Birtingur - 01.12.1958, Page 62

Birtingur - 01.12.1958, Page 62
Jón Óskar: Formaður menntamálaráðs og friðlýsing Islands Formaður menntamálaráðs hefur skrifað varnargrein í Alþýðublaðið (6. nóv. ’58) til að sanna að hann hafi ekki dregið dár að þeirri hug- mynd íslenzkra rithöfunda og menntamanna, að Islendingar skuli hætta að taka þátt í vígbúnaðaræði stórveldanna með því að hafa her í landinu, en í þess stað lýsa yfir hlutleysi, friðlýsa landið, eins og þeir hafa orðað það. Hann segir að orð sin (á Lækjartorgsfundinum) hljóti að hafa verið misskilin eða rangtúlkuð vitandi vits, hann hafi naumast vitað um samtökin „Friðlýst land“ og ekki lesið samnefndan bækling þeirra. Við vitum hve oft menn hafa hrópað kommúnismi! til að hræða fólk frá hugmyndum sem þeir voru andvígir sjálfir. Sjáiði til! Þetta eru hug- myndir kommúnista! — Allur vandinn er að læða því á nógu ísmeygi- legan hátt inn hjá almenningi að þessi eða hin samtök séu dulbúin komm- únistasamtök, segja til dæmis, eins og formaður menntamálaráðs gerði (sbr. varnargrein hans), að kommúnistar þykist vilja „friðlýsa lsland“, án þess beinlínis að nefna samtökin „Friðlýst land“, því þessi orð „Frið- lýst land“ og að „friðlýsa lsland“ eru nógu keimlík til að mönnum sé ætlandi að geta hjálparlaust lagt saman tvo og tvo: Nú, það eru komm- únistar, þessir rithöfundar, sem eru alltaf að tala um að friðlýsa! Lá það ekki beint við? Og voru það ekki rithöfundar, sem byrjuðu að nota þetta orð í boðskap sínum? Við vitum að Morgunblaðsmenn hafa reynt að gera samtök rithöfunda og menntamanna tortryggileg á þann hátt að bendla þau við kommún- isma. Enginn bjóst við öðru af þeim mönnum, sem vilja hafa erlendan her á íslandi. En ef menn eru andvígir því að smáþjóðirnar séu hafðar að leiksoppi í hervæðingartafli stórveldanna, hversvegna forðast þeir þá ekki að rugla almenning þannig, að hann hljóti að álykta: Enginn her á Islandi er sama og kommúnismi? Ef til vill er svarið einfalt: menn eru andvígir herstöðvum í einu landi, til dæmis Ungverjalandi, en ekki í öðru landi, til dæmis Islandi. Þetta skýrir hversvegna formanni menntamálaráðs varð á að tala eins og hann gerði. Honum er það ekk- ert kappsmál að herinn sé látinn fara frá Islandi. Hann telur óþarft að láta hann fara fyrr en „heimurinn hefur verið friðlýstur,“ eins og hann orðar það. De Gaulle franski hugsar líklega svipað: Það er engin ástæða til þess að Frakkar smíði ekki líka útrýmingarvopn, úr því heimurinn 60 Birtingur

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.