Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 17

Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 17
stafrófi. Ættingjarnir hafa því launað honum lambið gráa með því að leyfa af- skræmingu Pygmalions og drekkja henni í dægurlagasöng og dansglennum, þess- ari stúlku sem hann hafði haft svo mikið fyrir að gera sívílíseraða. Nú hefur henni verið hrundið niður á plan síns uppruna að nýju og allt fyrirtækið útsett í kokkní. Og nú stendur Guðlaugur Rósinkranz og brasar þetta í kokkhúsinu. Koste hvad det vil. Það er ekki verið að horfa í millj- ónina. Hér er svo stór ídealismi á ferð- inni að stóru viðhorfin gilda gagnvart milljóninni en þau smáu gagnvart eyrin- um. Eyririnn er sparaður jafnvel þótt það kosti stórfé en hinsvegar teflt á mestu tvísýnu með því að moka út hin- um stóru summum í fyrirtæki sem er ætlað allt öðrum aðstæðum en hér gilda. Til hvers My fair lady í Reykjavík? Nú er verið að kvikmynda þetta, væri ekki miklu ódýrara að láta Guðlaug Rósin- kranz hafa mánaðarkort í kvikmynda- hús? Þá er óleystur aðeins einn vandi. Með hvaða móti verður Ingrid Bergman lokk- uð hingað, hvernig væri hægt að fá hana til að sitja eina kvöldstund við hliðina á Guðlaugi Rósinkranz og útvega fjölmenni til að taka eftir því? Hvernig sem ég leita sé ég ekki nema tvær ástæður fyrir My fair lady í Reykjavík. Primo: Rósin- kranz þykir svoleiðis alveg agalega gam- an að henni. Secundo: fyrirheitið að fá að sitja hjá Ingrid Bergman. Gæti hugsazt að það væru fleiri ástæð- ur? Hverjar þá? Er þetta svona tíma- bært? Er það svo tímabært að taka sjö ára gamla óperettu sem er rétt bráðum hægt að sjá á bíó með skemmtikröftum sem eru valdir af heimsmarkaðnum? Ef meiningin er að koma okkar fólki á heimsmarkaðinn í þessu sambandi, þá er þetta því miður of seint: það er búið að velja í hlutverkin. Menningargildi? Er kannski liægt að græða á þessu til að sýna síðar verk sem hefur menningar- gildi? Hvað réttlætir það að hætta stórfé til þess að sýna þetta? Og jafnvel þó væri von um gróða, skyldi það vera sam- boðið þjóðleikhúsi? Hver var að tala um musteri? Hver var að tala um lifandi rödd? Post Scriptum í próförk: Má ég þakka skólapiltum úr Menntaskólanum fyrir Upprisuhátíð Skugga-Sveins. Þetta voru dýrlegir páskar eftir sýningu Þjóðleik- hússins á Skugga-Sveini. Sinfónían Mikið er ánægjulegt að sjá þann fjölda sem er farinn að sækja sinfóníutónleik- ana upp á síðustuna. Nú er mikil festa í rekstri hljómsveitarinnar. Hún nýtur forustu Árna Kristjánssonar píanóleik- ara. Og framkvæmdastjórinn Fritz Weish- appel lætur ekki standa upp á sig og ann- ast daglegan rekstur af nákvæmni og kostgæfni sem er lífsspursmál slíku fyr- irtæki. Háskólaslotið er snotur bygging en ég er smeykur um að það sé eitthvað orðum aukið sem einhverntíma var talað um ágæti hljómburðarins. Fer ekki þessi plasthiminn að koma? Hann kvað vera kominn til landsins. Hvar er hann? Er hann kannski í tolli? Getur Háskólinn Birtingur 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.