Birtingur - 01.04.1954, Blaðsíða 17

Birtingur - 01.04.1954, Blaðsíða 17
standi hlutanna, né heldur þeirri þróun, sem framtíðin leiðir í ljós — hver svo sem hún verður. I 4. Svo sannarlega hefur þessi dýrkeypta and- lega og efnislega spenna og útþensla vestrænn- ar menningar fært Evrópu og Norður-Ameríku yfirráð yfir heiminum, enda þótt nú geti brugð- izt til beggja vona um afdrif þeirra valda og hvað við tekur. Hvergi hefur samkeppnis- og yfirráðahugsunarháttur vesturlandasiðfræð- innar komið betur í ljós en í nýlendueftirsókn- inni, bæði fyrr og nú. Og hvergi hefur hin maskúlína einþykkja og stífni notið sín betur en einmitt þar. Þegar aðrar menningar hafa unnið landsvæði, hefur svotil alltaf myndazt gagnkvæmt menningarlegt áhrifasamband milli hinna sigruðu og sigurvegaranna. Hvíti maður- inn — homo occidentalis — hefur oftast nær sýnt þrjózkuna eina ásamt innilegri og öruggri trú á eigin ágætum. Þar hefur ekki verið um að ræða gagnkvæm áhrif, nema að mjög litlu leyti — sízt af öllu hvað trúarbrögðin snerti; til þess þótti hvíta manninum sín eigin trúarbrögð svo langt fyrir ofan öll önnur, og liann hefur gert meira en lítið til að neyða þau upp á aðra þjóðflokka heims. Fordómalausum og sæmi- lega lesnum manni hlýtur þó að liggja í augum uppi, að kristnin, með ómannúðlegri þröng- sýni sinni, syndakenningu og karlmennsku- dýrkun, hvorki var né er æðri eða virðingar- verðari átrúnaður en það göfugasta í speki Austurlanda, svo aðeins eitt dæmi sé nefnt. — Það sem Vesturlandabúinn sótti í musteri und- irokaðra þjóða var sjaldnast annað en ráns- fengur til handa söfnum heima í ættlandi hans; andlegt innihald hluta var látið eiga sig að mestu. Aftur á móti hlaut þessi smánarlegi yfJ irgangsháttur, stærsti bletturinn á sögu tækni- menningarinnar, að viðgangast svo lengi sem Vesturlandabúar réðu einir yfir þekkingunni og getunni. Nú er þetta að breytast, hvort sem okkur lík- ar betur eða verr. Og fari svo, að hinar áður BIRTINGUR Rit um bókmenntir og listir. Kemur út mánaðarlega. Ritstjóri: Einar Bragi Sigurðsson. Utanáskrift: Birtingur, Þingholtsstrœti 27, Reykjavík. Verö: kr. 60 árg., í lausasölu kr. 6. Áskriftarsímar 5055 og 6844. PRENTSMIÐJAN HOLAR H-F V________________________________________________) undirokuðu þjóðir í öllum hlutum heims láti vera að beita okkur beinum refsiaðgerðum og sjái aumur á hinum kristna véltækniheimi, þá er það áreiðanlega ekki okkur að þakka. Frem- ur myndi það stafa af hinu, að forn siðfræði ókristinna menningarsvæða heims, speki og lífsviðhorf þeirra, sem við höfum hingað til þótzt of góðir til að læra af, reynist færari um að gegna hlutverki sigurvegarans en við. — Vandamálin og átökin milli „austurs“ og „vest- urs“ mega gjarnan skoðast í þessu ljósi. Spurn- ingin um það, hvaðan og af hverju stríðshætta vorra tíma stafi, fær ef til vill eitthvert svar, séu þeir hlutir hafðir í huga. (Júlí 1952). HIHý {yOeiHS ÍÍjöiHSSOHai Ungur sjómaður, Sveinn Björnsson, hafði fyrir skömmu sýningu á málverkum eftir sig í Listamannaskálanum. Á sýningunni voru rúm- lega sjötíu málverk og allmargar teikningar. Myndirnar eru allar frá síðustu árum — að sögn blaðanna eru aðeins fimm ár, síðan hann byrjaði að mála. Dómar blaðanna um sýningu Sveins hafa verið mjög vinsamlegir. BIRTINGUR 33

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/822

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.