Austurland


Austurland - 25.01.1996, Page 2

Austurland - 25.01.1996, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996. Austurland Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Útgefandi: Kjördæmisráð AB á Austurlandi Ritnefnd: Einar Már Sigurðarson, Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjamason, Smári Geirsson og Steinunn L. Aðalsteinsdóttir Ritstjóri: Steinþór Þórðarson (ábm) S 471 2391 og477 1459 Biaðamaður: Elma Guðmundsdóttir S 477 1532 Auglýsingastjóri: Erla Traustadóttir S 477 1740 Ritstjórn, afgreiðsia og auglýsingar: Hafnarbraut 4 - Pósthólf 75 - 740 Neskaupstaður 8 477 1750 og 477 1571 - Fax: 477 1756 Netfang: Austurla@eldhom.is Austurland er aðili að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða Umbrot og setning: Ausmrland Prentun: Nesprent hf. Heimur versnandi fer - eða hvað? Síðustu dagana hafa fjölmiðlar bókstaflega verið undirlagðir i umfjöllun um ofbeldis- og neysluvandamál íslenskrar æsku, og ekki að ásæðulausu. Reyndar hefiir verið mjög áberandi upp á síðkastið að hinir ýmsu aðilar, ég nefhi sem dæmi Alþýðubandalagið og Samband islenskra sveitarfélaga, hafa ályktað eitt og annað um þennan vanda og komist að þeirri niðurstöðu að hann sé vaxandi. Þegar svo er spurst fyrir um þau gögn sem þær fiillyrðingar byggjast á verður fátt um svör. Ef frá eru talin gögn frá SAA og lögregluyfirvöldum finnst nánast ekki neitt um vemleika islenskra undhheima. Staðreyndin er sú að sá veruleiki er óþekkt stærð. Hugtak eins og "aukrnng" felur hinsvegar í sér samanburð frá einum tíma til annars og þegar engar mælingar á fyrirbæri em til er merkingarleysa að tala um að þaó hafi aukist eða minnkað. Það alvarlega við þetta er að öllum virðist standa á sama. Það er eins og þessir ábyrgu aðilar leggi það að jöfiiu að þykjast vita hver vandinn er annarsvegar og hinsvegar vita það í raun og vem. Allar hugmyndir um viðbrögð við vandanum snúast um að auka löggæslu og þyngja refsingar þó ekki þurfi annað en að fietta upp í inngangsbók um afbrotafræði til að sjá að þau úrræði leysa vandann ekki heldur skapa enn önnur vandamál sem síðan þarf að finna lausnir á. Hvenær lítur dagsins ljós það lagafrumvarp sem tekur mið af þeirri staðreynd að til að vinna bug á vandamáli þurfi menn að vita hvert vanda- málið er? Er ekki kominn tími til að fara að grennslast fyrir um við hvað er að etja og í ffamhaldinu leita lausna sem duga? í allri þeirri umræðu sem farið hefúr ffarn í fjölmiðlum undanfama daga um umrædd vandamál virðist engum hafa dottið í hug að spyija af hveiju málum er svo komið sem raun virðist bera vitni (burtséð ffá því hvort ástandió sé verra núna en það var í fyrra eða hitteðfyrra). Hversvegna ratar Qöldi fólks í ógöngur á hálum vegi vímugjafa? Hversvegna em sjálfsvíg ffamin? Svona mætti lengi spyija. Sumir þykjast hafa lausnina og henni er lýst á þessa leið: Vímuefnavandi stafar af vímuefnum. Með því að hirða þau af unglingunum er öllu komið í lukkunnar velstand. Enginn virðist velta því fyrir sér að vera kunni aó sú staðreynd að geysistórt hlutfall unglinga á skólaaldn finnur sig aldrei i því sem skólamir em að bjóða þeim upp á. Rannsóknir sýna að Islendingar á ffamhaldsskólaaldri telja sig afar óhamingjusama og mikill fjöldi þeirra lýkur aldrei námi. Þetta gerist á sama tíma og þeirri hugmynd er mjög haldið að ungu fólki að án menntunar eigi þaó enga ffamtíð. Engum virðist heldur hugkvæmast að spyija hvort ekki væri til bóta ef fólk hefði aðgang aó þeim sérffæðingum sem líklegastir em til aó geta veitt einhveija hjálp. Það er umhugsunarefni að hér í fjóróungi er hvorki greiður aðgangur að sálfræðingi né geðlækni. Þó hefúr lengi legið fyrir sú þekking á t.d. sjálfsvígum að sá sem ekki getur borið sinn vanda upp við neinn er í manna mestri áhættu hvað sjálfsvíg varðar. Ótal öómm spumingum má velta upp um hugsanlegar orsakir þess vanda sem allir viröast ganga út ffá sem vísu að liggi í tilvist vímugjafa einni sér. Kann það t.d. að hafa áhrif á viróingu fólks fyrir lífinu og sjálfú sér að stéttamunur í þessu landi er alltaf að aukast? Er hægt að reikna með að það