Birtingur - 01.12.1963, Síða 70

Birtingur - 01.12.1963, Síða 70
En maður vissi það fyrir löngu. Maður átti nátt úrlega að hætta þessu, hafa sig í það, hætta að íara með þeim á fyllirí og vera félagar, skil- urðu, sjá ekki blessaða heita vinina, því annars mundi maður drasla í hundana fyrr eða síðar, eins og gefur náttúrlega að skilja. Þetta eru nefnilega gáfurnar. Maður átti náttúrlega að snúa alveg baki við þeim, horfa á þá eins og dótið í landi gerir, snúa alveg baki við þeim eins og þeir sem komast innf leyndardóminn í veröldinni. Já, Kolli, hræðast hafið eins og lorddómurinn í landi gerir. Maður átti náttúrlega að snúa við og venda sínu kvæði í kross í eitt skipti fyrir öll. til öryggis, til að bjarga sér, sjá ekki sitt kær- asta, til að verða eins og maður og ekki síga niðrí þennan daglega flórdóm, kvalirnar og grát- inn? En það var kannski bara drenglyndið, það var kannski það eina, ekkert annað . . . Það er kannski bara spurníngin um það, því það var alltaf í þeim, og þess vegna aldrei risið upp í þennan manndóm, að maður fann þrátt fyrir allt — eða hvað? — að það var ekkert nema eitt- ’hvert galtóm í skepnunum uppi — og þess vegna alltaf verið þar sem við vorum niður settir? Skepnur. Ojæjal Og beint í hundana. Hættu nú að þusa. Maður fær höfuðverk af öll- um þessum kryddgraut. Ég ætlaði bara að segja að maður hefði kannski átt að snúa við, þrátt fyrir allt, þótt hvergi verði eirt nema á sjó. Eða hvað? Ég veit það ekki. Og þó vitum við það undir niðri, þótt það sé kannski engin skynsemi, að það er nú einu sinni svona Kolli, að við bara, við bara getum það ekki Kolli. 68 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.