Íþróttablaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 13

Íþróttablaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 13
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 241 Íslandsglíman 1928. Hennar hefir ekki verið enn getið hér í blað- inu vegna þess að hún var, eins og vant er, haldin í sambandi við Allsherjarmótið og gerði ég því ráð fyrir að láta hana fylgja frásögninni um það. En þar sem nú skýrsl- an um mótið og árangur allan á því er enn ó- komin, en ég hefi þó eigin uppskrift á glím- unni, þá læt ég hana ekki bíða lengur. Það væri líka meira en lítil skömm að því, þar sem ég hefi hér fyrir mér frásögn úr amerísku blaði um hana, frá 27. júlí í sumar. Glíman fór fram á íþróttavellinum í Rvík 24. júní, og urðu úrslit hennar þessi: 1. Þorgeir Jónsson bóndi í Varmadal á Kjalarnesi — hann kannast allir les. blaðs- ins við fyrir löngu, svo mjögalhliðaogduglegur íþróttamaður, sem hann hefir reynst um nokk- urt árabil — hlaut 7 vinninga og þar með íslandsbeltið og tignina Glimukonungur íslands. En kórónan fylgdi. Því hann vann einnig Stetnuhornið, verðlaunin fyrir legursta og besta glímu. Er það í annað sinn, svo að ég til muni, síðan farið var að verðlauna feg- urðina í glímu sér, að sami maður vinnur hvoru- tveggja, sem þó ætti ætíð að vera. Hitt var í fyrra á skjaldarglímu Ármanns, er ]örgen Þorbergsson vann hvorutveggja. Nú varð hann að láta í minni- pokann. Ekki fyrir það að hann glímdi illa, því að það getur hann víst varla gert, heldur mun hann hafa verið sérlega illa fyrirkallaður, svo lin- lega og snerpulaust glímdi hann. Marínó Norðkvist, glímumeistari Vestfjarða, er fæddur og uppalinn í Bolungarvík, 25 ára gamall. Hann er sjómaður og því eðlilegt að æfingar kafi verið stopular og óreglulegar, en náttúrugátur ágætar hafa flutt hann íram í röð bestu glímumanna. — Af flestum hinum kepp. í Íslandsglímunni í sumar, má finna myndir í blaðinu áður. I Þá varð 2. Sigurður Thorarensen, stóri, ungi maðurinn, sem vann Skjaldarglímu Ármanns í vetur, með 6 vinninga. 3. Marínó Norðkvist, glímukonungur Vestfjarða. með 4 vinninga. 3. Björgvin Jónsson, frá Varmadal, með 4 vinninga. 5. Jörgen Þorbergsson, 3 vinninga. 6. Axel Oddsson, 2 vinninga. 7. Olafur Jónsson, 1 vinning og 7. Björn Blöndal Guðmundsson, 1 vinning. Glíman fór öll sérlega vel fram og alveg slysa- og meiðsla-laust. Glímdu allir keppendurnir vel, var auðséð að þeir forðuðust rækilega alt, sem miður mátti. Um glímu hvers um sig má segja þefta: Sigurði hafði lítið eða ekk^rt farið fram frá því hann glímdi um skjöldinn 1. febrúar. Björgvin var líka svipaður og þá. Marínó hefir ekki glímt hér fyr. Hann glímir vel og kemur fallega fram, er snarpur og bragðvís. Ef hann ætti kost á að keppa nokkru oftar við þessa hörðustu kappglímumenn hér, er líklegt að þeir mætfu vara sig á honum. Axel Oddsson er Fljótshlíðingur, mjög efnilegur glímu- maður, sem glímdi vel og kom fallega fram. Björn er snarpur og glíminn, en lítill og líklega ekki nógu sterkur til þess að kraftarnir jafni upp stærð- arvöntunina. En hreifingar hans á glímupallinum þykja mér of snöggar og snúðugar, eins og hann hafi ekki fullt vald yfir þeim. Það vantar í þær ró og tign. Olafur var þessara glímumanna sístur og svipminstur, en getur þó átt góða framtíð með æfingu og námi. Það gerðist sögulegt við þessa Islandsglímu, að við hana var sem áhorfandi — gestur I. S. I. — sendiherra Breta í Kaupmannahöfn. Hans vegna og fylgdarliðs hans fékk stjórn I. S. I. Jóhannes Jósefsson til að skýra glímuna á ensku fyrir gest- unum áður en Islandsglíman hófst. En forseti I. S. í., Ben. G. Waage, afhenti verðlaunin að glímu- lokum og ávarpaði bæði glímumenn og áhorfendur. Af þessu fyrnefnda ameríska blaði: »New Vork Evening Post«, sé ég að í áhorfendahópnum hefir verið staddur maður að nafni Robert L. Ripley, sem skrifað hefir greinina og teiknað handa blað- inu myndina, sem Iþróttablaðið sýnir hér með les. sínum í örsmárri útgáfu (í am. blaðinu er hún 24

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.