Íþróttablaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 3

Íþróttablaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 231 ]afnvægisæfingar í. R.-s(úllina, á bita. ingu Lings. Komu þá til Gautaborgar íþróttafélög frá öllum Norðurlöndum, þ. á. m. kvennaflokkur I. R. undir stjórn Björns ]akobssonar. Hlaut hann hinar ágætustu viðtökur, sem kunnugt er, og vakti á sér stórmikla athygli. 1 vor var haldið Ling-mót í Gautaborg, og er frá því skýrt í 5. hefti sænska tímaritsins »Tid- skrift i Gymnastik*, en það er opinbert málgagn sænska leikfimissambandsins og gefið út af félagi leikfimiskennara. Ritstjóri þess, Agne Holmström, ritar um nyt- semi þessara móta og segir, að margt hafi mátt læra af þeim, bæði nú og í fyrra, með því að Þangað komi margir utanbæjar flokkar. »Þetta kom greinilegar í ljós en nokkru sinni áður«, segir ritstjórinn, »í Circus sýningunum í fyrra og nú, því að þar mátti sjá framúrskarandi aðkomuflokka, sem margt mátti læra af. Sannaðist það greinilega á síðasta móti. jafnvægisgangurinn á þessu móti var til muna fullkomnari en í fyrra, og má með mikiili vissu þakka það að nokkuru leyti þeirri athygli, sem jafnvægisgangur íslensku stúlknanna vakti hér í fyrra. Að þessu sinni reyndu tveir flokkar með nokkurum árangri að sýna jafn- vægisæfingar á þverslá, en þær voru hið mikla aðdáunaratriði í leikfimi ísl. kvenna hér í fyrra, og j höfðu ekki sést hér áður*. Þessi ummæli eru augljós vottur þess, hve leik- fimiskerfi Björns ]akobssonar hefir vakið mikla athygli í Gautaborg í fyrra, þar sem saman var

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.