Birtingur - 01.12.1963, Page 60

Birtingur - 01.12.1963, Page 60
fangelsum og útlegðardómum. Ef við játum að skærasti blóminn úr meira en einni skáldakyn- slóð hefur verið dæmdur þá sjáum við fyrir okkur stríð gegn skáldskapnum sem er ofsalegra en nokkru sinni fyrr í veraldarsögunni. Við amerísku skáldin viljum að þetta sé geymt í minni. Við vitum að Franco hefur ekki getað drepið skáldskapinn og eins og áður blómgast þokkinn, treginn, ástin og reiðin meðal hinna dýrlegu nýju skálda á Spáni. En við viljum að þessir glæpir, þetta stríð gegn óðnum geymist vel 1 riti og varðveitist svo ekki gleymist i hin- um sögulegu reikningsskilum. Ennfremur vilj- um við ekki aðeins ná réttlæti heldur líka hefnd. Við kysum áð Franco hrapaði fram af hamrinum í Granada og yrði drifinn blóði eins og hinn myrti bróðir okkar og við viljum að Franco rísi upp aftur svo hægt sé að dæma hann til að sæta áralangri vist í fangelsum og útlegð eins og skáldskapurinn hefur mátt þola. Hér er ekki farið fram á lítið, en þetta er ráð- stefna vonarinnar. Fyrir nokkru fór herra Kennedy ,á toppráðstefnu í París og á heimleiðinni stanzaði hann aðeins tvisvar. Fyrra skiptið í Madrid til að faðma Franco að sér og gefa honum vopn og fé til að halda áfram að gera Spánverja að píslarvottum. Seinna skiptið stanzaði herra Kennedy til að faðma Oliveira Salazar í Lissabon og fullvissa hann um stuðning sinn við árangursríkt starf hans að því að drepa Afríkumenn í Afríku og fangelsa portógalla í Portúgal. Okkur skáldum sem þjáumst og úthellum blóði í þessu stríði valda þessi tvenn faðmlög beiskju. Hér er um sorglegt skilningsleysi að ræða, al- vöruþrungnust mistök á okkar öld. Að Franco haldi áfram að sitja sinn blóðuga veldisstól, sé verðlaunaður í stað þess að vera dreginn fyrir dómstól og dæmdur, það er andstætt allri skyn- semi. Þessi ráðstefna kemur saman til að fjalla um þessi mistök, sem enn halda áfram, að segja fri þjáningunum, sem ekki linnir, til að treysta vonina og krefjast þess að Spánn endurheimti frelsið. Hinu langvinna svartnætti Franco verður að ljúka. Það vonar ekki aðeins spánska þjóðin •heldur baráttusveit alheimsskáldskaparins. (Ræða sem hið mikla skáld frá Chile: Pablo Neruda flutti á alþjóðaráðstefnu til að krefjast frelsis handa Spáni, í Róm 13.—14. apríl 1962.) T. V. þýddi. 58 BIRTINGUR

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.