virki uppörvandi á Dagsbrúnarmanninn, sem fannst skólinn aldrei mæta sínum þörfúm, að fá smánarlega launahækkun meðan hálaunahópar em hækkaðir um mánaöarlaun þess hins sama á einu bretti? Eg bara spyr? SÞ 1x2 Þróttur Austri Huginn Svanbjöm Stefánsson Búi Birgisson Jóhann P. Hansson 1 X 2 1 X 2 1 x 2 1. Bolton - Leeds 1 X 2 1 X 2 1 x 2 2. Middlesbro. - Wimbledon 1. .X 2 1 X 2 1 3. Coventry - Man. City 1 X 2 1 X 1 X 4. Tottenham - Wolves 1 1 1 5. Reading - Man. Utd. X 2 X 2 1 x 2 6. Everton - Port Vale 1 1 1 7. West Ham - Grimsby 1 X 1 X 2 1 x 2 8. Shrewsbury - Liverpool X 2 2 2 9. Southampton - Crewe 1 1 1 10. Nottingh. For. - Oxford 1 1 1 X 11. Charlton - Brentford 1 1 X 1 X 12. Huddersfield - Peterboro 1 1 1 13. Ipswich - Walsall 1 1 1 Staðan eftir tvær vikur: 20 19 16 Getraunir Allir tipparar síðustu viku, eða þeir Svanbjöm Stefánsson Þrótti, Eggert B. Helgason Austra og Gunnlaugur Friðjóns- son Huginn vom með 11 rétta og munur liðanna þvi sá sami nú og síðast. Þróttur teflir enn fram formanninum, Svanbimi Stefáns- syni en Búi Birgisson tippar fyrir Austra og Jóhann P. Hansson fyrir Huginn. Báðir þaulvanir menn. Hópakeppnin er hin líflegasta og má til marks um það geta þess að 48 hópar em þátt- takendur bara í Neskaupstað. Talsmenn hinna félaganna em ánægðir með gang mála einnig. Bridds f*/ Síðastliðið föstudagskvöld var haldið í Slysavamafélags- húsinu í Neskaupstað Viggamót í bridds. Fyrir mótinu stendur Vigfus Vigfusson vélstjóri og var keppt um bikar sem verður í framhaldi af þessu móti farand- bikar. Upphaflega var áætlað að um einmenningkeppni yrði að ræða en af því gat ekki orðið og því var spilaður tvímenningur með þátttöku 16 para frá fjórum briddsfélögum á Mið-Austur- landi Sigurvegarar urðu Jón Bjarki Stefánsson og Sigurjón Stefáns- son BF með 259 stig, í öðm sæti Vigfús mótshaldari og Jóhanna Gísladóttir BN með 246 stig og í þriðja sæti Aðalsteinn Jónsson og Gísli Stefánsson BRE með 234 stig. Tveggja kvölda tvímenn- ingur hófst hjá BN á mánu- dagskvöldið. í 1.-2. sæti urðu Jóhanna og Vigfús, og Svavar og Víglundur með 95 stig. í þriðja sæti urðu Ámi og Valdimar með 88 stig. Staða efstu hópa er þessi: Hópur Félag Stig Leeds og sex Huginn 22 Brothers Þróttur 22 Hebes Austri 21 Mainroad Austri 21 Seyður Huginn 21 Gúanóið Þróttur 21 West End Þróttur 21 Sveppimir Austri 20 Kvennalið Þróttar heldur enn fyrsta sæti sínu í fyrstu deildinni í blaki. Á föstudagskvöldið tapaði Þróttur fyrir HK með tveimur hrinum gegn þremur, en á laugardaginn vann Þróttur með þremur hrinum gegn tveimur. HK liðið hefur þó leikið færri leiki en Þróttur og verður að teljast sigurstranglegast í deildinni eins og staðan er í dag. Karlaliðið tapaði fyrir HK Rauður 618 Austri 20 Gannt Austri 20 HMS Huginn 20 Göddi Huginn 20 Shadwell Dogs Þróttur 20 Gullkálfur Þróttur 20 Keldusvín Þróttur 20 Gufumar Þróttur 20 HB Ráðgátur Þróttur 20 Tippverkur Þróttur 20 með þremur hrinum geng engri . Liðið vann ÍS með þremur hrin- um gegn tveimur á laugardaginn og leikurinn í bikarkeppninni gegn Þrótti R. fór 1-3 fyrir Reykjarvíkur Þrótt. Næstu leikir verða héma heima fyrstu helgina í febniar. Þá leikur karlaliðið við KA og sömu helgi fram fer yngri flokka mót. Þar verður keppt í 2. - 3. og 4. flokki. Sigurvegarar á fyrsta Viggamótinu í bridds. Jón Bjarki Stefánsson og Sigurjón Stejánsson. Ljósm. Eg. Austfirðingur vikunnar Fullt nafn? Vigfus Vigfússon Fæðingardagur? 18. apríl 1950 Fæðingarstaður? Neskaupstaður Heimili? Valsmýri 6, Neskaupstað Núverandi starf? Vélstjóri Önnur störf? Heimilisstörf o.fl. Vigfús Vigfússon. Ljósm. Eg Fjölskylduhagir? Giftur og á 5 böm Bifreið? Pajero árgerð 1992 Uppáhaldsmatur? Rjúpur Helsti kostur? Bjartsýni Helsti ókostur? Fljótfær Uppáhalds útivistarstaður? Seldalur Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Rauðubjörg Hvert langar þig mest að fara? Ástralíu Áhugamál? Bridds og hestamennska Uppáhaldsstjórnmáiamaður? Ólafur Ragnar Uppáhaldsíþróttafélag? Þróttur Hvað ætlarðu að gera um helgina? Fara til Reykjavíkur á Islandsmótið í bridds.

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.