Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 53

Birtingur - 01.01.1959, Blaðsíða 53
tilviljun ofan á ljóðabækurnar, sem Rilke hafði sent föður hans áritaðar jafnóðum og þær komu út, og þar fann hann ljóðlist að sínu skapi. Sumarið 1913 dvaldist Boris Pasternak úti í sveit og orti látlaust. Eftir heimkomuna til Moskvu tók hann að leggja lag sitt við önnur ung skáld og listamenn. Um þessar mundir var öld risanna í rússneskum bók- menntum lokið. Þrem árum áður hafði Boris staðið við hlið föður síns yfir líkbörum hins síðasta þeirra, Leo Tolstojs, á brautarstöðinni Assa- povo, þar sem öldungurinn andaðist einn síns liðs á flótta undan eigin- konu sem honum fannst óþolandi. Skáldin sem á eftir komu hópuðu sig saman í flokka og klíkur, þar sem rígur ríkti á milli og hver um sig þóttist hafa höndlað hið sanna skáldskaparhnoss. Pasternak gekk í ann- an tveggja hópa skálda, sem báðir kölluðu sig fútúiista, en áttu í sí- felldum erjum hvor við annan. En hann var ekki mikill flokksmaður. Eitt sinn var hann með tveim öðrum félögum á kaffihúsi, þess erindis að sitja fyrir einum aðal andstæðingnum, Vladimir Majakovskí og fylgi- fiskum hans, og reka þá á stampinn. Fjandmennirnir komu, en það varð ekki úr neinni sennu. Pasternak féll svo vel við Majakovskí að þeir tóku vinsamlegt tal saman og héldu kunningsskap meðan báðir lifðu. Fyrsta Ijóðabók Pasternaks, Tvíburi í skýjum, kom út 1914 á forlagi höfundar. Nafnið var eftir tízku tímans, um svipað leyti gaf Majakovskí út Skýið á buxum. Nú þykja Pasternak þessi æskuljóð æði ungæðisleg, og þau vöktu ekki rnikla athygli. Sama máli gegnir urn aðra bók hans, Ofar tálmunum, sem kom út 1917. Árin 1914 og 1915 vann Pasternak fyrir sér með heimiliskennslu og þýðingum, sem áttu eftir að veita honum lifibrauð lengst af ævinni. Hann hafði gefið sig fram til herþjónustu 1914, en var dæmdur óhæfur. Síðara árið var hann heimiliskennari hjá Filipp, auðugum kaupmanni af þýzkum ætturn. Eftir einn ósigur rússnesku herjanna fyrir Þjóð- verjum, tók keisarastjórnin þann kost að veita grernju fólksins útrás með því að láta útsendara æsa til árásar á eignir þýzkættaðra manna. Heimili Philipps var illa leikið, og þar missti Pasternak rnikið af hand- ritum og bókum. Árið 1916 heldur Pasternak austur til Úral og tekur að vinna í skrif- stofu efnaverksmiðju, sem framleiddi púður fyrir herinn. Þar er hann kyrr þangað til fregnin berst af febrúarbyltingunni. Jafnskjótt ákveður hann að halda til Moskvu, og kemst þangað á hestasleða ásamt öðrum manm, eftir margra daga akstur yfir snæviþaktar slétturnar. Eins og flest önnur ung skáld í Rússlandi, einkum þó fútúristar, hafði Paster- nak talið sig byltingarmann, en honurn var fjarri skapi að taka virkan þátt í stórtíðindunum, sem voru að gerast allt í kringum hann. Hlut- verk skáldsins var að hans dómi að fylgjast með, lifa atburðina af dýpsta grunni hjartans, og birta síðan þessa reynslu ófalsaða í list Birtingur 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.