Birtingur - 01.12.1963, Side 30

Birtingur - 01.12.1963, Side 30
PIER PAOLO PASOLINI: ÚR VERALDLEGUM LJÓÐUM I Við horfum á kvikmynd, og þarna birtist borgin á einni nakinni og fátæklegri stundu sinni sem er ægileg einsog öll nekt. Jörð í báli og bruni hennar á morgun í nótt eða fyrir þúsund árum endalaus hrúga af bleikum rústum kolum og hvítnandi beinum, grindur húsa vatni lamdar og síðan sviðnar af nýrri sól. Geislavirkur Appíavegur morar í þúsundum skordýra, menn dagsins í dag, nýraunsæir áhugamenn um Miðaldaannála. Síðan birtist Leirbrot í þessum hunangslega bjarma sem varpast niður á jörðu frá því handan við gröf. Kannski er sprungin Sprengjan, án vitundar minnar. Reyndar. Vissulega er svo. Og Endalok Heimsins hafa dunið yfir. Hljóðlátur atburður hefur færzt yfir í skuggsjá rökkursins. Skuggi sem grúfir yfir þessum tíma. Æ, heilaga Nítjándaöld, svið andans þar sem Opinberunin var þegar gamall viðburðurl Málarinn Pontormo hefur með hárnákvæmum myndatökumanni flutt til horn af gulleitum húsum til að skera þetta hrunfúsa og mjúka Ijós sem á leið frá gulum himni verður brúnt mulið gull yfir borgaralegum heimi ... og líkt og væru rótlausar jurtir, vekja hús og menn á malbiki brostins demants aleinir óendanlega minnisvarða ljóss og skugga, iðandi: af því að dauði þeirra býr í hreyfingu þeirra. Likt væri hljóðræmulaust aka bílar og trukkar um bogagöngin, yfir malbikið, í trássi við bensínmælinn, í gullinu, úr gulli, í Hírósíma, að tuttugu árum liðnum núna, sífellt innar í þessum patandi dauða sínum: og ég strandaglópur dauðans, í ofvæni eftir hinu sanna lífi, svolgra martröð Ijóssins einsog klárt vín væri. Þjóðirnar sviptar von. Opinberunin

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.