Húsfreyjan - 01.10.1964, Side 42

Húsfreyjan - 01.10.1964, Side 42
Jólaljósin utanhúss 1 bæ og borg fjölgar þeim stöðugt, sem tendra jólaljósin utanhúss. Ljósin eru sett meðfram gluggum og svölum eða trén í garðinum prýdd með þeim. Við skulum vera þess minnug, að liinar venjulegu „jóla- trésseríur“ eru ekki ætlaðar til notkunar utan dyra. Þess vegna ber okkur að leita til rafvirkja eða sérverzlana við kaup á úti- Ijósum. Leiðslurnar verða að þola veður og vinda, og gæta verður þess vandlega, að einangrunarlagið merjist ekki í sundur í dyra- og gluggagættinni. Sé þessa ekki gætt, getur slys borið að liöndum og varpað skugga á jólagleðina. Rád och Rön 10, 1962. JólaljósasamstœSur, sem ætlaðar eru utan- húss, eru vatnsþéttar og þannig gerðar, að perustæðin og rafmagnssnúran eru klædd samhangandi gúmí. Það er alls ekki ráðlegt og heldur ekki leyfilegt að nota venjuleg perustæði á venjulegri rafmagns- leiðslu, það er ekki nógu sterklega gerl og heldur ekki vatnsþétt. Þá þarf að ganga vandlega frá snúrunum, t. d. gæta að því að láta þær ekki liggja í bleytu, heldur hengja þær upp, og kannske má nota ein- angrunarband eða plast til að verja þær. Heimagerðar jólaljósasamstæður ætti eigi að nota utanhúss við liærri spennu en 32 V. Æskilegt er að tengja litla spennubreyta á raflögnina, en þeir geta þá breytt 220 V. í 32 V. Samkv. viðtali við Kafmnagnscftirlit ríkigins. 100 kerta Ijósaperur eru hœttulegar Framleiddar hafa verið 100 W. perur af sömu stærð og 25 kerta perur. Þetta getur verið hættulegt, ef þær eru notaðar í litla lampa með litlum skermum, eða Ijósastæði sem liggja nærri lofti eða veggjum. 100 kerta pera liitnar mun meira en lítil pera (25—40 W) og ætti einungis að nota liana í borð- eða gólflampa með opnuin skermi, sem veit upp á við, eða þá í rúmgott og opið vegg- eða loftljós. Ráfl och Rön 10, 1962. A T H U G I Ð ! I síðasta tölubl. Húsfreyjunnar tókst svo illa til á bls. 14, að lieil lína úr handritinu, sem eftir var prentað, féll niður. Þetta er, þar sem lýst er þingslitum í Bodö. Rétt er málsgreinin á þessa leið: .... fánaborgin var aftur borin fram á sviöiS af sömu kon- um og óiSur, tónlist flutt og þinginu þannig slitiö með sama viröuleik og festu og þaö var sett“. 40 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.