Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 9

Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 9
oft hafa ætlað að reynast taugum mínum ofraun: eins og fingurnir ætli að éta síðurnar. Það er þetta kvæði hérna: Síldarminning, ort um borð í Skúla fógeta haustið 1938 á suðurleið úr síldinni. Það er um stelpu frá Isafirði. Ég held ég hafi ekki kynnzt henni neitt, man ekki hvort ég sá hana einu sinni eða hvort ég heyrði einungis talað um hana: hún kverkaði síld og bjó í bragga inn undir Bökkum á Sigluí'irði Ég fer að blaða í bókinni, nem staðar við eitt kvæðið af öðru, spyr höf- undinn um tildrög: Náttljóð? Það er ort á vertíð í Vestmannaeyjum. Ég var að snúast í kringum stelpu: hún leigði herbergi á loftinu í Mandal, og það var styttra þaðan til sjávar en heiman frá mér. Undir niðri var ég alltaf dauðhræddur um að einhver annar færi að sofa hjá henni, af þeim ótta er allt þetta tal um möruna sprottið: Mara, þú sem gengur yfir öfuga skó mína til atlögu við mig, Mara, varaðu þig — ég á voldugasta sprota í heimi. Stef er ort um sama leyti: Þú óró hins myrka blóðs og eitur grannra beina . . . Eitur grannra beina, endurtekur skáldið: hvílíkt andskotans kjaftæði! Serenade er frá sama tíma, einnig I nóttinni: Hin vitfirrta ást mín kveikir í myrkrinu, brennir myrkrinu á altari sínu. Og ég stökkvi rauðu blóði, þínu blóði, á logann. Það neyðarlegasta er að öll þessi örvilnunarljóð eru ort rneðan hamingjan stóð sem hæst: ég fann þetta allt á mér. Og auðvitað fór svo allt í hund- ana. En lengi á eftir var ég vitlaus í afbrýðisemi og stóð á gægjum við húshorn til að njósna um hvort nokkur annar væri hjá henni. Segðu mér eitthvað um þessi mergjuðu kvæði, til dæmis Draugasker: er það byggt á persónulegri reynslu? Að nokkru leyti: ég hafði í huga siglingu vestur á Hafursfirði undan Birtingur 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.