Austurland


Austurland - 25.01.1996, Síða 7

Austurland - 25.01.1996, Síða 7
FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1996. 7 Bréf frá Osló Árið byrjar á íslandi eins og það siðasta. Enn fækkar íbúum á landsbyggðinni. Svona heldur áfram og ísland verður borgríki um miðja næstu öld. Það er e.t.v. best þannig? Hjörleifur Guttormsson skamm- ast út í síðustu ríkisstjóm og þá núverandi í hugleiðingum sínum um áramótin. Ég veit ekki betur en sama íbúaþróun hafi verið á þeirn tímum er Hjörleifur sat og stýrði, en það skiptir engu máli. Það sem skiptir máli er að flutn- ingsstraumurinn til Reykjavík- ursvæðisins er nær linnulaus undanfama marga áratugi. Ein- staka ár hefur dregið úr straumn- um en þau skipta litlu vegna þess að hrapað hefur á sömu hlið nær látlaust. Það er rétt hjá Hjörleift að á árinu 1995 urðu kaflaskil í byggðamálum og ekki bara byggðamálum heldur íbúaþróun landsins alls. ísland er að tapa fólki til annarra landa. Fleira fólk flutti erlendis á árinu 1995 en áður hefur gerst á einu ári frá fólksflutningtmum til vestur- heims. Hvers vegna? (Það væri svo sem gaman að fjalla um það síðar.) Fjárfestingahömlur og kvótaneglingar Það mætti halda að öldin væri önnur ef bæði væri veiðikvóti fastnegldur og hömlur á fjár- festingum. Hjörleifur Guttorms- son hugleiðir sem svo að „sjálf- stæð efnahagsstjómun” geti hamlað gegn byggðaröskun og sjálfstæða efnahagsstjómun sé að finna í heftingu markaðs- aflanna, sem ríkisstjóm Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks mddi svo duglega braut. Er þetta ekki svolítið einfalt. Ætli það sé ekki margt annað á ferðinni, svo sem skortur á því að sumir þingmenn vilji skilja vanda landsbyggðarinnar og skortur á því að sumir sveitarstjómarmenn vilji horfast í augu við vandann og skortur á samtökum um kröft- uga uppbyggingu eða til að verja það sem eftir er. Það er samt ekki skortur á þvi að Hjörleifur hafi verið öflugur talsmaður lands- byggðarinnar þó enn fækki þar fólkinu. Það er ömggt að fólk helst ekkert frekar við í byggðarlagi þótt nægur kvóti sé þar og næg vinna, ef það er ekkert annað. Það er ömggt að fólk telur sér betur borgið á lágum bótum i borginni en á lágum launum á landsbyggðinni - það hefur þó altént ljósin í Kringlunni að oma sér við. Svona er þetta. Svona hugsa margir, hvað svo sem okkur finnst um það. Það var hvorki þessi, sú síðasta eða sú næstsíðasta ríkisstjóm sem kom á lágu laununum. Lágu launin hafa verið svo lengi sem þeir elstu muna og þar hafa engar ríkisstjómir breytt miklu til né frá. Vandamál landsbyggðar- innar er miklu flóknara en svo að áramótahugleiðingar Hjörleifs Guttormssonar vísi þar einhvem veg. Albert Einarsson Sveitarfélög og íbúaþróun I Austurlandi 4. janúar er skilmerkileg og þörf grein Stefáns læknis Þórarinssonar. Stefán fjallar um þann hluta byggðavandans sem felst í smæð sveitarfélaganna og múranna á milli þeirra. Og, Stefán gerir til- lögur til að bæta stöðuna. Stefán skoðar málið út frá sínum sjónarhóli sem héraðs- læknir. Ég get tekið undir við- horf hans af mínum sjónarhóli sem skólameistari í skóla sem þjónar öllum sveitarfélögunum. Þrátt fyrir mjög jákvætt viðhorf til Verkmenntaskóla Austur- lands um allan fjórðunginn er ótrúlega erfitt að skapa samtök meðal manna um verkefni skól- ans vegna þess að of margir er hræddir um að verða útundan eða að aðrir fái ekki, eða .... Þannig taka augljós þjóðþrifa- mál óratíma og daga oftast uppi i “sveitarstjómarlýðræðinu”. Því miður. Þetta er ekki sagt neinum Norðfirðingar vilja Neistaflug Samkvæmt niðurstöðum könnunar nemenda Verkmenntaskólans NESKAUPSTAÐUR fyrir skýrsla félagsfræðinema í Verkmenntaskóla Austurlands um viðhorf íbúa Neskaupstaðar til fjölskylduhátíðarinnar Neista- flugs, sem haldin hefur verið undanfamar þrjár Verslunar- mannahelgar, og ýmissa atriða sem varða framkvæmd hátíðar- innar, s.s. þátttöku bæjarsjóðs í fjármögnun hennar o.fl. í úrtakinu sem svaraði spumingum nemendanna vom 78 einstaklingar á aldrinum 14- 60 ára. 76 svömðu og skiptist úrtakið hnífjafnt milli kynja. 