Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 23

Birtingur - 01.12.1961, Blaðsíða 23
ir þurrkar ríkt þar um langan aldur, en ofbeiting nautgripahjarða er einnig talin hafa átt mikinn þátt í uppblæstrinum. Klettamálverkin eru aðallega efst í sand- steinsfjöllum, sem heita Tassílí. Þau eru allt að því 800 metra á hæð yfir sjávar- mál, og ofan til eru víðast klettaborgir, sundurgrafnar, fyrst af vatni og síðan af veðrun og sandfoki, með djúpum giljum og geilum, en háir drangar standa þar í röðum svo að engu er líkara en borg, sem orðið hefur fyrir mörgum loftárásum. Upp í klettaborgirnar liggja mjög brött og erfið skörð, svo að leiðangursmenn áttu mjög erfitt með að koma vistum sín- um, útbúnaði og farangri þangað upp, þótt þeir hefðu til þess bæði úlfalda og asna, og endaði með því, að þeir urðu sjálfir að bera baggana á bakinu upp brattann. Þarna er lítið um vatn, eldivið og haga, og allir aðdrættir því mjög erfiðir. En það sem háði þeim mest var kuldinn, þó ótrúlegt megi virðast á þessum stað. En þar getur verið brunahiti á daginn, en nístingskuldi á nóttunni, og snjór á vetr- um. Auk þess var aðstaðan oft erfið við að draga upp myndirnar, því víða eru klettamir íhvolfir og myndirnar því yfir höfðum manna. En hópurinn var samval- inn og vann af ódrepandi þrautseigju. Henri Lhote hafði þann hátt á, að þegar þeir voru langt komnir á hverjum stað, fór hann í leitarleiðangra með innfæddum fylgdarmanni sínum. Oft þurftu þeir ekki að færa sig nema eitt til tvö hundruð metra. I einni fjallaþyrpingunni gerðu þeir eftirmyndir af 5000 „fígúrum", þ. e. a. s. af fimm þúsund mönnum og dýrum. Víða urðu þeir að þvo með svampi ryk- lag, sem safnazt hafði á myndirnar gegn- um aldirnar. Og sums staðar voru mynd- irnar svo máðar, að þær sáust ekki greini- lega með berum augum, fyrr en búið var að bleyta þær. Aldur þessara mynda er talinn vera 4000 til 8000 ár. Merkja má greinileg tólf tímabil eða stíla og auðsætt að ýmsir kynþættir eða þjóðir hafa verið hér að verki, þjóðir með ólík trúarbrögð, veiðiaðferðir, klæðaburð, lík- amsflúr og aðra siði. Þar má rekja hve- nær menn fóru að temja hestinn og nota hann til reiðar, hvenær hundurinn varð húsdýr, hvenær menn tóku að temja naut- gripi og eignast hjarðir. Það er hart fyrir friðarsinna að verða að viðurkenna, að hér eins og annars staðar í sögu mannsins eru það vopnin sem sýna þróunina. Ætla mætti þó að þetta gilti aðeins á frumstigum mannkynssögunnar, en jafnvel á okkar upplýstu öld þykjast þeir mestir garpar, sem öflugust eiga vopnin. Hér getur fyrst að líta barefli og kylfur, síðan eins konar kastvopn ekki ósvipað búmerang Ástralíunegra, og loks örvar og boga. Myndirnar eru af öllum mögulegum stærðum, frá nokkrum þumlungum upp í allt að því 30 metra, og þar á meðal er einn af guðum þeirr 18 fet á hæð. Það sem einkennir þessar myndir sérstak- lega er hin eðlilega hreyfing og mikla ferð sem er á öllu, bæði mönnum og dýr- um, því segja má að hér sé allt á ferð og flugi, enda fjöldi myndanna af veiði- ferðum og eltingaleik við dýrin. Birtingur 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.