mecí þessum meinlætahugsunarhætti sameinuðum pílagríms- hugsjón og fornri evrópskri yfirgangslöngun tókst að búa til manntegund hins „skírlífa stríðsmanns“. Krossferðariddarinn varð á- þreifanlegasti líkamningur þessarar hugsjón- ar: munki og hermanni slengt saman í eina og sömu persónu, báðir þættirnir upprunnir af hreinræktuðu karlmannseðli. Einmitt í þessum stríðsmunki svörtustu mið- alda liggur frjóanginn að þeim manni, sem er ídeal vestræns hugsunarháttar enn í dag — frjó- angi margs hins nýjasta og hættulegasta í tækniheiminum, þess, er svo hæglega getur snú- ið hverju vopni og þekkingu í höndum okkar. Svo bætist auk þess annað við: siðgæðishug- myndir alls þorrans, ídeal hans, hvar í landi sem er, breytist aldrei snögglega, jafnvel ekki þótt framtíð heilla ríkja, menningar og heils kynþáttar geti verið í hættu sökum rangsnúins lífsviðhorfs. Það er ekki til rótgrónara aftur- hald en alþýða manna — ekki sökum þess hún sé í eðli sínu ,-fslæm“ eða vilji illt, heldur vegna fáfræði, ófrjálslyndis og skammsýni, sem ein- mitt kirkjan hefur gert mest til að ala á. 3. Munurinn á hugsunarhætti miðaldamanns- ins og nútímamannsins er e. t. v. öðru fremur sá, að hinn síðarnefndi hefur öllu lausari og óöruggari andlegan grundvöll en sá fyrri, fer ennþá villari vegar. Hér á ég við allan þorra manna, en ekki hin fáu prósent, sem gera til- raun til að taka afstöðu og sitja að lokum uppi með einhverskonar sannfæringu í sátt við sjálfa sig og tilveruna. Nútímamaðurinn er á vissan hátt andlega snauðari en miðaldamaðurinn, því að efnishyggjan, a. m. k. eins og hún birtist í heimshlutum kapítalismans, fullnægir honum ekki, heldur er honum á ýmsan hátt fjötur um fót, bæði efnalega og andlega. Hann er reikull í ráði. Hann forðast að hugsa. Hann veit í raun- inni ekki, hvort betra er friður eða stríð, og lætur gjarna fara svo sem örfáum valdamönn- um þóknast, gengur á úrslitaaugnablikinu til fylgis við þann aðilann, sem tilviljunin hefur skipað honum að fylgja, þ. e. föðurlandið, ætt- jörðina, eða hvaða ágætisnafni, sem menn kjósa að nefna það. Hverju berst hann svo fyrir? Á miðöldum hét það „himnavist eftir dauðann“. Nú heitir það „lýðræði“. Allir berjast fyrir lýðræði, eða því sem þeir halda, að sé lýðræði. Það væri ósvinna að gruna nokkurn óbreyttan hermann um græsku í því efni, hvaða stríðsaðila sem hann þjónar. Hann hlýtur að trúa á sinn „lýð- ræðislega“ málstað eða a. m. k. reyna það í léngstu lög. En það þarf enganveginn yfirlýsta heims- styrjöld til að komast að raun um, hversu rót- gróin og afdrikarík þröngsýn dýrkunin á mœtt- inum er — í víðtækustu merkingu — og á sennilega eftir að verða um langt skeið. Hin maskúlína miðaldalega baráttulöngun og sam- keppnisafstaða blasir við hvarvetna f menn- ingu okkar, sennilega gleggra nú en nokkru sinni fyrr. Hún gegnsýrir vestrænan hugsun- arhátt fullkomlega. Segja má, að skefjalaus og kaldrifjuð framkvæmd af rótum þessa sálar- ástands nái hápunktum sínum í fyrirbærum slíkum sem nazismanum þýzka og auðvalds- verzlunarsiðfræði Bandaríkjanna. Tillitsleysi og hagnýting hverskyns ótta í þágu víðtækustu valdabeitingar er ætíð samfara keppnishugs- unarhættinum, sem í eðli sínu er fjandsamleg- ur öllu jafnvægi, lífi og friðsamlegu starfi. Sú staðreynd, að svipað hefur átt sér stað meðal annarra menningarsvæða á öðrum menning- artímabilum, réttlætir það engan veginn. Vera má líka, að þannig hafi þetta jafnframt orðið sökum meira og minna óviðráðanlegra atvika — það sé ekki allt rangri mannshugsjón að kenna, en það haggar ekki þeirri staðreynd, að vestræn menning einkennist öðru fremur af bar- áttu allra gegn öllum. Og verði nokkuð þeirri menningu að falli, þá er það þetta. Hægðar- leikur er svo að gefa þessu ástandi glæsileg nöfn, eins og t. d. „fullkomið lýðræði“, „við- skiptafrelsi“ o. s. frv. Það eítt breytir þó ekki á- 32 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.