Íþróttablaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 16

Íþróttablaðið - 01.11.1928, Blaðsíða 16
244 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ í þrístökki var búisi við mestu af Þjóðverj- anum Winther og Hollendingnum Peeters, en þeir urðu 9. og 7. í röðinni að lokum. Þó var jafnvel dómurunum um kent að Peeters varð svo illa úti, því þeir töldu ógild fyrstu stökk hans og Finnans Tuulos, en þau voru 15,15 og 15.10 metrar. Úrslit þar urðu þessi: 1. Oda, Japan, 15,21 m. 2. Casey, Bandaríkin, 15,17 - 3. Tuulos, Finnland, 15,11 - 4. Nambu, Japan, 15,01 - 5. Tulikoura, Finnland, 14,70 - 6. Járvinen, Finnland, 14,65 - Stúlkur þreyttu á leikum þessum í nokkrum íþróttum. Nefni eg hér 800 metra hlaupið. Þetta hlaup, þótt áreiðanlega sé bæði fulllangt og erfitt fyrir konur, hlupu þær margar þarna svo vel að það má góða karl-hlaupara til að gera betur. Undanrásin voru góð. Þar setti þýsk stúlka, Dollinger, nýtt heimsmet á 2 mín. 22,4 sek. Hún hefir svo eitthvað forfallast frá að taka þátt í úr- slitunum eða orðið sérlega illa fyrirkölluð, því hún er þar ekki meðal þeirra 6 bestu. I hennar stað kemur þar landi hennar, kona (frú), og bætir heimsmetið en betur. Þessi varð útkoman: 1. Lina Radtke, Þýskaland, 2 mín. 16,8 sek. 2. Kinne Hitomi, ]apan, 3. Inga Gentzel, Svíþjóð, 4. Jane Thompson, Canada, 5. Fanny Rosenfeld, Canada, 6. Kea MacDonald, Bandaríkin, Siglt var þrennskonar skipum: 8 metra, 6 metra, og svo smáum bátum (joller), en ekki hefi ég greinilegri frásögn af þeim listum en þá, að Norð- menn náðu 2. verðlaunum á 8 metra skipi, en 1. á báðum hinum. / 110 metra grindahlaupi hafði Suður-Afríkani, Weigthman-Smith, sett nýtt heimsmet í millirás, á 14,6 sek. og hlaupið undanrás á fyrverandi heimsmetstíma, 14,8 sek., en varð þó aðeins 5. að lokum. Því að þá varð 1. Alkinson, Suður-Afríka, fyrstur á 14,8 sek. 2. Anderson, Bandaríkin, 3. Collier, — 4. Dye, — 5. Weightman-Smith, S.-Afríka 6. Gaby, England. (Framh.). £3£30£3C3C3C3C3Ö£3(3ÖC3£3£3C3£3C3{3Ö€3C3.', 0£3f3£3£300C3£3C3C3C3£3 £3 £3 g íþróttablaðið § j l<emur ú( í byrjun hvers mánaöar — alls 12 lölu- q j £3 blöö. — Árgangurinn kostar 3 krónur. — Góðir, O C3 áhugasamir útsölumenn óskast. Sölulaun 20% af minst £3 q 5 eintökum. 25% af 30 eint. og þar yfir. — Ritstjórn § £3 og afgreiðslu annast Steindór Djörnsson, frá Gröf, O C3 Klapparstíg 2, innheimtu: Stefán Runólfsson, rafvirki, q ^ Mentaskólanum, en auglýsingar: Kristján L. Gcstsson, ^ Ö verzl.fulltrúi, Tjarnargötu 48. ö C3 Gjalddagi blaðsins er 1. júlí. — Utanáskrift er: C3 q íþróttablaðið, Pósthólf 546, Reykjavík. ® C3£3£3£30£3£3£3£30£30£3£3£3C3£3£3£3<3C3£3£3£3£3£30£3£3C3C3£3£3£3£3£3 Við sundlaugar (eftir stúlku, úr bréfum). Að synda í tjörninni’ er sæla, í sjónum þó öllu er betra þeim, sem að vatna er vinur, það vekur af drunganum andann; taugar af fjöri tryllast, ef tekinn er sMuller« á eftir; stökkin og hlaupin þau styrkja svo og stæla hvern einasta vöðva. Við bráðskemtilega og gáfaða telpu: Manstu það hvar við kyntustum? Kossana man ég þína. Líkamsæfingar, leikir og sund leiddu’ okkur saman, Ina. »Ein sit ég úti á steini«, ekkert mér verður að meini; löngum er Ijúft sig að baða, líð ég þar aldregi skaða. Kátar heyri’ ég raddirnar frá kappanna höll. »Vefðu mig vængjunum, Freyja«, vina mín, leyf mér að þreyja við böðin, sem bæta og hressa börnin þín öll! Enn verður mikið af greinum, frásögnum og fréttum að bíða vegna þrengsla. Afhugið vel aÖ hver sá, sem blaö eöa rit er sent meÖ tilmælum um aö kaupa það, og veitir því móttöku, en hvorki endursendir né segir því upp, er með því búinn aö skuld- binda sig til aö greiða útgefanda það í réttum gjalddaga. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Steindór Björnsson. Prentsmiðjan Qutenberg.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/843

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.