Birtingur - 01.07.1955, Page 23

Birtingur - 01.07.1955, Page 23
E I N A R 15 R A G X : REGN I MAl Hún sveipaði barnið hári sínu, hóf það á arm sér og steig inn í sólhvítan daginn. Ég sá hana nálgast þar sem ég beið á móbrúnni sléttunni er fagnaði korngulu sæði. Hún brosti í augu mér ðöpur og sagði: þú berst um ást þína og líf við ógnir og dauða. Þá Iutum við höfði, létum skírast af nýju. Og söngurinn um eilífð jarðargróðans steig upp úr moldinni fyrir munn okkar beggja, hærra og hærra unz himnarnir opnuðust og milt frjóregnið blessaði okkur öll. dagskoma begar nóttin dó í jökulinn komu ungar hend- ur fram úr skýjum, seildust inn í brjóst mér og drógu lokur frá hurðum svo dagsbirtan fengi rekið myrkrið á flótta. Ég vil ekki ganga um vellina framar og lesa heiðnar rúnir á steinum, aðeins hvíla þögull í morgunsvölum faðmi móans horfa bcrnskum augum á tár sem nóttin felldi af fögnuði yfir að ala jafn hreinan dag. Tvö Ijóð 21

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.