87% aðspurðra sögðust hafa sótt hátíðarhöldin í fyrra og 68% sögðust hafa haft gesti á heimilum sínum í tengslum við hátíðina. Þessar niðurstöður styðja vel þá tilfinningu sem margir hafa haft um samsetn- ingu gestahópsins að brottfluttir Norðfirðingar séu drjúgur hluti þeirra sem sækja hátíðina. Allir þátttakendur könnununarinnar svömðu því til að þeir séu sam- mála því að efna skuli til hátíðarinnar og mikill meiri- hluti, eða 93%, telur hátíðina kynna Neskaupstað sem ferða- mannastað með jákvæðum hætti. Varðandi þá spumingu hvort fólk teldi eðlilegt að bæjarsjóður leggi fé til fram- kvæmdar Neistaflugsins þá virðist Norðfirðingum hugnast sú ráðstöfun ágætlega en aðeins 12% vom óánægðir með þátt- töku bæjarsjóðs. Það virðist því vera góð samstaða um að halda hátíðina og fjármagna hana að hluta með fjármunum bæjar- sjóðs. í svömm við spumingum um áherslur í dagskrá hátíðarinnar og hvar dagskrárliðir skuli fara fram skiptust svarendur meira í tvær fýlkingar en í áðurgreind- um svömm. Mesta athygli vekur að naumur meirihluti svarenda, eða 52%, vilja færa dagskrá Neistaflugs úr mið- bænum, en það hefur verið til- finning margra sem að fram- kvæmd hátíðarinnar hafa staðið að vinsældir hennar helgist ekki síst af staðsetningunni. í skýrslu nemendanna kemur fram að á fundi þeirra með ferðamála- félagi Neskaupstaðar og öðmm aðstandendum Neistaflugsins hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að mjög óráðlegt væri að flytja dagskrárliði úr miðbænum enda hafi það gefist vel að vera þar. Smári Geirsson var umsjónar- maður verkefnisins sem var liður í framhaldsáfanga í félags- fræði. einstaklingum til hnjóðs heldur er þetta döpur afleiðing fýrir- komulags sem er orðið úrelt. Það er fjöldi mála sem er sam- eiginlegur sveitarfélögunum og sem hægt væri að fjalla um undir einum hatti í einni eða fáum sveitarstjómum. Það er alls enginn ávinningur fýrir stjóm- kerfið í landinu að fela sveitar- stjómum aukið vægi ef aukið vægi drukknar i málavafstri á milli sveitarfélaga. Sameining sveitarfélaga, eða sameining sveitarfélaga um verkefni (svæðisþing), er eina leiðin til þess að flytja stjómsýslulegt vald frá ríkinu til sveitarfélag- anna. Allt tal um annað er mark- leysa. Þá fyrst þegar sveitar- stjómir em til þess hæfar að nýta sér valdið getum við vænst þess sjá þess merki í byggðaþróun sem snýr fólksstraumnum við. Fulltrúar í sveitarstjórnum á Austurlandi em líklega á bilinu 160 til 180 og heildar íbúa- fjöldinn 12.780. Það er því eóli- legt að Stefán Þórarinsson og nú ég og auðvitað margir fleiri spyrji: Væri ekki rétt að beina atorku þessa hóps að fjölbrcytt- ari verkefnum og framfarasókn? (Ath. Heildarfjöldi fulltrúa í sveitarstjómum á Austurlandi em fleiri en íbúar sumra sveitar- félaganna.) Atvinnuhættir og fólk Þegar rætt er um byggðamál er oftast gengið út frá þeirri reglu að allt eigi að vaxa. Það er ekkert sem segir að öll byggðarlög dafni á sama hátt. Atvinnuhættir setja auðvitað mark sitt á þróun byggðar. Fólk hefur flutt úr sveit- um vegna breytinga á búskapar- háttum. Nýir hættir hafa ekki náð að skjóta rótum áður en fólk flutti. Það er hægt að hugsa sér að það fjölgi á 'ný til sveita, en ekki er það líklegt. Breytingar á atvinnuháttum við sjávarsíðuna hafa verið miklar og em enn að gerast í stómm stíl. Þar er enn hægt að bregðast við ef vilji er fyrir hendi, en vilji er líklega það sem helst skortir. Vilji til að skoða nýjar leiðir er mjög takmarkaður meðal þeirra sem halda um stýrið í sveitarstjóm- um, fyrirtækjum og stofhunum. Nýjar leiðir em ekki fólgnar í endumýjun eldri atvinnutækja eða byggingu nýrrar loðnu- bræðslu þó þesskonar frarn- kvæmdir geti verið bæði brýnar og góðar. Nýjar leiðir em fólgnar í þvi að gera annað og meira úr því sem við eigum, hráefninu, þekkingunni, reynslunni, um- hverfinu og okkur sjálfum. Það kemur enginn í veg fyrir að megnið af störfunum í fisk- vinnslunni hverfur inn í sjálf- virknina, tæknivæðinguna, í landi eða úti á sjó. íslenskur fiskur er ekki svo miklu betri að hann seljist á miklu hærra verði en fiskur samkeppnislandanna. Sam- keppnisstaðan krefst tæknivæð- ingar. Tæknivæðingin krefst þekkingar og þekkingin þarf að verða til hjá fólki í þess eðlilega umhverfi. Það væri hlálegt, en hugsanlegt, að senda alla til Reykjavíkur (eða Kaupmanna- hafnar) til að afla þekkingar sem nota á við starfsemi á Seyðis- firði. Samtímis því að störfum í hefðbundinni fiskvinnslu fækkar verða að koma til ný störf, í óhefðbundinni fiskvinnslu eða öðmm greinum. Til þess að skapa slík störf og manna þau þarf bæði rannsóknir og menntun. Hvemig er rannsóknum í at- vinnulífmu háttað á Austur- landi? Hvemig er búið að mennt- un í og fyrir atvinnulífið á Aust- urlandi? Ég læt nægja að spyrja. Þessi skrif áttu að vera örstutt kropp en málið er stórt og mikil- vægt. Ég ætla að hætta hér og •taka undir óskir Stefáns Þór- arinssonar til sveitarstjórnar- manna. Upp úr skotgröfunum, rífið múrana og sameinið sveitar- félögin. Albert Einarsson Osló. Frá Neistaflugi 1995. Ljósm. SÞ

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.